Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Síða 39
PV Helgin
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 59
Ábyrgðarfull og sjálfstæð
systkini
„Þetta passar vel við mig svona í
grunninn. Ég er ákveðin og metnað-
arfull og hef alltaf verið afar ábyrgð-
arfull," segir Dóra Takefusa um kenn-
ingar Lemans um elstu systkini. „Ég
fæddist með ábyrgðarkennd og taldi
mig bera ábyrgð á öllum bekkjar-
systkinum mínum strax í leikskóla.
Það er mitt eðli frekar en að það hafi
eitthvað með stöðu mína innan fjöl-
skyldunnar að gera."
Dóra segist þurfa að hafa allt á
hreinu en hún leiti þó stöðugt eft-
ir nýjum ævintýrum og fagni ávallt
þegar lífið komi henni á óvart.
„Kannski til að ná stjórn á því líka, ég
veit það ekki, ég verð fá ögrun," segir
hún hlæjandi og bætir við að kenn-
ingarnar um miðjubarnið passi eng-
an veginn við Björgólf bróður sinn.
„Það skýrist kannski af því að þótt
ég sé elst þá ólumst við ekki upp sam-
an. Bjöggi er í rauninni eins og elsta
barn sjálfur og ber frekar þau ein-
kenni, svo við erum lík að mörgu
leyti. Hann er ótrúlega ábyrgðarfull-
ur, traustur og ávallt samkvæmur
sjálfum sér. Hann er metnaðarfullur
og vill hafa alla hluti á tæru og þarf
að grandskoða allt ofan í kjölinn.
Málið er að hann er ofsa-
lega klár og þolir
illa að gera mis-
tök," segir Dóra
og bætir við
að Björgólfur,
yngri bróð-
hennar,
geti stund-
um gert hana
vitíausa með
full-
komnunaráráttu sinni og hvað hann
geti verið lengi að taka ákvarðanir.
„Honum finnst ég líka stundum
klikkuð hvernig ég get tekið sénsa því
hann gerir yfirleitt ekkert nema hann
sé 100% viss og hafi fullkomna stjórn
á hlutunum. Ég er aftur á móti frekar
fyrir að kasta mér út í eitthvert brjál-
æði og ná svo stjórn á því. Við erum
bæði mikið keppnisfólk og þar sem
við erum bæði alin upp sem elstu
börn er best þegar við erum sam-
an í liði því við viðurkennum aldrei
tap. Við erum ótrúlega náin systkini
og lyndir vel enda þekkjum við hvort
annað vel og berum mikla virðingu
hvort fyrir öðru."
„Þetta passar mjög vel við Dóru.
Hún er afar ábyrgðarfull og flutti að
heiman ung til að standa á eigin fót-
um," segir Björgólfur Takefusa um
kenningar Lemans um elstu systkin-
in. „Dóra er mjög sjálfstæð og ábyrgð-
arfull enda er hún með tvö böm og
búin að búa þeim gott bú og hlúir
Björgóifi lýst illa
á lýsingarnar á
miðjubarninu
og segir fæst
eiga við sig.
„Þetta
eigin leiðir. Sama hvort það skapar
henni vinsældir eða hrós."
Varðandi kenningar Lemans
um yngsta barnið segir Pétur margt
passa við sig. „Ég er einstaklega vin-
gjarnlegur og hlýlegri mann er erf-
itt að finna," segir hann hlæjandi og
bætir við að hann kannist ekki við
að vera trúður eða að leitast eftir
sviðsljósinu. „Ég kann best við mig í
faðmi fjölskyldunnar og að leik með
sonum mínum þremur. Mér leiðist
heldur ekki á góðri stundu innan um
góða vini en er alls ekkert að trana
mér fram.
Ég er félagslyndur en hvorki frakk-
ur né óábyrgur og sem bam myndi ég
fr ekar segja að ég hafi verið alvörugef-
inn," segir hann og bætir við að hann
sé náttúrulega skaddaður eftir að hafa
verið yngstur í stelpnahópi. „En fyrir
vikið er ég mun notalegri í öllu við-
mótí og ég hef gaman af því að segja
frá. Svo myndi konan mín örugglega
taka undir að ég gangi illa um en ég er
því algjörlega ósammála."
