Freyr - 01.04.1959, Blaðsíða 7
á fyrsta lið tillagnanna, en tók vel á 2. og
3. tillögu, enda lýsti hann því yfir í þing-
inu undir umræðum, að hann gæti fallizt
á þær.
Að af loknum viðræðum við forsætisráð-
herra voru tillögurnar sendar til fjárhags-
nefndar neðri deildar. Afdrif tillagnanna
á Alþingi urðu þau, að 1. liður þeirra var
felldur í neðri deild af stjórnarliðinu og Al-
þýðubandalagsmönnum, en hinir llðirnir
báðir samþykktir í aðalatriðum. í efri deild
féll l. liðurinn með jöfnum atkvæðum.
Að sjálfsögðu geta verið skiptar skoðanir
um það, á hvern liðinn átti að leggja mesta
áherzlu og hver liðurinn hefði mesta þýð-
ingu í framtíðinni. Þeir, sem að hafa trú á
því, að aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Al-
þingis séu uphaf að algerri stöðvun verð-
bólgunnar, hljóta að harma það að fyrsti
liðurinn var ekki samþykktur, því í falli
hans er framið ranglæti gegn bændastétt-
inni. En hinir, sem líta svo á, að þetta sé
aðeins látalæti hjá Alþingi og ríkisstjórn,
verðbólgan muni halda innreið sína enn á
ný, þeir eru ánægðir með samþykkt 2. og
3. liðar, því þá skiptir miklu máli, að hafa
fengið þá samþykkta sem lög.
Ég mun þá að síðustu birta hér þaö verð,
sem nú er á landbúnaðarvörum. í fyrsta
lagi hvað framleiðendum er ætlað eftir það
að lækkun sú, sem lögin um niðurfærslu
verðlags og launa hefur verið framkvæmd,
svo og um það, hve miklu niðurgreiðslurnar
nema á hverri tegund landbúnaðarvara og
hvað það verö er, sem neytandinn borgar
fyrir vöruna.
Sú lækkun, sem kom á bændur vegna lag-
anna um niöurgreiðslu verðlags o. fl., var
13 aurar á mjólkurlítra og 86 aurar á kjöt-
kíló. Það verð, sem bændur eiga nú að fá
fyrir mjólkurlítrann, er kr. 3,79, en neyt-
andinn greiðir kr. 2,95. Er það 84 aurum
neðan við framleiðsluverðið. Niðurgreiðsl-
an alls á mjólkurlítra kr. 2,44.
Bændur eiga að fá nú kr. 21,34 fyrir
dilkakjötið, en smásöluverðið er kr. 21,00 á
súpukjöti. Er þá það, sem neytandinn borg-
ar íyrir kíló dilkakjöts kr. 0,34 neðan við
framleiðsluverð og niðurgreiðslan í heild
kr. 11,61 á kíló dilkakjöts.
Sverrir Gíslason.
Þegar síðasta aukning niðurgreiðslnanna
fór fram, 1. marz s.l., gerði framleiðsluráð
eftirfarandi ályktun:
„í tilefni af því að ríkisstjórnin hefur
enn á ný ákveðið auknar niðurgreiðslur á
kjöti og mjölk frá 1. marz n.k. vill fram-
leiðsluráð taka fram, að það telur frá sjón-
armiði framleiðenda mjög varhugavert, hve
langt er gengið í tiltölulega einhliða niður-
greiðslum á landbúnaðarvörum, er orðið
geti landbúnaðinum hættulegt síðar, þegar
að því kemur að dregið yrði úr þeim, að
meira eða minna leyti, og þá torvelda sölu
varanna innanlands.
Einnig bendir framieiðsluráðið á það, að
með niðurgreiðslum, eins og þeim er fyrir
komið, orsaka þær stórfellt misræmi á út-
söluverði hinna ýmsu tegunda landbúnað-
arvara, þ. e. að óniðurgreiddar vörur verða
óeðlilega dýrar s. s. stórgripakjöt, slátur,
svið, egg o. fl. móts við kindakjöt, svo og
ýmsar mjólkurvörur, t. d. ostur, þurrmjólk
o. fl. samanborið við nýmjólk.
Framleiðsluráðið telur sér skylt að taka
þetta fram, og væntir þess jafnframt að
mæta skilningi ríkisstjórnarinnar, ef vanda
ber að höndum með sölu þeirra landbún-
aðarvara, sem ekki eru greiddar niður.
Þá vill framleiðsluráðið benda á það, að
hinar miklu niðurgreiðslur á kjöti og mjólk
valda því, að útsöluverð þeirra vara er kom-
ið niður fyrir framleiðsluverðið (t. d. á
mjólk um 84 aura á lítra) og verða því vör-
ur þessar bændum almennt dýrari til neyzlu
en öðrum landsmönnum, a. m. k. þar til
endurskoðun á verðlagsgrundvellinum hef-
ur farið fram“. Sverrir Gíslason.