Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 Fréttir DV Friðrik Indriðason Sandkorn • Talandi um hlerunarmál- ið. Leifarnar af gamla embætt- ismannaveldinu komu örstutt upp úr forinni þegar Þorgerður Katrín menntamálaráð- herra sýndi þá röggsemi að leyfa Kjartani Ól- afssyni að fá aðgang að skjöl- um um hann í málinu. Embætt- ismenn Þjóðskjalasafnsins gáfu ráðherranum eiginlega fingurinn með því að fara ekki að vilja hans strax heldur funda um hvað ÞEIM fýndist að Kjartan ætti að sjá. Og nú er svo komið í ljós að ekki fékk Kjartan allt sem hann átti að fá. Engin gögn um hvort heimasími hans hafí verið hleraður. Þjóð- skjalaverðir tjáðu honum einfald- lega að nafn hans væri ekki á lista yfir slíkt. Málið er bara að Kjartan var aldrei sjálfur skráður fyrir heimasíma sínum... • Reyn- Ir Trausta- son hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Fyrir utan tímaritið Isafold verður hann með nýja bók á markaðinn í næsta mánuði og frumsýningu á heimildarmynd um ísmanninn á Grænlandi. Er þetta víst Islands- met í útgáfuteitum hjá drengnum. Bókin heitir Ljósið i Djúpinu og fjallar um Rögnu Aðalsteinsdótt- ur á Laugabóli vestur á fjörðum. Mál og menning gefur út en ekki þótti annað þorandi en láta lög- fræðinga fara yfir textann. Ragna er ópinská að vanda og fá margir þekktir einstaklingar það óþvegið hjá henni í bókinni... • Nafn Alfreðs Þorsteinssonar heyrist nú nefnt sem hugsanlegur valmöguleiki á lista Framsóknar- flokksins í Reykjavík suður. Orðið á götunni bloggar um þennan möguleika. Sjálfur mun Aifreð ekk- ert hafa leitt hugann að þessu enda stutt í eftirlaunin en hann er 62 ára. Hins vegar hafa ýmsir frammámenn í flokknum í borginni skorað á Alfreð að bjóða sig fram og liggur hann því undir feld þessa dagana. Vilji mun til að hann leiði flokkinn í kjördæminu fremur en Jónína Bjartmarz. Mun hún eiga í ákveðnum samstarfs- örðugleikum við aðra innvígða og innmúraða framsóknarmenn í borginni, einkum Bjöm Inga Hrafnsson. Ekki er ljóst hvernig valið verður á listann. Valið stend- ur á milli prófkjörs meðal flokks- bundinna og kosninga um efstu menn innan fulltrúaráðsins... • Og að öðrum prófkjörum. Mik- il spenna er í kringum prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík. Á léttari nótunum þar má nefna tvö atriði. Sigurjón Unnar Sveinsson, kosningastjóri Lúðvíks Bergvins- sonar, mun vera með skemmti- legasta e-mailið af öllum en það er sus@hi.is. Og Ör- lygur Hneflll Jóns- i son sem ku vera hárprúðasti fram- bjóðandinn í ár er aldrei kallaður ann- að en Örlaga- hnefmn... Vafamál um ákvæöi fasteignalaga hefur orðiö til þess að bæði formaður Félags fasteigna- sala og formaður laganefndar þess, sem jafnframt eru eigendur fasteignasölunnar Mið- borgar, kunna að hafa farið á svig við lög. Málinu vísað til eftirlitsnefndar fasteignasala. Karl Georg Sigurbjörnsson hrl., formaður laganefndar Félags fasteignasala Karl Georg, eigandi Miðborgar, gekk frá málsskjölunum og vottaði kaupin. DV hefiir undir höndum afrit af kaupsamningi milli Húshalds ehf. og Eignarhaldsfélagsins ÞG ehf. um húseignina Eiríksgötu 15 í Reykjavík frá 1. desember 2004. Eigandi Eignarhaldsfélags ÞG ehf. Þorlákur Ómar Einarsson var þá og er sölufulltrúi Miðborgar. Það vekur ekki síður athygli að einn eigandi Miðborgar og for- maður laganefndar Félags fasteignasala Karl Georg Sigurbjörns- son hrl. vottar kaupsamninginn. í lögum um fasteignasölur frá 2004 segir í 14. gr.: „Fasteignasali skal vera sjálfstæð- ur og óháður í störfum sínum. Fasteignasala og starfsmönnum hans er óheimilt að kaupa eign sem fasteignasalanum hefur verið falin til sölumeðferðar. Fasteignasala' er óheimil milli- ganga um kaup eða sölu fasteignar búi hann eða starfsmenn hans yfir sérstökum upplýsingum sem hafa þýðingu við söluna og aðrir hafa ekki aðgang að. Fasteignasali skal tilkynna aðil- um