Stór fjölskyida fr/s með
systrum slnum fjórum en
systkinin eru I heildina sex
talsins. Taiið frá vinstri:
Erla, íris, Sigga og Unnur.
neikvætt og ég er ekki tilbúinn að sam-
þykkja neitt af þessu, nema kannski
að ég eigi erfitt með að viðurkenna
mistök og eigi góða vini en ég held að
fjölskyldan hafi alls ekki fengið minni
athygli af minni hálfu enda á ég ynd-
islega fjölskyldu. Við Dóra emm jafh
lík og við erum ólík og það er erfitt að
alhæfa um þetta. Ég veit samt að hún
getur ekki unnið mig í neinu."
Líkari í seinni tíð
„Mér finnast kenningar hans um
elsta barnið passa fáránlega vel við
mig. Það er bara eins og það sé verið
að lýsa mér," segir Erla María Árna-
dóttir sem þó kemur önnur í röð-
inni af sex systkinum. „Kannski þar
sem ég er elsta stelpan var ábyrgð-
inni varpað yfir á mig. Ég er með full-
komnunaráráttu og er mjög ábyrgð-
arfull og hef alltaf verið. Er örugglega
gömul sál sem er með allar heims-
ins áhyggjur á herðunum," segir Erla
María og bætir við að hún sé einnig
samviskusöm og skipulögð. „Ég er
alltaf með dagbókina á lofti og minn-
ismiða út um allt, það vantar ekki."
Varðandi kenningarnar um
miðjubarnið segir Erla María margt
passa við írisi Björk systur sína. „Það
passar margt við írisi en enn meira
við Unni sem kemur á eftir henni. íris
er andstæðan við mig og því hefur
lítil keppni eða samanburður verið
á milli okkar því við erum svo ólíkar.
íris á mikið af vinum sem hún eyð-
ir tíma með en hún eyðir ekki minni
tíma með fjölskyldunni. Hún er mjög
mikið fyrir að hitta bæði vini sína og
fjölskyldu og halda tengslunum."
„Þetta er nú bara Erla María og
eiginlega Gummi bróðir líka en hann
er elstur," segir fris Björk Ámadóttir
fyrrverandi fegurðardrottning um lýs-
ingu Lemans á elsta systídninu. „Erla
María er alltaf með allt á hreinu og
það má ekkert út af bregða, þá fer hún
yfir um af stressi. Það verður allt að
vera típp topp og hún gerði þetta allt
eftir bókinni, kláraði skólann, gifti sig
og eignaðist börn," segir íris Björk og
bætir við að Erla hafi stjómað í æsku.
„Það er bara eitt ár á milli okkar
og ég trítíaði á eftir henni hvert sem
hún fór. Ég var mun meira í að passa
yngri systkini okkar. Ég elskaði að fá
að passa og dúllast með þau og var
svona mamma þeirra númer tvö."
Þegar íris er spurð hvernig lýsingin
á miðbarninu passi henni segir hún
margt passa. „Það eru til dæmis ekki
til neinar myndir af mér í fjölskyldu-
albúminu," segir hún og bætir við í
gríni að það muni hún aldrei fyrir-
gefa. „Ég veit samt ekki með þetta að
taka vinina fram yfir fjölskylduna. Ég
hef frekar átt fáa en góða vini en það
er Unnur systir sem leitar kannski
frekar til vina sinna."
Aðspurð hvort þær systur séu lík-
ar eða ólíkar segir íris að þær séu
alltaf að verða líkari. „Núna þegar við
erum báðar komnar með fjölskyldur
sé ég hvað við erum í rauninni líkar.
Ég hef alltaf verið meira fiðrildi, hef
viljað prófa margt og ferðast en í dag
erum við báðar gamlar sálir sem vilj-
um helst vera heima, baka og halda
matarboð fyrir fjölskylduna."
indiana@dv.is
bila
-5