Freyr - 01.04.1959, Blaðsíða 24
118
FREYR
ljúffeng, og hafa allgott geymsluþol.
Blöðrukál þykir bragðbezta höfuðkálið.
Grænkál.
Góð afbrigði eru Extra lav moskruset og
Odense trov.
Hvítkál.
Afbrigðið Ditmarsker er bezt til neyzlu
síðari hluta sumars. Það er sérlega bráð-
þroska. Til eru ýmsir stofnar. Góður til
heimilisræktunar er Ditmarsker Toftegárd,
sem er fljótvaxnastur af sumarhvítkáli.
Geymsluþol Ditmarskers er lélegt. Við góð-
ar aðstœður má þó varðveita það nær ó-
skemmt til loka nóvembermánaðar. Köben-
havns torv er einnig sumarkál; lí3—14 dög-
um seinvaxnara en Ditmarsker; hættir síð-
ur t.il að rifna. Julikongen er norskt sumar-
kál, er hefur mikið geymsluþol og er rækt-
að sem vetrarkal í N.-Noregi. Sprettur hér
mjög vel og myndar stór höfuð, og gott til
geymslu fram eftir vetri og má mæla sér-
staklega með því. Enkhnizen er haustkál.
Það nær sæmilegum þroska, með góðri for-
ræktun, í veðursælli sveitum landsins. Gott
geymsluþol. Halöygen er nýtt norskt af-
brigði. Ræktað sem geymslukál, og varð-
veitist fram í marz—apríl. Reyndist vel á
s.l. sumri; þá í fyrsta sinn ræktað hér —
N.F. 50 — sumarkál með góðum geymslu-
eiginleikum.
Rauðkál
er vandasamast í ræktun af öllum þeim
káltegundum, er koma hér til greina. Bráð-
þroska rauðkál getur þó náð sæmilegum
þroska á veðursælum stöðum, ef uppeldi
þess hefst snemma. Einasta afbrigði, sem
hægt er að mæla með, heitir Langendijker
sommer — og er hollenzkt. Er það örugg-
ara en Tidlig Dansk, sem margir hafa reynt
hér.
Gulrófa.
Beztu afbrigði eru Kálfafellsrófur og
Ragnarsrófur. Krasnoje Selskoje — s. k.
rússnesk rófa þrífst hér einnig vel. Stendur
þó ofangreindum afbrigðum að baki hvað
gæði snertir.
Gulrót.
Hið fljótvaxna afbrigði Nantes er enn sem
fyrr hið bragðbezta. Fyrir vetrargeymslu er
London torv heppilegra.
Rauðrófa.
Erfitt er að rækta rauðrófur. Þó getur
fengizt dágóð uppskera ef vel árar. Rauð-
rófum má ekki sá fyrr en jarðvegur er orð-
inn vel hlýr. Kuldar og þurrkar á vorin
valda trénun og blómgun. Bezt hefur reynzt
að rækta afbrigðið Egyptisk flandrud. —
Detroit er skemmtilegra að lögun, en krefst
meiri árvekni í ræktun.
Höfuðsalat.
Fjöldi afbrigða er á boðstólnum. Bezt eru
talin Attraktion, Hjartaár og Júlí. — Af
blaðsalati má mæla með afbrigðinu Ame-
rikansk.
Spinat.
Of lítið er ræktað hér af spinati, því það
þrífst prýðilega. Til þess þarf að sá 2—3
yfir sumarið. Séu miklir þurrkar njólar það
fljótlega. Góð afbrigði eru Nobel, Selandia
og Viking.
Sumarhreökur.
Sá þarf hreðkum með stuttu millibili yfir
sumartímann. Góð afbrigði: Halvland, Istap
og Non plus ultra.
Ertur.
í góðum sumrum hefur tekizt að rækta
ertur á skjólgóðu landi. Af ertum eru fleiri
flokkar: Sykurertur eru ljúffengastar, en
jafnframt erfiðastar í ræktun. Snemm-
sprottin afbrigði eru Dvárgsabel og Engelsk
Sabel, er álitlegast að reyna þau. Mergertur
eru miklu harðgerðari en sykurertur. Debut
Heimdal og Kelvedon Wonder eru álitleg-
ustu afbrigðin, öll viðlíka bráðþroska. —
Húðertur: Afbrigðið Alaska þarf einna
stytztan vaxtartíma. Húðertur eru harð-
gerðari en sykurertur.
Næpa.
Mailœnder og Snebold eru beztar sumar-
næpur. Nokkuð seinni er Petrowsky —