tafarlaust með sannanlegum hætti hafi hann nokkurra annarra hagsmuna að gæta en þeirra er varða greiðslu þóknunar og útlagðs kostn- aðar." Persónulegar árásir „Það er mín skoðun að með þessu máli sé fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á okkur sem verið höfum í forsvari fyrir Félag fasteigna- sala. Félagið hefur undanfarið stað- ið í því að laga til á markaðnum og benda á það sem miður hefur far- ið. Þessi eign sem hér um ræðir var ekki til sölu hjá Miðborg en vegna áhvflandi skulda og frágangs veð- leyfa vildu Ólafur og Þorlákur fá til þess bæra menn að ganga frá kaup- samningnum. Karl Georg setti reyndar til öryggis sér- ákvæði í ] samning- inn þess efnis að seljanda væri ljóst að j kaup- andi „Það má kannski segja að þetta hafí verið klaufaskapur, að biðja fasteignasölu sem ég vinn hjá að útbúa þessa pappíra" starfsmaður Miðborgar," sagði Björn Þorri Viktorsson, eigandi Miðborgar og formaður Félags fasteignasala. Málið sent til eftirlitsnefndar „Eftir að þetta mál barst stjórn Fé- lags fasteignasala til umfjöllunar hef ég borið þetta undir Ólaf og hann hefur staðfest það. Hann og Þorlákur eru gamlir félagar og viðskiptin sjálf fóru algerlega þeirra á milli. Ég lagði hins vegar til við stjórnina að þessu máli yrði vísað til eftirlitsnefndar fasteignasala því ég tel mikilvægt að úr því verði skorið hvort slík skjala- gerð samræmist ekki lögunum. Við töldum og teljum að lögin banni á engan hátt slíka skjalagerð en ég vil gjarnan fá afdráttarlausa niðurstöðu um það frá nefndinni," sagði Björn Þorri. Klaufaleg en léttvæg mistök „Það eru engin leyndarmál varð- k andi þessi viðskipti af minni hálfu k og þú getur fengið öll gögn um kþau frá mér ef þú vilt. Við ; Ólafur erum gamlir félagar 1 en vildum samt setja þessi I viðskipti á löggilta pappíra svo allt væri á hreinu. Það I má kannski segja að þetta | hafi verið klaufaskapur, að biðja fasteigna- j sölu sem ég vinn I hjá að útbúa jþessa pappíra J en eignin var ' ekki til sölu hjá Miðborg i og það bjó bara ekkert misjafnt' að baki þannig að ég hugsaði ekki út í Jaað. Reyndar held ég MIÐBORG Björn Þorri Viktorsson hdl. lg.fs. Karl Georg Sigurbjörnsson hrl. lg.fs. Þorlákur Omar Einarsson sölustjóri * OGMENN LAUGAR Björn Þorri Viktorsson hdl. .I-.W... ’ að Björn Þorri Viktorsson sé búinn að biðja eftirlitsnefndina að fara yfir málið og þá kemur það væntanlega í ljós," sagði Þorlákur Ómar Einarsson, eigandi eignarhaldsfélagsins ÞG ehf., aðspurður um málið. Ekkert óeðlilegt „Ég leit fyrst og fremst á þessi við-^ skipti sem milli mín og Þor- láks enda hef, ég þekkt hann lengi og vissi vel að hann var 1 starfsmaður Miðborgar á ' þessum tíma. Ég hef ver- ið lengi í fast- eignavið- skiptum og f það var ég sjálfur 8 sem verðlagði eignina enda leit ég fyrst og fremst á kaupsamninginn og annan pappírsfrágang, sem viðskiptunum tengdist, sem skjalagerð og fannst ekkert óeðlilegt við það," sagði Ólafur Stefán Sveinsson, eigandi Húshalds ehf. . Veit af braski í bransanum „Ég veit samt að það eru . ákveðin vandamál á fast- L eignamarkaðnum og allt , of algengt að menn séu i að misnota aðstöðu i sína enda voru menn að sækja sér auðfengið fé J meðan húsnæðismark- aðurinn var á þessu 1 flugi. Það á hins veg- Wf ar ekki við í þessu tilfelli P þvf ég var algjörlega með- vitaður um stöðu Þorláks __ hjá Miðborg og leit eingöngu Kt. á þessi viðskipti sem okkar á í jfcLmilli,"sagðiÓlafurjafn- ___framt. kormakur@dv.is Björn Þorri Viktorsson hdl., formaður Félags fasteignasala Björn Þorri, eigandi Miðborgar, telur að þeir sem vakið hafa athygli á málinu séu að reyna að koma höggi á hann persónulega. Þorlákur Ómar Einarsson, sölustjóri á Miðborg Þorlákurá Fignarhaldsfélag ÞG ehf, sem keypti Eríksgötu 15 árið 2004 á 55 milljón- ir króna og seldi aftur ári síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.