Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1959, Blaðsíða 16

Freyr - 01.04.1959, Blaðsíða 16
110 FREYR Framleiðsla og verðlagsmál landb únaðarins Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins, flutti fyrir nokkr- um dögum ýtarlegt erindi á Búnaöarþingi um framleiðslu- og verðlagsmál landbúnaðarins. í því rakti hann þróunina í þeim málum síðustu 10—12 árin og kom þar margt fróðlegt fram. Sveinn Trygguason, framkvœmdastjóri Hér verður efni erindisins rakið í aðalatriðum. RæSumaður hóf máls á því, að fram- leiðslu- og verðlagsmálin væru mikilvægur málaflokkur í málefnum bænda, því þótt heyfengur sé mikill og búféð arðsamt, fari þó afrakstur búsins að miklu leyti eftir því, hvernig gangi með sölu afurðanna. Sveinn kvaðst hafa valið sér til umræðu tímabilið frá 1947 til 1957, því að Fram- leiðsluráö landbúnaðarins hefði einmitt tek- ið til starfa árið 1947, og mundi því mönn- um e. t. v. þykja fróðlegt, ao vita nánar um þá þróun, sem hefði orðið á þessu tímabili. sveita og þorpa með innan við 300 íbúa um 4791, eða tæplega 12%. Árið 1947 átti rúmlega þriðji hver íslend- ingur heima í sveitum landsins, en 10 ár- um seinna var fimmtungur þjóðarinnar bú- settur í sveitunum. Heyöflun. Þá drap Sveinn á heyöflunina. Sam- kvæmt búnaöarskýrslum, sagði hann, var heyskapurinn 1947: Taða ...... 1.583 þús. hestburðir Úthey .... 552 þús. hestburðir Mannfjöldi. Þá vék ræðumaður að mannfjölgun og búsetu í landinu. Árið 1947 voru íbúar alls 135.935, þar af í sveitum 41.146, en 1957 var fólksfjöldinn orðinn 166.837, en sveitafólk og íbúar minni kauptúna 36.355. Á þessum 10 árum fjölgaði þjóðinni um 30.902 manns eða 22.7%. Á sama tíma lækkaði íbúatala framsýnustu uggir. Því er ekki furða held- ur eðlilegt, að æskan beini athygli sinni að þessum greinum námsefna og verkefna. Þau eru framtíðarinnar eins og unga fólk- ið. Við, sem höfum lært önnur lögmál, sem talin voru óyggjandi sannindi, hljótum að láta í minni pokann þegar staðreyndirnar tala. G. Alls 2.115 þús. hestburðir Árið 1957 var heyfengurinn: Taða ...... 2.947 þús. hestburðir Úthey .... 385 þús. hestburðir Alls 3.342 þús. hestburðir Heyfengur landsmanna hefur því aukizt á tímabilinu um rúmlega l.,2 millj. hest- burði, eða nær 60%, og raunar allmiklu meira, ef tekið er tillit til fóðurgildis, því að útheyskapurinn hefur dregizt saman á þessum árum, en töðufengur aukizt að sama skapi. Búfjárfjöldinn. Ræðumaður sagði, að árið 1957 hefði tala nautgripa verið 49.036, eða 7.403 fleiri en 1947, og væri það 17,8% fjölgun, sauðfé

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.