Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1959, Blaðsíða 10

Freyr - 01.04.1959, Blaðsíða 10
Sigurður Benediktsson, framkvœmda- stjóri Osta- og smjörsölunnar. V________________________________________J aöstoð við að setja á stofn gæðamat, og verður nú öll framleiðsla mjólkursamlag- anna sett hér eftir undir mat sérfræðinga. Fyrir áramótin komu hingað tveir norskir sérfræðingar, þeir Gunnar Aas, sem er yfir- maður alls mats á mjólkurafurðum í Nor- egi, og Jakob Vikse, mjólkurfræðingur, sem verður fyrirtækinu til ráðuneytis um nokk- urra mánaða skeið. Jakob Vikse mun einnig ferðast milli hinna einstöku mjólkursam- laga og veita þeim leiðbeiningar og fræðslu um framleiðsluhætti og meðferð mjólkur- innar. Með Jakob Vikse vinnur íslenzkur mjólkurfræðingur, Árni Waag, sem mun síðar taka við stjórn matsins. Eftir fyrirmynd frá nágrannaþjóðunum hefur verið ákveðið, að hér eftir verði öllu smjöri pakkað í sams konar umbúðir. Eru umbúðir þessar með nafni Osta- og smjör- sölunnar. — Úrvalssmjör verður sett í um- búðir með áletruninni Gœða-Smjör. Þetta þýðir, að mat hefur farið fram og varan hefur flokkazt í úrval. Sú vara, sem ekki nær þeim gæðum, sem krafizt verður um úrval, fer í II. flokk. Það smjör verður sett í sérstakar umbúðir, sem bera greinilega með sér, að um II. flokk sé að ræða. Verð á II. flokki verður hið sama og á bögglasmjöri. Ostur verður einnig metinn og með því móti lögð áherzla á, að ekki komist slæm vara á markaðinn. Matsstörfin miðast aðeins við það eitt, að gerð verði alvarleg tilraun til að koma á vörugæðum. Framleiðandinn fær meira öryggi um afkomu sína og neytandinn verð- ur að geta treyst því, að hann fái góða og gallalausa vöru. Ávinningurinn við flokkun vörunnar verður m. a. sá, að nú þurfa verzlanir ekki að liggja með smjör i margs konar umbúð- um, heldur aðeins einum, sem innihalda metna vöru. Það hefur verið til hins mesta óhagræðis fyrir verzlanir aö þurfa að hafa mörg vörumerki, sem að sjálfsögðu hafa oftsinnis verið háð duttlungum kaupenda, en ekki vitneskju um gæði vörunnar. Smjör er slík „standard“ vara, að gagnvart neyt- endum hlýtur það að skipta öllu máli, að þeir geti treyst því að fá fyrsta flokks vöru. — Ef varan er fyrsta flokks, er óþarfi og aðeins kostnaðarauki að hafa hana í mis- munandi umbúðum. Sú leið, sem Osta- og smjörsalan er að fara hér, er hin sama og hefur verið farin erlendis, þar sem lengst hefur verið komizt í öryggi um vöruvöndun og meðferð allri og má í því sambandi nefna Svíþjóð og Noreg, þar sem öllu smjöri er pakkað undir eitt aðalmerki. Hér er ábyggilega um að ræða hagkvæmari leið en áður fyrir alla aðila og því hefur hún verið ákveðin. Stórbót verður að þvi nú fyrir mjólkur- samlögin að geta sent framleiðsluna á einn stað í góð og til þess gerð húsakynni, sem uppfylia fyllstu kröfur um hreinlæti fyrir viðkvæma vöru. ----o----- Einn höfuðtilgangur með stofnun þessa fyrirtækis verður sá, að veita góða þjón- ustu til beggja handa og við batnandi að- stæður, t. d. í bílakosti, standa vonir til að svo verði innan skamms. Jafnframt er þess vænzt, að meö ýmis konar samræmingu megi koma því til leiðar, að dreifingar- kostnaður á vörunni lækki frá því sem veriö hefur. Er hér um að ræða veigamikið atriði í þeirri viðleitni að veita framleiðendum betri afkomu og meiri hagsæld. Hin ýmsu mjólkursamlög munu selja sín- ar vörur sjálf á tilteknu heimasvæði, þ. e. a. s. í nærliggjandi byggðum viðkomandi samlags. Allt, sem þar verður fram yfir, sér Osta- og Smjörsalan um sölu á. Eins og áður segir, verður starfsemin til húsa að Snorrabraut 54. Hafa farið fram gagngerðar endurbætur á því húsi, m. a. verið komið upp nýju kælikerfi og er aö-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.