Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Síða 22
DV mynd Heiða. 22 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 Helgin DV Sálarmorðingja á að dæma eins og aðra morðingja Kristín Ingvadóttir, fyrirsæta og fegurðardrottning, stóð fyrir fimmtán árum í sömu sporum og stúlkan sem í gær hlýddi á úrskurð dómara. Fyrir fimmt- án árum varð Kristín fyrir hrottalegri, vopnaðri líkams- árás og tilraun til nauðgunar á heimili sínu og þótt hún hafi náð að vinna vel úr reynslu sinni fá fréttir af nauðgunum og árásum alltaf á hana. „Með þessum vægu dómum er verið að gefa nauðgurum grænt Ijós á að halda áfram. Þeirhalda áfram að nauðga, enda vita þeirsem er, að það skiptir engu máli hvort þeir nauðga einu sinni, tvisvar eða oftar; þeir eru hvort sem er að fara í fangelsi og dómurinn mun ekki þyngjast mikið við fleiri brot. Þessa menn þarfað taka úr um- ferð en ekki bjóða þeim pakkadíl." „Það er eins og að fá blauta tusku í andlitið að heyra af svona dómi," segir hún. „Við, þessar konur sem höfum upplifað nauðgun og líkams- árás, erum ekki virtar viðlits. Það er engu líkara en við skiptum engu máli. Sá sem réðist á mig fékk tólf ára dóm fyrir árásir, nauðgun og tilraun til nauðg- unar á fjórum kon- um. Þrjú ár á hverja árás. Honum var sleppt eftir að hafa afplánað þrjá fjórðu hluta dómsins, eins og algengt er." Pakkadíll á dómum Kristín segistfyll- ast reiöi og að sér veröi heitt í hamsi við aö lesa afvœgum dómum í kynferðis- afbrotamálum. „Það sem mér flnnst einna alvar- legast er líka það að um leið og afbrota- maðurinn hefur ját- að verknaðinn á sig er honum sleppt fram að þvi að mál- ið er tekið fyrir dóm. Þegar Rannsóknar- lögreglan hringdi í mig til að segja mér að þeir hefðu sleppt þeim sem réðist á mig sagði ég þeim að þeir væru brjál- aðir, hann myndi ekki hætta. Hann gerði næstu árás mánuði síðar. Ég er alveg sannfærð um að ef dómar fyrir nauðgun yrðu þyngdir - eða ef dóm- arar færu í raun eftir refsiramman- um og dæmdu til þyngstu löglegu refsingar - myndi nauðgun- um fækka. Með þessum vægu dómum er verið að gefa nauðgur-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.