Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Side 16
I 16 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 Fréttir DV Höfuðborg landsins stækkar hratt og nýjar byggingar spretta upp eins og gorkúlur í nýjum sem rótgrónum hverfum. Skipulagsráð borgarinnar er með til samþykktar hærri byggingar en tiðkast hefur að byggja og brátt munu nýir turnar gnæfa yfir borg og bæ. Hvort leyfa eigi nitján hæða byggingu á Höfðatorgi gegnt Höfða er umdeilt og á fundi skipulagsráðs í síðustu viku var ákveðið að fresta ákvörðun um það hvort leyfa ætti breytingar á deiliskipulagi þar sem núverandi meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur styður að breyta sextán hæða byggingu í nitján hæðir. Þétting byggðar og háhýsi eru það sem borgarbúar eiga von á á komandi árum. Háhýsi Reykjavíkur eru þó engir skýjakljúf- ar miðað við það sem tíðkast í erlendum stórborgum og líklega er það óumflýjanleg staðreynd að byggðin í miðbæ Reykjavikur muni hækka i þessari kornungu borg sem vex nú hraðar en nokkru sinni fyrr. HÆSTU BYGGINGAR BORGARINNAR Árskógar 6 og 8 eru áttunda og " níunda hæsta byggingin Blokkirnar eru 37,8 og 37,5 metrar á hæð og 183,5 metra hæð yfir sjávarmáli. Sólheimar 23 er fimmta hæsta bygging borgarinnar Blokkin er 40,5 metrar á hæð og er i 77,7 metra hæð yfir sjávarmáli. wSementsturninn að Sævarhöfða 31 er sjötta hæsta bygging Reykjavíkur Turninn er 38,8 metrar á hæð og í 43,8 metra hæð yfir sjávarmáii. Fjöltækniskólinn á Háteigsvegi er sjöunda hæsta byggingin Turninn er 38,7 metrar og er f 80,5 metra hæð yfír sjávarmáli. " Sólheimar 25 er tfunda hæsta ' bygging borgarinnar Blokkin er37,3 metrar og! 76,1 metra hæð yfir sjávarmáli. Turninn á Borgarspítalanum I Fossvogi er næsthæsta bygging borgarinnar Turninn er 50,5 metrar en ef tekið ermið afhæðyfirsjávarmáii nærhann 84 metra hæð. Turn Kornax að Korngörðum 10 er fjórða hæsta mannvirki borgarinnar Turninn er 45,7 metrar á hæð og bara I þriggja metra hæð yfír sjávarmáli þannig að hann virðist ekki svo hár. Kringlan 7 er þriðja hæsta bygging borgarinnar Byggingin er 49,5 metrar á hæð en stendur í 35 metra hæð yfír sjávarmáli þannig að toppur hennar er 184,5 metra hæð yfir sjávarmáli. > Hallgrímskirkjuturn er hæsta | bygging Reykjavíkur Efmiðað er viö hæsta punkt byggingarinnar sem er efst j á krossinum er turninn 78,8 metrar á hæðog i 116,8 metrahæðyfir I sjávarmáii. 19 hæða blokk á Höfðatorgi Efskipulagsráð samþykkir bygginguna verðurhún næsthæsta bygging borgarinnar á eftir Hallgrlmskirkju- turni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.