Freyr - 01.04.1959, Blaðsíða 25
PRE YR
118
SÆVAR SIGURBJARNARSON:
VEILA, SEM VERÐUR AÐ LAGFÆRA
Um árabil hefur verið hafður sá háttur
á um verðlagningu landbúnaðarvara, að
Þær afurðir, sem talið er að meðalbúið í
landinu gefi, hafa verið verðlagðar það hátt
sem heild, að meðalbóndinn hefur átt að
hafa eftir sambærilegt kaup við aðrar
„vinnandi“ stéttir þjóðfélagsins, þegar hann
er búinn að greiða allan reksturskostnað við
búið. Þetta á verðlagsgrundvöllur landbún-
aðarins að sýna og sanna. Hann á að sýna
sem réttasta mynd af tekjum og gjöldum
bús, sem hefur sama hlutfall milli búgreina,
Þ- e. a. s. framleiðir hlutfallslega jafnmikið
af mjólk, kjöti, garðamat og svo framvegis
og íslenzkir bændur sem heild.
Verðlagsgrundvöllurinn er stöðugt undir
„smásjá“ bæði neytenda og framleiðenda,
og hefur jafnan staðið um hann styrr. Hann
hefur orðið fyrir harðri gagnrýni úr ýms-
um áttum og er það að vonum. Eins og ég
hef áður drepið á og vitað er, er verðlags-
grundvöllurinn byggður upp, sem rekstrar-
reikningur fyrir meðalbúið í landinu, og um
geymsluþol þeirra er lélegt. Mjög góðar
haustnæpur eru Málselonepe og Gul Fin-
landsk, með geymslueiginleika sem gulrófur.
i
Af ýmsum sjaldgæfari matjurtum er af-
brigðafjöldinn takmarkaður og mjög áþekk-
ur hvað vaxtarhraða og afkastagetu snert-
ir, því lítil áherzla hefur verið lögð á að
kynbæta þær. Heppnist ræktun þeirra hér,
skiptir sjaldan miklu hvaða afbrigði valin
eru, ef slíkir möguleikar koma þá til greina
í fræverzlunum.
Fyllri upplýsinga um majurtir má finna
í Matjurtabók Garðyrkjufélags íslands, er
kom út á s.l. vori.
5. marz 1959.
Ó. V. H.
það hefur barátta okkar bændanna. í verð-
lagsmálum fyrst og fremst snúizt, hvort
meðalbóndinn hefur haft sitt.
Nú er það svo, að margar af framleiðslu-
greinum landbúnaðar okkar geta talizt
nokkuð jafn nauðsynlegar og því þyrfti
verðlagsgrundvöllur sá, sem við byggjum á,
að sýna meira en það, að meðal bóndinn
hafi sitt. Hann þyrfti líka að sýna, að helztu
framleiðslugreinar landbúnaðarins fái sitt.
Til dæmis: að meðal kúabóndinn og meðal
sauðfjárbóndinn beri álíka mikið úr býtum.
Auðvitað er það nauðsynlegt og hollt fyr-
ir okkur bændur að líta sem mest á okkur
sem heild, en hitt getur alls ekki verið hollt,
að láta kylfu ráða kasti um það, hvernig
tekjur landbúnaðarins skiptast með okkur.
En við, íslenzkir bændur, eigum okkar
framleiðsluráð. í stuttu máli má segja, að
verkefni þess sé að vaka yfir hagsmunum
okkar sem stéttar, og þess verkefni er líka
að skipta með okkur brauðinu. Svo er til
þess ætlazt, að það reyni að örva þær fram-
leiðslugreinar sem þjóðhagslega séð ættu
helzt að eflast. Framleiðsluráð samanstend-
ur af bændum víðs vegar að af landinu og
ætti því að vera góður samnefnari fyrir
bændur landsins, enda hygg ég að það hafi
notiö trausts okkar bænda og kannski í of
ríkum mæli. Það kemur því miður í ljós,
ef verðlagsgrundvöllurinn er krufinn til
mergjar, að bændum landsins er gert nokk-
uð mishátt undir höfði, þ. e. a. s. mjólkur-
framleiðslubændum er ætlaður betri hlutur
en sauðfjárbændum. Að vísu ber verðlags-
grundvöllurinn það ekki með sér, hvaða
mælikvarði er notaður við að ákveða skipt-
ingu teknanna milli þessara búgreina. Und-
anfarin ár mun þó 25—30 kindum hafa ver-
ið ætlað að skila jafn verðmætum afurðum
og ein kýr. En þetta kemur ekki heim við
reglu þá, sem framleiðsluráð notar við að
gera samanburð á bústærðum í ýmsum