Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 Fréttir DV Ætlarþú að strengja áramótaheit? Milljarðamæringurinn Hannes Smárason og eiginkona hans Unnur Sigurðardóttir ætla að blása til galaveislu á Hótel Búðum um áramótin. Ljóst er að ekkert verður til sparað og allt fljótandi í mat og drykk. Toppurinn verður flugeldasýning á miðnætti. „Nei, ég ætla ekki að gera það. Það hefur aldrei staðist hjá mér." Birgir Steinn Theódórsson „Nei, ekkert áramótaheit. Búin að reyna það og fell alltafá reykingunum." Selma Jóhannesdóttir, verkstjóri Dýrt dæmi Hannes hefur tekið allt hótelið á leigu og ætlar að bjóða rúmlega 50 manns í veisluna. Ekkert verð- ur til sparað í mat og drykk. Heim- ildir DV herma að kostnaður við hvern gest sé um 80 þúsund krónur og er þá ekki talinn með kostnaður við drykkjarföng eftir að borðhaldi lýkur. Um er að ræða sjö rétta mál- tíð með fínustu borðvínum og síð- an verður barinn opinn fram undir morgun. Ekki er óvarlegt að áætla að kostnaður Hannesar og frúar verði 8 til 10 milljónir við húsnæði, mat og drykk. Flugeldasýning að hætti hússins Heimildir DV herma jafnframt að Hannes muni bjóða upp á flugelda- sýningu sem jafnist á við sýning- amar sem Landsbjörg stendur fyr- ir um hver áramót. Hannes pantaði ógrynni flugelda hjá íþróttafélaginu Fylki og segir sagan að kostnaður við flugeldasýninguna verði ekki und- ir 7 milljónum króna. Ekkert verður Hótel Búðir Vettvangur galaveislu sem Fiannes Smárason og frú halda um áramótin. til sparað í sprengjum og bombum hjá athafnamanninum Hannesi sem ædar sér að lýsa upp Vesturland með herlegheitunum. Margt góðra gesta DV hefur ekki gestalistann und- ir höndum en gera má ráð fyrir því að mikill hluti hinna frægu og ríku á íslandi heiðri Hannes með nær- veru sinni. Stórvinur hans Þormóður Jónsson á auglýsingastofunni Fíton verður í veislunni sem og banka- maðurinn Ármann Þorvaldsson, Þorsteinn Jónsson í Kók og athafna- maðurinn Magnús Ármann en þeir tveir síðastnefndu sitja í stjórn 365 sem gefur út DV. „Nei, ég ætla ekki að gera þaö. Það hefur aldrei staðist hjá mér.' Marta Pálsdóttir, verslunarstjóri á margra milljóna króna flugeldasýningu og lýsa upp Vesturlandið. „Nei, ég ætla ekki að gera það, þau klikka alltaf: Jóna Howard, verslunarkona Milljarðamæringurinn Hannes Smárason, sem er forstjóri FL Group og stærsti eigandi félagsins, hefur heldur betur verið í fréttunum að undanförnu. Hann var valinn maður ársins hjá Markaðinum, viðskipta- blaði Fréttablaðsins, enda hefur gengi FL Group verið frábært á þessu ári sem nú er að líða. Hannes ætlar að fagna góðu ári með því að bjóða til galaveislu á Hótel Búðum um ára- mótin ásamt eiginkonu sinni Unni Sigurðardóttur. SPORNING vikunnar HundaffGiUerí Smáhundaræktun Hundaræktin að Dalsmynni óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir viöskiptin á árinu sem er aö líöa megi guð og gæfan íylgja ykkur. Vió ræktum: Papillon, Chihuahua, Pomeranian, Japanese Chin, Pug, French bulldog, Cavalier King Charles, Spaniel, Miniature Pinscher, Miniature Púðli, Pekingese. Silky Terrier Dalsmynni +116 Fteykjavík, Sími:566-8417 Fax:5668457 hundagalleri@simnet.is, www.dalsmynni.is áfc;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.