Freyr - 01.04.1959, Blaðsíða 12
106
FREYR
bóndans og búskaparins byggist á — sem
ræktanda jarðar og búfjár og nytjanda
hvorutveggja.
Um síðastliSin — segjum 20 ár —
hafa viðhorf öll og nýir starfshættir mynd-
azt og mótazt hraðstígari en nokkru sinni
fyrr. í því efni á kjarnorkueðlisfræðin ekki
óverulegan þátt — þótt enn megi segja að
nokkuð sé á huldu hversu umfangsmiklum
byltingum hún kann að valda innan hins
elzta atvinnuvegar allra þjóða — landbún-
aðarins.
Að hugur hinnar yngri kynslóðar hneig-
ist í þá átt að sinna tæknilegum viðfangs-
efnum, sem kjarnorkuöldin býður, er ekki
óeðlilegt. Á þeim mun framtíðin byggja
traust sitt og tilveru. Landbúnaðurinn, mat-
vælaframleiðslan og matvælanýtingin —
— þar með talin matargerð — á þar starfs-
vettvang sinn breiðan ekki síður en iðnað-
ur og aðrar tæknigreinar.
Allt frá því er Justus von Liebieg tengdi
efriafræði og landbúnað á sama ás, í fram-
þróun almennra ræktunarviðfangsefna,
hefur búskapur og framleiðsla hans í æ
ríkara mæli orðið háð fræðilegum og hag-
nýtum árangri efnafræði og eðlisfræði. Nú
er ekki lengur hægt að viðurkenna ófor-
gengileik um það bil 90 frumefna, sem flest
eða allt í náttúrunni virtist lúta allt fram
um 1940. Nú er öldin önnur. Nú er einu
frumefni breytt í annað — það sem áður
var talið ómögulegt reynist nú tiltölulega
auðvelt. Frumefni klofna og klofningarnir
hafa ólíkar verkanir. Þau má sameina aft-
ur, þung frumefni má gera að léttum og
öfugt — aðeins er um að ræða að leysa eða
binda orku um leið og breytingarnar fara
fram. Hér standa menn á þröskuldi að nýrri
tilveru — nýjum heimi ef vill — svo á sviði
landbúnaðarins sem á vettvangi annarra
greina.
Það eru ekki nema svo sem 15—20 ár
síðan efnafræðin kenndi, að fosfór væri
óumbreytanlegt frumefni, með frumeinda-
þunga 31 og áburðarfræðin taldi hannnauð-
synlegt næringarefni handa öllum jurta-
gróðri. Næringarefnafræðingarnir og líf -
eðlisfræðingarnir tjáðu hið sama. Frumefn-
ið fosfór er nauðsynlegt til þess að mynda
bein og blóð og aðra vefi í líkömum lífver-
anna, allt til þeirra æðstu, og þar á meðal
er frumefni þetta í ákveðnum samböndum
eitt hið mikilvægasta í hinum þýðingar-
mestu líffærum svo sem heila og tauga-
kerfi spendýranna, og óforgengileik þessa
efnis er það að þakka m. a. að jafnvægi er
í lífærastarfseminni. En svo var byrjað á
því að rifta kenningunni um óforgengileik-
ann. Mönnum tókst að framleiða fosfór með
frumeindaþunga 32 við hlið þess, sem áður
þekktist, og þessi síðarnefndi hafði þau sér-
kenni, að reynast geislavirkur. Það var þó
nokkuð nýtt. Síðan hefur löng röð geisla-
virkra efna verið framleidd — þ. e. a. s. að
frumefnin eru klofin og til verða hinir svo-
nefndu geislavirku ísótópar.
Með umræddri framleiðslu geislavirks
fosfórs með frumeindaþunga 32, var fyrst
opnuð leið til þess að finna brautir þær og
leiðir, sem fosfór —- eða réttara fosföt, þ.
e. sölt eða sambönd með fosfór — ferðast
um í vefjum og líkamshlutum jurta og dýra,
svo og magn hans og ástand bæði þar og í
jarðvegi. Þessi fosfór er — við skulum segja
merktur — og því auðþekktur frá venju-
legum fosfór og getur því ákvarðast eftir
hlutfallinu milli þessara tveggja á hverjum
stað. ----x-----
Ýmsir munu minnast þess að blöðin not-
uðu stórar fyrirsagnir — og felmtur sló fólk
víða um lönd — í fyrra þegar kjarnorku-
stöðin í Windskale í Englandi hagaði sér
öðru vísi en kjarnorkusérfræðingarnir vildu
vera láta.
Blöðin básúnuðu hættuna sem framund-
an væri — eða gæti verið að minnsta kosti.
Rétt er það og satt, að vísindi nútímans
fjalla um efni, sem vel geta verið hættu-
leg, jafnvel stórhættuleg ef svo ber undir,
en þau geta einnig orðið að ómetanlegu
gagni ef rétt eru notuð. En þetta hefur
alltaf verið svona. Kjarnorkan er bara
langtum mikilvirkara afl en t. d. eiturlyf,
rafmagn eða aðrar orkulindir, sem löngum
hafa verið mynnkyninu til meins eða gagns
eftir því hvernig notaðar hafa verið. Hvað
t. d. um eldinn? Mun nokkur vilja án hans
vera, þó að eldsvoðar og manntjón geti
fylgt honum og hagnýtingu hans?