Freyr - 01.05.1960, Qupperneq 10
162
FREYR
JÓNAS JÓNSSON kennari:
Val grasa
til beitar og sláttar
Erindi flutt á frœðslukvöldi í Brún
vorið 1959.
Nær allur okkar búskapur byggist á
grasnytjum. Það er því full ástæða til að
gefa grastegundunum gaum, en þær eru
margar og mismunandi að eðli.
Jónas
Jónsson
Hálfgrösin, starirnar, ríkja á raklendinu
í mýrum, flóum og flæðiengj um; eru þau
sum nokkuð kostamikil og geta gefið góða
eftirtekju við æskilegustu aðstæður, en
önnur lélegri.
Á þurrlendinu ráða heilgrösin, eða tún-
grösin, lögum og lofum, og eru því sínu
mikilvægari. Eftir uppruna sínum flokk-
um við heilgrösin stundum í innlend og
erlend túngrös, það er þau, sem vaxa í
gamalgrónum högum og túnum, og svo hin,
sem hafa verið flutt inn og er hey þeirra
oft nefnt sáðgresi.
Enginn sérstakur eðlismunur er þó á
þessum flokkum grastegunda, en allar
geta þær verið mismunandi harðgerðar og
þolnar við hérlendar aðstæður. Má í því
sambandi geta þess, að snarrótarpunturinn,
þessi seigasta og harðasta af öllum okkar
arastegundum, er talin innflutt með byggð-
inni í landið, og er hún ekki búin að
ieggja bað undir sig að fullu. Enn er hún
að nema land á Vestfjörðum. Það, sem
meira máli skiptir, er hvaðan tegundirnar
koma. að upprunastaðurinn sé sem líkast-
í'r að veðurfari því sem hér er.
t ^orður-Noregi sýndu tilraunir með
■.-nT'irfoxgras, að það reyndist þeim mun
i'fib'r. sem upprunastaður þess var norð-
'roqnri. Nú er það svo, að erfitt hefur ver-
ið að fá fræ af vallarfoxgrac'i frá Noregi.
hvað þá af norður-norskum uppruna, og er
c-'A'fqas't að bví mikill skaði.
Við notum graslendið aðallega á tvenn-
an hátt: Til slœgna og beitar. Það má líka
skipta grösunum í tvo hópa eftir vaxtar-
lagi og fjölgunarmáta í sláttugrös og beit-
argrös.
Sláttugrösin eru strárík, hávaxin og bera
stráin mikinn hluta af blaðamagninu, fá
þeirra hafa skriðula jarðstöngla og þau
mynda fremur gisna rót og þola því illa
beit og hverfa fljótt úr túnum, við hana.
En þau eru að því leyti vel fallin til sláttar,
að blaðamagnið teygist hátt og er ekki þétt
niður við rótina; þau slást því vel.
í þessum flokki eru tvö grös, sem skara
fram úr, það eru vallarfoxgrasið og háliða-
grasið. Það fyrrnefnda þykir lostætara og
getur gefið enn meiri uppskeru en hið
síðarnefnda, sem er aftur á móti harð-
gerðara og helzt því yfirleitt lengur í
sléttum.
Háliðagrasið á bezt við á mýrarjörð og
vegna þess hve harðgert það er, hefur mjög
verið ráðlagt að nota það í hinum harðbýlli
héruðum. En þar, sem veðursælla er, ætti
vallarfoxgrasið tvímælalaust að vera aðal-
grasið í túnum. En það þolir illa beit og
allra sízt vetrarbeit hrossa.
Beitargrösin einkennast af því, að þeim
fjölgar með skriðulum jarðstönglum og
hafa þétta rót, blöðin eru rótstæð og lítið
um strá, þegar einn sproti af þeim er bit-
inn koma tveir í staðinn. Þessi grös þola
mjög vel beit, þau verða þeim mun ríkari
í graslendinu, sem meira er beitt á það. En