Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1960, Blaðsíða 13

Freyr - 01.05.1960, Blaðsíða 13
FREYR 165 ina, og önnur ræktun reynist erfið og mis- brestasöm þegar út af ber með veðurfar eða annað. Það kann aö vera arðvænlegt að rækta hér korn, garðávexti, nytjaskóg o. fl., og sjálfsagt að gera það eftir beztu getu, en fram hjá því verður ekki gengið, að slík ræktun getur tæplega orðið samkeppn- isfær við hliðstæður sínar í öðrum löndum, né grasræktina hér heima fyrir. Bændur hafa sýnt það í verki, að þeir hafa mikla trú á grasræktinni og verið stórvirkir í nýræktarframkvæmdum sínum enda mynd- arlega studdir af ríkinu í því umbótastarfi. Sá stuðningur er viðurkenning þess, að bændurnir séu ekki aðeins að vinna sjálfum sér gagn, heldur einnig komandi kynslóð- um, m. ö. o. verk þeirra séu varanleg umbót á landinu og lífsskilyrðunum í því. Árið 1958 voru teknir út nær 4000 ha. af nýrækt að frádreginni nýrækt á vegum landnáms ríkisins, og áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir yfir 30 millj. kr. Ræktunin eykst ár frá ári með auknum vélakosti og vaxandi stórhug. Slíkt er gleði- legt tímanna tákn, því að við búum í lítt numdu landi. En hitt er líka augljóst, að þegar slíkar stórframkvæmdir eru á döf- inni veltur á miklu, að þær komi að sem fyllstum notum og fé og fyrirhöfn skili þeim arði, sem kostur er á. Tilefni þessara hugleiðinga er spurning- in um það hvort svo muni vera. Getum við litið yfir nýræktir undanfarinna ára og sagt: Sjá, það er harla gott, eða. höfum við kannske ástæðu til að hugsa: Skyldi vera hægt að gera betur? Ég tel mig að vísu ekki hafa tök á að svara þeim spurningum, en vil hér með vísa þeim til góðra manna þeim til umhugs- unar og athugunar. Þó er ekki úr vegi að líta aðeins yfir far- inn veg, og þó að sjóndeildarhringur minn sé ekki nógu víður í þessu efni, geta fleiri komið til og vitnað um, ef annað blasir við frá þeirra sjónarhóli. Framræsla og ræktun. Við skulum hugsa. okkur sem dæmi al- genga mynd af nýræktarframkvæmd: Mýri er tekin til ræktunar í framhaldi af gömlu túni. Hún er þurrkuð með kerfi af vélgröfn- um skurðum. Fyrir þeim framkvæmdum hefur sérfróður maður mælt, en þó að hann sé starfi sínu eins vel vaxinn og kostur er á, þá hefur hann ekki við neinar innlendar tilraunaniðurstöður að styðjazt við ákvörð- un sína á heppilegustu gerð kerfisins á hverjum stað. Ég held nefnilega að engar tilraunir hafi verið gerðar varðandi fram- ræs'u hér á landi, þrátt fyrir árlegar stór- framkvæmdir á því sviði, og er vonandi að hafist verði handa um þær áður en búið er að ræsa fram allt mýrlendi í landinu. Það er áreiðanlega of mikil bjartsýni að treysta í þessu efni á niðurstöður annarra, eða innlenda reynslu án þess að sú reynsla sé prófuð á skipulagðan hátt. Kapp er bezt með forsjá, og því er ekki að leyna, að ekki hefur framræslan alls staðar tekist sem skyldi, og fráleitt að ætla að ekki geti fleiri leiðir komið til greina við gerð framræslukerfanna heldur en sú, sem nú er einkum farin. Ég vil þó taka það fram, að ég er ekki að lýsa neinu vantrausti á ráðunautana, sem fyrir skurðunum mæla. Þeir hafa eflaust allir yfir þeirri þekkingu að ráða, sem kostur er á í þessu efni. Þegar þurrkun er lokið er jarðvinnslan næsta skrefið. Um framkvæmd hennar munu einnig vera til litlar eða engar rann- sóknir eða tilraunaniðurstöður og koma þó ýmsar leiðir til greina í því sambandi, s. s. dýpt piægingar, forræktun o. fl. Óvíða mun líka vera athugað um eðlisástand jarðvegs- ins, t. d. sýrustig, sem víða mun vera óhag- stætt í mýrum og spilla uppskeru, og lítið mun vera um úrbætur í því efni þar sem þeirra kann að vera þörf. Að jarðvinnslu lokinni er síðan borinn áburður í flagið og í það sáð blöndu af innfluttu grasfræi myldað yfir og valtað. Sé þetta gert á hentugum árstíma má búast við uppskeru samsumars sé veðrátta hag- stæð, og verði veturinn á eftir ennfremur hagstæður er líklegt að nýræktin skili mikilli uppskeru af hávöxnu og fallegu grasi árið eftir, fái hún nægan áburð. Það er þó ekki víst að kýrnar vilji éta þessa upp- skeru né heldur að þær verði langlífar ef þær fá ekki annað, en það er önnur saga.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.