Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1959, Blaðsíða 11

Freyr - 01.04.1959, Blaðsíða 11
FRE YR 105 Landbúnaður á kjarnorkutímum Grein þessi er útvarpserindi er flutt var i september 1958. Um undanfarna mánuði og misseri hafa dagblöðin rætt sitt af hverju um hinar mestu nýjungar, sem nú eru uppi varðandi tæknileg atriði, — kjarnorkuna, — sem ýmsir eygja nú líklegasta orkulind framtíð- arinnar, til góðs eða ills, hagnýtta eftir þvi hvað mönnunum þóknast. Um síðastliðna áratugi hafa fleiri og fjöl- breyttari tæknileg hjálparmeðul verið tek- in í þjónustu starfsins og framleiðslunnar, á sviði landbúnaðarins, en menn til skamms tíma hafði órað fyrir. í efnafræði og eðlis- fræði, Jíffræði og lífeðlisfræði, hafa stór- kostlegar nýjungar orðið aflvakar fjöl- breytts framtaks, enda eru þessar greinar frumatriði þau, sem meginþorri hlutverka staðan til starfseminnar hin ákjósanleg- asta. Húsið er tvær hæðir og kjallari, sam- tals ca. 900 fermetrar. Á efri hæð eru skrifstofur. Þar eru einnig frysti- og kælirúm fyrir smjör og fullkom- in aðstaða til smjörpökkunar með nýrri vél af heimsþekktri gerð. Á neðri hæð er móttöku- og afgreiðslu- salur og fer varan þar út og inn. Jafnframt eru þar frysti- og kæliklefar, einn fyrir smjör og annar fyrir ost. í klefum þessum eru geymdar vörur sem fara í hina daglegu sölu. Einnig er á þessari hæð nýtízkuleg sýningarbúð, búin kæliborðum og skápum. í þeirri búð er mönnum gefinn kostur á að velja úr, t. d. öllum þeim ostategundum, sem framleiddar eru í mjólkursamlögunum, og reynt að hafa til ost á ýmsum aldri, svo menn geti valið eftir eigin óskum. í búðinni eru aðeins seldir heilir og hálfir osar og fæst þá afsláttur frá smásöluverði. Það verð er auglýst af Framleiðsluráði landbúnaðar- ins eins og raunar allt verð á mjólkuraf- urðum. Kjallarinn er allur ein ostageymsla. Hann hefur verið settur hillum, sem ostinum er raðað á og stendur hver ostur frí, þannig, að enginn þungi hvílir á honum. Með þessu er komið í veg fyrir að osturinn missi lag eða skemmist í geymslu. Hin fullkomna aðstaða til geymslu og dreifingar mjólkurafurða, sem nú er fyrir hendi að Snorrabraut 54, er stórt framfara- spor. Meðferð viðkvæmrar og verðmikillar vöru er vandasöm. Tilkoma Osta- og smjör- sölunnar í hinum fullkomnu húsakynnum ætti að geta tryggt mikið öryggi í sölu og meðferð mjólkurafurðanna á aðalmarkaðs- svæðinu. Ef þær vonir rætast, sem forráða- menn fyrirtækisins hafa gert sér, ætti þessi starfsemi að geta orðið framleiðendum og neytendum til góðs og ávinnings. Við undirbúning að stofnun þessa fyrir- tækis hafa margir lagt þvi ágætt lið, en fyrst og fremst Jónas Kristjánsson, mjólk- ursamlagsstjóri á Akureyri, sem er einn af brautryðjendum í íslenzkum mjólkuriðnaði, svo og Stefán Björnsson, forstjóri Mjólkur- samsölunnar. Hin langa reynsla, sem þessir menn hafa af framleiðslu- og sölumálum mjólkuriðnaðarins í landinu, hefur komið að góðum notum við stofnun þessa fyrir- tækis. Stjórn Osta- og smjörsölunnar skipa: Erlendur Einarsson, forstjóri, sem er for- maður. Egill Thorarensen, kaupfélagsstjóri, Sel- fossi. Einar Ólafsson, bóndi, Lækjarhvammi. Helgi Pétursson, framkvæmdastjóri, Rvík. Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri, Rvík. Stefán Björnsson, forstjóri, Rvík. Framkvæmdastjóri Osta- og smjörsöl- unnar er Sigurður Benediktsson, sem um mörg ár hefur haft með höndum störf hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.