Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1958, Side 15

Freyr - 01.03.1958, Side 15
FREYR 99 I hreyfli með gallað kveikju- kerfi er einnig mjög hætt við að smurolían þynnist út af eldsneyti. Gallað kveikju- kerfi getur því verið óbein orsök til mikils slits á hreyflinum. Hafið því nánar gætur á því, að kveikjukerf- ið sé í lagi. Þetta á við hvort heldur hreyfillinn er búinn rafgeymiskveikju eða segul- kveikju. Dísil- og tvígengis- hreyflar hafa aftur á móti ekki rafkveikikerfi. í dísil- vélum kviknar í eldsneytinu þegar því er dælt inn í loft, sem er heitt af mikilli sam- þjöppun. í tvígengishreyflum eru vissir hlutar brunahols- ins látnir hitna svo mikið, Kveikjukerti, ásamt háspennukefli að þeir kveiki í eldsneytinu, þegar því er spýtt inn. Aðgætið segulinn reglulega, Hreyflar með segulkveikju (magnetukveikju) þurfa ekki rafgeymi til þess að fá kveikjustraum. Háspennustraumurinn myndast í segulnum, ,,magnetunni“ og greinist með straumskiptinum eftir raftaugum til kert- anna. Til þess að fá nógu öflugan neista, verða „platínur“ (rofakörtur) magnetunnar að vera í góðu lagi og straumrofið verður að ganga með eldingarhraða. Athugið því bilið milli platínanna á 200—300 vinnustunda fresti og smyrjið knastinn (rofakambinn) varlega með feiti. Ef platínurnar (rofa- körturnar) eru brenndar, þá sverfið þær varlega með platínuþjöl, eða skiptið um og látið nýjar í staðinn og stillið bilið. Hreinsið um leið straum- skiptinn. Notið ekki sandpappír, ef óhreinindi eru á snertiflötunum, heldur bómullardúk vættan í benzíni eða tetraklórídi. Ef magnetan er með smurholu fyrir legusmurningu utan frá, eru þær smurðar með nokkr- um dropum af þunnri vélarolíu 60. hverja vinnustund. Gætið þess, að leiðslur séu heilar og vel einangraðar og einnig, að þeim sé vel stungið niður í kveikjulokið. Takið magnetuna úr einu sinni á ári og látið iðnlærð- an mann athuga hana og stilla. Hreyfið sjálfir ekki annað í „magnetunni" en rofakörtur og straumskipti. Smyrjið hraðkveikjulás magnetunnar vikulega. Flestar magnetur eru nú búnar hraðkveikjulás. Hlutverk hans er að stöðva segulbrúna (magnetuakkerið) rétt á undan neistamynduninni, þegar vélin snýst hægt, t. d. þegar verið er að ræsa hana — og láta síðan brúna snúast á næsta augabragði, þegar neistinn myndast.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.