Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Page 56
76 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 Siðast en ekki síst DV Á rólegum stað á Hvolsvelli Remax auglýsir einbýlishús á góðum stað á Hvolsvelli. Það sem er skemmtilegt við þessa fasteignaaug- lýsingu er að Remax segir húsið vera í rólegu hverfi á Hvolsvelli. Ef flett er upp í simaskra.is þá koma fram rúm- lega 1300 símanúmer á Hvolsvelli. Ha? um 1300 hundruð þá er allt plássið rólegt. Má ætla að á fasteign- arsölu Remax skrifi þeir að ef hús er í botnlanga þá sé það á rólegum stað. Fleiri hús eru til sölu í sömu götu frá öðrum fasteignasölum en þeir taka ekki fram að gatan sé í rólegu hverfi. Eflaust er það góð sölumennska að segja að hverfið sé rólegt en þarf að taka það fram á Hvolsvelli? En varðandi húsið þá eru það kostakaup enda 165 fermetrar og er með sólpalli og heitum potti. Verð- ið ekki nema um 23 milljónir sem er eins og þokkaleg íbúð í blokk í Kópa- vogi. Furðufréttin Síðu 5 módel vilja síðu 3 Léttklæddar eða naktar skvís- ur sem prýða síðu 5 í rúmönsku dagblaði ætla í verkfall ef þær verða ekki fluttar yfir á síðu 3. Þetta er furðufrétt vikunnar á vefsíðu ananova.com. Um er að ræða götublaðið Libertatea en auk þess að vilja „betri" síðu gera módelin kröfu um stærri myndir af sér. „Við erum aðeins að fara fram á betri stöðu," er haft eftir einni af skvísunum. „Það er mun auð- veldara að opna blaðið á síðu þrjú en síðu fimm. Svo ekki sé minnst á að síða þrjú er mun vinsælli fyrir myndir af þessu tagi." Framkvæmdastjórn blaðsins segir að þeir eigi nú í samninga- viðræðum við síð'u 5 stúlkurnar og raunar fleiri óánægða starfs- menn. Þannig hefur hin létt- klædda veðurfréttaljóska Sim- ona-Sensual hótað því að fara annað með nekt sína ef hún fær ekki betri síðu undir sig og veð- urfréttir sínar. Margir af starfsmönn- um Libertatea hafa fengið til- boð um betur launuð störf hjá hinu götúblaði landsins Averea sem er í eigu olíuauðjöfursins Dinu Patriciu. „Samtök síðu 5 stúlknanna hafa notfært sér hið ótrygga ástand nú til að hné- beygja stjórnina," er haft eftir einum af framkvæmdastjórum Libertatea Hvenær fáum við svona verkalýðsdeilu hér á íslandi? Égvilfaraá síðu 3! Bassanum stolið í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal brjálaður Þegar Stuðmenn gáfu út plötuna Tívolí haustið 1975 var henni fylgt eftir með tónleikaferðalagi hring- inn í kringum landið sem endaði í Stykkishólmi á föstudagskvöldi. Eft- ir smágleði á staðnum í lok tónleika þar héldum við suður til Reykjavík- ur en illu heilli gleymdi rótarinn bassanum mínum í félagsheimilinu á Stykkishólmi, alveg forláta bassa, Fender precision árgerð 1954, viðar- lituðum. Kvöldið eftir áttum við að spila á Borg í Grímsnesi og þá kom í ljós að bassinn var enn fyrir vestan. Ég hringdi í umsjónarmann félags- heimilisins á Stykkishólmi og hann segir mér að jú, bassinn sé hér og hann muni senda hann suður við tækifæri. Á meðan fæ ég lánaðan bassa hjá Smára í Mánum svo ég geti spilað í Grímsnesinu. Það sem gerist svo er að þegar umsjónarmaðurinn ætlar að senda mér bassann er hann horfinn, það