Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1958, Blaðsíða 20

Freyr - 01.03.1958, Blaðsíða 20
104 FREYR Húsmæðraþáttur Verðandi húsmóðir Er það heimilið eða skólinn — eða hvort- tveggja, sem menntar einstaklinginn, og býr ungu stúlkuna undir hlutverk hennar sem góðrar húsmóður? Við skulum heyra hvar unga stúlkan, er um getur á eftirfarandi frásögn, öðlaðist kunnáttu sína og leikni. Grein sú, sem hér er endursögð, birtist í vikublaðinu „Landet“ í vetur. Inga er tæplega 17 ára. Hún er vinnu- stúlka á stóru heimili og vinnur að öllum almennum heimilisstörfum. Hún er að smyrja veizlumat, brauðsneið með eggjum, styrjuhrognum og sítrónu, aðra með rækj- um og mayonese, hina þriðju með lifrar- kæfu og ætisveppum, og svo eru smáréttir, krabbar með hrísgrjónum, aspargus með smjöri og svo aðalrétturinn, steiktar dúfur, margs konar salöt, franskar kartöflur og ís með jarðaberjum. Allt þetta býr Inga til og framreiðir á viðeigandi hátt, í hörpudisk- um, á venjulegum diskum eða í skálum. Já, hún kann það þó að hún sé ekki orðin 17 ára, en hún hefur líka tekið þátt í ung- mennafélagsskapnum 4—H frá því hún var 9 ára og þeim námskeiðum, sem sá félags- skapur hefur haldið og ungar stúlkur tekið þátt í. En mest hefur hún lært hjá móður sinni, bóndakonu á góðu sveitaheimili. Ýmiss heimilisstörf eru henni orðin full- komin íþrótt. í samkeppni fyrir ungar stúlkur 14—17 ára vann hún með yfirburð- um fyrir nokkru, en þar var keppt um: 1) að baka tebollur 2) Að umpotta plöntur 3) Að stoppa í sokka. 4) Ritgerð um ákveðið húsmóðurhlut- verk. Inga hafði ekki gert ráð fyrir að verða hlutskörpust í heilum landshluta en játaði að fengnum verðlaunum, að hún væri því vön heima að þurfa að hafa hraðan á í daglegu starfi og þar væri leiknin fengin. En Inga kann fleira sögðu félagar henn- ar, sem höfðu verið þátttakendur í ung- mennastörfunum um áraraðir ásamt henni. Já, víst kann hún fleira. Það fékkst stað- fest við að heimsækja hana, þar sem hún er nú vinnustúlka á höfðingjaheimili, þar sem veizlur eru oft og mörgu að sinna. Inga er að starfi í stóru og björtu eldhúsi búnu nýtízku hjálpartækjum. — Mér þykir sveitin skemmtilegust, en ég vildi nú prófa að vinna á embættismanna- heimili, læra að búa til fínan mat og fleira, segir Inga. í sveitinni þarf maður alltaf að flýta sér og sjaldan er tími til að prófa hitt og þetta; og þess vegna er gott að kynnast starfinu við önnur skilyrði. En skemmtilegast finnst mér í sveitinni hjá kúm og hestum — ég hef stundað hestamennsku, meira að segja unnið verðlaun fyrir reiðmennsku. Það gerði ég þegar ég var 10 ára. — Og hvaða áhugamál fleiri? —- Ég byrjaði með 4—H félögunum þegar ég var 9 ára. Ég hirti kálf og garð. Á hverju ári var ég með í samkeppninni á Bellahöj- sýningunni með kálfinn minn, á árunum 1951—1953, og fékk fyrstu verðlaun árið 1952. Svo var ég í stjórn 4—H ungmenna- félagsins heima í sókninni og um leið í amtssamtökum unglinganna. — Og fleira? — Já, í fimleikaflokki — róðrarfélagi —- maður hefur bara gott af því að hreyfa sig mátulega mikið og . . . — ★ — Víst er það sitt af hverju, sem Inga hefur prófað og — og að sögn annarra — alls- staðar staðið í fremstu röð hvað ástundun og árangur snertir. Hún segist þurfa að fara á fætur og byrja daginn klukkan 6,30. Það er mikið að gera á stóru heimili, hreingerningar í stofum, skrifstofu, gestaherbergjum, baðherbergj- um, og þetta allt á þremur hæðum hússins. J

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.