Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1960, Side 12

Freyr - 01.05.1960, Side 12
164 FRE YR EYSTEINN G. GÍSLASON: Nokkur orð um nýrækt Þegar norrænir menn komu fyrst til ís- lands er sagt að einn þeirra hafi borið landinu þannig söguna: „að þar drypi smjör af hverju strái.“ • Hvort hann hefur þannig mælt í aug- iýsingaskyni eða af sannfæringu sinni skal hér ekki dæmt um, en ef litið er á búnað- arsögu okkar síðan, getur manni fundist, að hér hafi verið býsna spámannlega talað. Grasstráin, sem hinum glöggskyggna gesti komu svo gæfulega fyrir sjónir, hafa sem sé lengst af verið grundvöllur þess að hér hefur verið hægt að stunda landbúnað norður undir heimskautsbaug, við sumar- hita, sem er lægri en svo, að yfirleitt sé talið nægjanlegt til að stunda jarðrækt. Enda hefur löngum um það verið deilt hvort landið sé í raun og veru nýtilegt til landbúnaðar, og eflaust er það á mörkum hins bygghega og óbyggilega heims í þeim skilningi. En grasið hefur verið og er enn forsenda fyrir öllu því smj öri og öðrum búvörum, sem framleiddar hafa verið í landinu. og um leið að miklu leyti fyrir tilveru þjóðarinn- ar. Veit ég ekki hvort nokkur önnur þjóð hefur takmarkað landbúnað sinn við svo einhliða nýtingu jarðargróða, en efast um að svo sé. Fulíyrt er, að íslenzkt gras sé betra og kjarnmeira fóður heldur en það, sem vex á suðlægari slóðum hvað sem uppskeru- magni líður. Náttúruskilyrði landsins hafa ennfremur fyrir löngu sætt það við sín lögmál, sem hins vegar hafa reynzt margri innfluttri jurt ærið ströng og miskunnar- laus, hversu hátt sem hún hefur hreykt sér yfir heimalningana meðan ekki bjátaði á. Tegundir, sem lifað hafa af í landinu af eigin ramleik síðan þær námu hér land einhverntíma í forneskju, verða ekki upp- næmar þegar umhleypingar ganga á út- mánuðum eða vorhret þjarma að nýgræð- ingin þótt suðrænum gesti verði slíkt of- raun. Lengst af hefur búskapur okkar verið hálfgerð eða nær alger hjarðmennska. Ræktun lítil eða engin. Nú breytist hins vegar hjarðmennskan hröðum skrefum í æ meiri ræktunarbúskap. Það þarf þó engum að koma á óvart, þeg- ar tekið er tillit til okkar veðurfars, og þess sem að framan er sagt, þó að jarðrækt- in takmarkist nær eingöngu við grasrækt- hólum, með hagarækt á þornandi mýr- lendi, gáfu svipaðar niðurstöður. Þar hefur einnig verið notaður áburður, og kemur það í ljós, að mjög má flýta fyrir gras- skiptum með hóflegri notkun áburðar; sérstaklega hefur fosfórinn reynst nauð- synlegur. Þar fékkst líka áburðurinn mjög vel borgaður með uppskeruaukanum. Enn má geta þess, að tilraunir, sem gerðar voru á Hjarðarfelli á Snæfellsnesi, bentu alveg í sömu átt. AÖ lokum: Notið landið skipulega til beitar og slátt- ar. Beitið ekki á þá hluta túnsins, vetur og vor, sem þið viljið slá fyrst. Við beitina hverfa fljótsprottnustu og uppskerumestu sláttugrösin. Vallarfoxgras er það grasið, sem getur gefið mesta og bezta uppskeru við slátt, en það þolir alls ekki snögga beit. Gömlu túnin þola beitina vel, og hún er auðveldasta aðferðin til að nýta vel grös þeirra. Á góðri sumarbeit þurfa jafnvel há- mjólka kýr ekki kraftfóður. Athugið vel hvort ekki er hægt að nýta meira þornandi mýrar og flýta fyrir breyt- ingum á graslagi þeirra með hóflegri á- burðanotkun!

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.