Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1958, Page 3

Freyr - 01.03.1958, Page 3
LIV. ARGANGUR NR. 6 REYKJAVIK, MARZ 1958. Fjórðungsmót Landssambands Hestamannafélaga í Egilsstaðaskógi Undanfarin ár hefur Landssamband Hesta- mannafélaga gengizt fyrir því, að halda fjórðungsmót á hverju ári. Er til þess ætlast, að þau fari fram í öllum landsfjórðungum til skiptis. Síðast liðið sumar var fjórðungs- mótið haldið í Austfirðingafjórðungi. Hestamannafélagið „Freyfaxi“ á Fljóts- dalshéraði sá um undirbúning og fram- kvæmd mótsins ásamt Búnaðarsambandi Austurlands, en samkvæmt ákvæðum bú- fjárræktarlaga er heimiit að sameina sýn- ingu á kynbótahrossum á fjórðungsmótum, enda sjái viðkomandi Búnaðarsamband um allan undirbúning er þeirri sýningu við- kemur. Var svo gert í þetta sinn. Mótið var haldið í Egilsstaðaskógi, laug- ardaginn og sunnudaginn 20. og 21. júlí. Báða dagana var veður einmuna gott, logn og sólskin og skilyrði öll hin beztu til þess að mótið yrði vel sótt. Þetta var í fyrsta skipti, sem slíkt fjórðungsmót hefur verið haldið i þessum fjórðungi. Mótið var allvel sótt og komu menn lengst að með hesta úr Hornafirði og Eyjafirði. Eyfirðingar komu með stóran hóp hesta eða um 80. Með komu sinni settu þeir svip á mótið og gerðu það enn skemmtilegra. í hrossahóp þeirra var margt góðra gæðinga, sem hestamenn fýsti að eignast, enda varð úr hjá þeim nokkur hrossasala. Margt manna var á mótinu bæði úr fjórð ungnum og öðrum landshlutum. Eins og fyrr er sagt stóð mótið yfir í tvo daga. Fyrri daginn störfuðu dómnefndir við sýningu kynbótahrossa og góðhesta. Luku dóm- nefndirnar störfum fyrir hádegi á sunnu- dag. Dómnefnd góðhesta skipuðu eftirtaldir menn: Björn Gunnlaugsson, Reykjavík, Bogi Eggertsson, Reykjavík og Þorsteinn Jónsson, kaupfélagsstjóri, Reýðarfirði. Dómnefnd kynbótahrossa: Gunnar Bjarnason, hrossaræktarráðu- nautur oddamaður dómnefndar, ráðunaut- arnir Páll Sigurbjörnsson og Leifur Kr. Jó-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.