Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Side 23
í gær var nauðgari dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás og nauðgun í Breiðholti í ágústmánuði síðastliðnum. Enn og aftur nýtti dómsvald- ið sér ekki refsirammann sem hljóðar upp á 16 ára fang- elsi. Þegnum þjóðfélagsins er nóg boðið, ekki síst þeim sem upplifað hafa þann hrylling sem sálarmorðingjar valda. þarf að hafa einhvern sér við hlið sem leyfir manni að gráta. Sálin er svo full af óhreinindum að það þarf ansi mörg tár til að hreinsa hana," segir hún til útskýringar. Þremur árum síöar hitti hún manninn sinn. Hann reyndist henni betri en öll sú meðferð sem í boði hafði verið. „Hann hjálpaði mér í gegnum þetta með ást sinni og umhyggju fyrir mér. Þá varð algjör uppgjöf innra með mér og ég leyfði mér að leita þeirrar hjáipar sem ég raun- verulega þurfti. Fórnarlömb árása verða oft að fá lyf til að taka mesta kvíðann, en í mörg ár á eftir fór ég tvö skref áfram og eitt aftur á bak. En það er alltaf von og það geta all- ir lært að lifa eðlilegu lífi," segir hún með áherslu. Sálarmorð „Ég upplifði mikil innri átök í mörg ár. Það er aldrei hægt að lýsa því með orðum hversu margþætt áhrif árás sem þessi hefur á sálar- lífið. Þessir menn eru sálarmorð- ingjar. Það sem ber að varast er að nauðgarar bera ekki utan á sér sjúkt sálarlíf sitt. Nauðgari er ekki ffkill- inn sem þú óttast á götunni. Hann getur verið snyrtilegi herramaður- inn sem býður þér far í bílnum sín- um.“ batit m e>t iýpr af, um grænt ljós á að halda áfram. Þeir halda áfram að nauðga, enda vita þeir sem er, að það skiptir engu máli hvort þeir nauðga einu sinni, tvisvar eða oftar; þeir eru hvort sem er áð fara í fangelsi og dómurinn mun ekki þyngjast mikið við fleiri brot. Það á að setja þessa menn bak við lás og slá um leið og sönn- un og játning liggur fýrir og það er þá hægt að draga gæsluvarðhaldið frá dóminum. Þessa menn þarf að taka úr umferð en ekki bjóða þeim pakkadíl." Lágmark tíu ára fangelsi Kristín er þeirrar skoðunar að ekki eigi að dœma nauðgara til minni refsingar en tíu ára. „Og þá er ég að tala um tíu ár fyr- ir hverja árás sem hann hefur gert," segir hún af þunga. „Ég er alveg sannfærð um að ef dómarnir væru þyngri myndu menn hugsa sig um áður en þeir legðu líf fólks í rúst. Kannski ekld þeir sem í eiturlyfja- vímu framkvæma verknaðinn, en örugglega þeir sem eru raðnauðg- arar og stunda þessi sálarmorð." Kristín býr yfir ótrúlegum styrk þegar hún segir mér af lífsreynslu sinni. Fyrir fimmtán árum var hvorki til neyðarmóttaka fyrirfórn- arlömb nauðgana né fengu þau miskabœtur. „Mér voru dæmdar miskabætur sem ég fékk aldrei, enda sé ég ekki hverju einhverjir peningar breyta," segir hún. „Hefði ég fengið bætur, hefði ég látið þær renna beint til góðgerðarmála, líklega Stígamóta, sem hjálpuðu mér við að kæra árás- armanninn og leiðbeindu mér. Ég var alltaf ákveðin í að kæra og enn ákveðnari þegar Stígamót bentu mér á að ég þyrfti ekki að horfast í augu við árásarmanninn í dóms- salnum. Ég held að konur viti al- mennt ekki að þær geta krafist þess að árásarmaðurinn sé ijarlægður úr dómssal meðan þær bera vitni. En ég var alltaf ákveðin í að kæra. Þar kom reiðin mér til hjálpar. Ég var svo reið yfir að einhver hefði tekið sér það vald að eyðileggja h'f mitt. Síðan brotnaði ég.“ Tárin hreinsa sálina Fyrst eftir árásina ákvað Krist- ín að vera sterk og sinna starfi sínu áfram. Það gekk í einhverjar vikur. „Þetta er byrði sem enginn getur borið einn," segir hún. „Ég brotn- aði gjörsamlega og gat ekkert unn- ið. Eg leitaði eftir fjárhagsaðstoð hjá Tryggingastofnun til að standa straum af meðferð hjá sálfræðingi, en þeirri beiðni var hafnað. Ég var heltekin af kvíða, ótta, sjálfsásök- un og vonleysi og álagið hafði þau áhrif að ég gafst upp. Manneskja með kvíðastein í hjartanu getur ekki unnið í málunum; hún er löm- uð af vanmætti. Það endaði með að ég gat ekki sinnt starfi mínu og missti íbúðina mína." Einstœða móðirin átti góða fiöl- skyldu sem studdi hana, en hún seg- ir enga sálfrœði- eða geðlœknismeð- ferð hafa komið að gagni. „Ég held að eina raunhæfa leið- in sé að ræða við þann sem staðið hefur í sömu sporum. Sá sem upp- lifir innrás af þessu tagi í sálu sína Fann leið til að fyrirgefa „Ég varö að geta fyrirgeftð. Það er ekki hægt að lifa Ihatri. Eina leiðin til að halda lifmu áfram var að fyrirgefa. Sásem fyrir árásinni verður deyr aðinnanog verður aldrei sámur. Nauðgara á aö dæma eins og morðtngja.