Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1958, Síða 7

Freyr - 01.03.1958, Síða 7
FREYR 91 ekki svo hefur hann sínar aðferðir til að setja allt á sinn stað. Kýr, sem eitt sinn hefur haft leghverfingu, er alltaf hætt í annað. sinn. í þriðja lagi eru fastar hildir. Hildirnar eru jafnan fastar á fjölgreindum æðaflétt- um þar sem næringin hefur borizt frá blóði móðurinnar til fóstursins. Við burðinn slitnar naflastrengurinn, og eflaust skeður það á ákveðinni stund þegar blóðþrýsting- urinn er þannig, að hildirnar losna auðveld- lega frá greindum æðafléttum. Það er að minnsta kosti víst, að mest er hætta á föst- um hildum þegar fæðingin gengur mjög ört. Þegar á allt er litið má fullyrða, að því betur fer allt í sambandi við burðinn sem frávik frá náttúrulegri rás viðburðanna eru minni. Að sjálfsögðu ber að hindra að fæð- ingin standi of lengi. Gangi allt óeðlilega seint er hætta á að kálfurinn deyi inni í kúnni, en hvenær, verður aldrei sagt með vissu. Reynslan kennir mönnum að ætla hvenær sú hætta vofir yfir. Vitjun dýralæknis. Þeir, sem hafa ekki reynslu, en sjá að ekki er allt eins og vera ber, skulu ná til dýralæknis og leita hans ráða eða fá hann til hjálpar, heldur en að prófa það, sem kann að hafa alvarlegar afleiðingar. Ann- ars er engin ástæða til að standa ráðalaus og bíða tímum saman eftir dýralækni. Það er nóg að gera. í fyrsta lagi þarf að hita vatn. Þrjár eða fjórar fötur af heitu vatni er ekki of mikið til allra þarfa. Handklæði og sápu, og laust borð, sem hægt er að leggja áhöld á, er sjálfsagt að hafa tilbúið í fjósinu. Það er allt önnur aðstaða fyrir dýralækninn að vinna ef allt er undirbúið en sé allt hið frumstæðasta. Rúmt þarf að vera umhverfis sjúklinginn. Flytja skal kýrnar til beggja hliða og leggja hey í bás- ana þar sem allar athafnir fara fram. Sjálf- sagt er að hafa hey í pokum til þess að færa undir kúna um leið og hún leggst. Og svo er það lýsingin. Flytjanlegur lampi er nauðsynlegur, dýralæknirinn þarf að geta fengið ljós eins og við á til þess að rækja starfið eftir þörfum. Einnig þarf Aðfarir eins og efri myndin sýnir eru til ills eins. Með ró og jafnaðargeði bíða þau á neðri mynd — bað er rétt. annan útbúnað svo sem kaðla og annað til þess að lyfta kúnni, — að ógleymdum sterk- um hjálparmönnum. Sitt af hverju þarf að gera til þess að allur undirbúningur sé í lagi þegar dýra- læknirinn kemur. Á því veltur mjög, ef líf kálfsins og kýrinnar er í veði, að dýralækn- irinn geti tekið til starfa á réttum tíma, því að oft eru það mínútur eða sekúndur, sem ráða úrslitum í því efni. Þegar kýrnar eru í fjósi um burðinn er vandinn allur meiri og undirbúningur erf- iðari en að sumrinu þegar hægt er að vera úti, en það er nú svo, að flestar kýr bera í fjósi. En hvort sem þær eru úti eða inni er aðgæzlu alltaf þörf. Sá sem ekki er örugg- ur verður að leita aðstoðar annarra. (Husmandshj emmet).

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.