er einhver sem hefur stolið honum. Ég er ekki of bjartsýnn um að ég sjái þennan grip nokk- urn tímann framar. Herferð hjá Ómari Vald Það sem ger- ist næst er að Ómar Valdimarsson þá blaðamaður á Dag- blaðinu kemst í málið og byrjar að skrifa æsifféttirum að: „Bassinn sé enn ófundinn",; „Mik- il leit gerð að bass- Ómar Valdimarsson Flutti stöðugar fréttir. afrannsókninni á bassastuldinum. „ ua«i 1954 Fenderbossi afsömu tegund anum"; „Ekkert miðar í rannsókn málsins" og svo fram eftir götunum. Það er svo um tveimur mánuð- um síðar að lögreglan á Stykkis- hólmi hringir í mig og tjáir mér þær gleðifréttir að bassinn sé fundinn og muni verða sendur suður. Að vísu sé búið að lakka yfir viðarlitinn með hvítu bílalakki. Fylgir með sögunni að hann hafi fundist í Búðardal. Ég hringi í Ómar sem slær þessu upp í Dagblaðinu með stórri fyrirsögn: „Bassinn fundinn í Búðardal." Við þessar fregnir verður allt vit- laust í Búðardal og sýslumaðurinn sjálfúr kemur fram opinberlega, vel æstur í skapi, og segir að þótt bass- inn hafi fundist í Búðardal sé þjófur- inn úr Stykkishólmi. Leit út fýrir um tíma að Ómari tækist að blása bass- ann minn upp í eina allsherjarmilli- bæjadeilu þarna fyrir vestan. Ég frétti það síðar að sá sem hnuplaði bass- anum var svo sonur lögreglumanns- ins á Stykkishólmi. Annars fór ég síðar í skemmti- ferð til London á kostnað þjófsins, tók bassann með og lét lappa upp á hann. Bassinn er nú í geymslu hjá Einari vini mínum Bachman og líður að sögn vel. Duushús fylltist af leynilöggum með vasana bólgna af byssum Gamla myndin að þessu sinni er frá árinu 1990 þegar Mitterand þá- verandi forseti Frakklands kom í opinbera heimsókn hing- að. Hann og Vigdís Finnbogadóttir þá- verandi forseti Is- lands mættu óvænt á sérstaka tónleika hjá Sykurmolun- um og er myndin frá þeim viðburði í Duus-húsi í Fis- chersundi, er þá var starfandi. „Ég man þetta eins og það hafi gérst í gær," seg- ir Einar örn Benediktsson fyrrver- andi Sykurmoli um gömlu myndina. „Með Mitterand í för var mennta- málaráðherra hans, Jack Lang, en sá var mikill rokkaðdáandi. Vildi hann fá að sjá Sykurmolana og því settum við þessa tónleika upp sérstaklega fýrir Jack." Einar segir að skömmu áður en tón- leikamir áttu að hefj- ast hafi Duus allt í einu fyllst af leyni- löggum með vasana bólgna af byssum. Leituðu þeir í krók og kima í húsinu og síðan kom sjálfur Mitt- erand á staðinn ásamt Vigdísi. „Við fréttum það síðar að Mitterand hefði spurt aðstoðarmann sinn hvar Lang væri þennan dag," segir Einar. „Er hann heyrði að Lang væri á rokktónleikum lcvaðst hann ætla þangað líka." Forsetinn Mitterand forseti Frakklands heilsar upp á Sykurmolana 1990. Á innfelldu myndinni er Einar Örn Benediktsson í dag. Einar segjr að tónleikamir hafi með hann á N1 (nú Sirkus) og 22 og tekist vel og þau öll í sveitinni heilsað hann skemmti sér hið besta. Raunar upp á Mitterand og Vigdísi að þeim svo vel að hann týndi veskinu sínu á loknum. „Síðan tókum við Lang með N1 en sem betur fer faimst það strax." okkur út á lífið," segir Einar. „Fórum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.