“ viðtal við borgarstjórann í Reykja- vik, sem íframhaldi afnauðgunum síðustu daga segir að fyrir liggi hug- myndir urn hvernig bceta megi ör- yggi borgarbúa. „Hugmyndir sem eru góðra gjalda verðar," segir Kristín. „En aukin lýsing á hættusvæðum, fleiri öryggismyndavélar og aukin lög- gæsla munu ekki breyta því sem þarf að breyta: Lögunum og því að dómarar nýti þann refsiramma sem til boða stendur. Miðbærinn er átakasvæði eftir að skyggja tek- ur og það er aldrei of oft brýnt fyr- ir konum að vera ekki þar einar á ferli. Það er heldur ekki of oft brýnt að þiggja aldrei far með ókunnug- um. Þótt ég lifi ekki í ótta hef ég var- ann á og færi til dæmis aldrei nokk- urn tíma ein út að næturlagi. Ég myndi heldur ekki þiggja aðstoð frá ókunnugum, sæti ég í biluðum bíl að nóttu til. Ég biði dagrenningar." Leiðtogar landsins bera ábyrgðina Hún ítrekar enn og aftur ástpeð- ur sínarfyrir þessu viötali og bendir á að ástœðan fyrir þvi að ekki ncerri því allar nauðganir séu kcerðar sé sú að konur viti að dómurinn breyti litlu. „Við verðum að breyta lögunum og alþingismenn verða að berjast rci nicO ji mor ;vo að það nái að gróa að ia sem hægt er að aera er að læra wkanuih, að ísera að lifa aneó Nauðgárar eru \ íim r. Sá sem fyrir árásinni verður . . >romaia Fyrirgefning „Það sem fór verst með mig var hatrið út í árásarmanninn. Hatrið var að gera út af við mig, Eins og allar konur sem lenda í svona árás fann ég til sjálfsásökunar: Hefði ég... Hefði ég ekki... Svona ásak- anir leggja líf hverrar manneskju í rúst. Ég fór ekki að rísa upp fyrr en ég hafði náð þeim skilningi í hjarta mínu að þetta var ekki mér að kenna. Tilraun til nauðgunar, líkamsárás eða nauðgun er aldrei fórnarlambinu að kenna. Það á engin manneskja skilið grimmd af þessu tagi." Henni tókst ekki aðeins að scett- ast við sjálfa sig hún fann líka stað í hjarta sínu til að fyrirgefa árásar- manninum. „Ég er búin að fyrirgefa honum í hjarta mínu," segir hún af einlægni. „Ég varð að geta fyrirgefið. Það er ekki hægt að lifa í hatri. Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að fyr- irgefa. Menn sem framkvæma sál- armorð eru alvarlega veikir menn, en það breytir engu um það að þeir verða að gjalda fyrir gjörðir sínar." Lifir ekki lengur í ótta Á borðinu fyrir framan okkur liggur Fréttablaðið. Áforsiðunni er fyrir því að refsiramminn sé nýtt- ur eins og lög kveða á um. Þeir sem draga fæturna í að framfylgja lögun- um og að nýta refsirammann, refsi- ramminn sé nýttur betur, hafa ör- ugglega aldrei staðið í þeim sporum að þeim, barni þeirra eða nákom- inni manneskju hafi verið nauðg- að. Nú liggur fyrir frumvarp til laga um þyngingu refsingar á brotum gegn börnum. Enn og aftur er ekki minnst á fullorðna einstaklinga sem verða fyrir nauðgun. Kona sem lendir í hrottalegri árás eða nauðg- un er næstu árin að vinna úr skað- anum. Hún er ekki búin að jafna sig þegar nauðgarinn er látinn laus og hún mætir honum á götu. Hann er búinn að borga sína skuld við þjóð- félagið, en margar konur jafna sig ' aldrei á þessu. Fólk heldur að fórn- arlamb nauðgunar geti hrist þessa’ reynslu af sér og haldið lífinu áfram eins og ekkert hafi í skorist. Svo er ekki. Sá sem fyrir árásinni verður er ekki að ná sér eftir skurðaðgerð. Sárið er dýpra en svo áð það nái að gróa að fullu. Það eina sem hægt er að gera er að læra að lifa með sárs- aukanum, að læra að lifa með því sem maður fær ekki breytt. Nauðg- arar eru sálarmorðingjar. Sá sem fyrir árásinni verður deyr að innan og verður aldrei samur. Nauðgara á að dæma eins og morðingja." annakristine@dv.is YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Sfflutnúta 1S,s.S88I711 og«9461 03 YOGA YOGA YOGA YOGA YOGA öndurmr- og hug- Morgun-, hádrals-, liðdigú- og kvökftfmar. Sértímar fynr syr.ensur og bamshafantfe konur. WMw.yogaheílSAiS NÝTTI Astanga yoga SERHÆFÐ ÞJONUSTA FYRIR Jeep OOD6Í „ 'é/.. BILJOFUR BltUUDAVLHKMÆDI SnvStuwg- 3* - gv* g«ui kapðvogl • ®írol 94« St91 • btljoíuritroyðtur, Is SteadyCup Leyfðu barninu að þroskast Innihddur ckki 8, Ftesl iApótekum Fifii og Fcmmis www.ymiis.is Sérfræðinaar í saitfiski Ekta Stelgtetiýiskur ursjónum Sfmi: 466 1016 ektafiskur@emax.is Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur goilaraþunnildi Til steikingar: y • saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltliskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús - hótel - mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) f,; saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar f SaifWKKl saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fieira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Nýtt bacalao piziai Alltaf fyrstir með ▲ . Hafrafitness aö hætti Jða tÉ< fullar af trefjum og rúslnum Kleppsvegi 152 Opió rriáriudaga - f( istudaga 7.00-18.00 5máralind laugardaga og sun nudaga 7.00-16.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.