Freyr - 01.05.1960, Síða 23
FREYR
175
er enginn hugarburður, en vissulega þess
vert aS taka til rækilegrar athugunar. ís-
lendingar hafa tapað lystinni á feita kjöt-
ið, vegna hinnar miklu notkunar á mjöl-
mat og sykri frá útlandinu og er það raunar
il’.a farið. Varla verður kjötið eins vont ef
fitað er á grasi t. d. hafragrasi og á túnum.
Til þess að hafa fyrsta flokks dilkakjöt,
verðum við að slátra dilkunum, hagagengn-
um, og síga á, eins og nú horfir, með úrval
og góða fóðrun á fénu og fá um leið megnið
af ánum tvílembt. En þá kemur að því
stóra atriði, sem er að bæta hagann með
þurrkun og útgræðslu. Það er leiðin til að
bæta við rúm fyrir fleira fé í högunum.
Skotar hafa löngu útrýmt votlendinu úr
högum sauðfjárins. Það gerðu þeir líka til
að losna við ormaveiki í fénu. Þeir hafa
líka lengi bætt beitilandið með því að
brenna úr því beitilyng, sem sækir í mikinn
vöxt. í brunasárunum láta þeir svo þróast
valllendisgrös. En lyngið sækir jafnan á að
ryðja sér til rúms. Svo er það vandamálið,
að of margt sé í högum, er standi fénu fyr-
ir sæmilegum þrifum. Það verður hver og
einn að segja sér sjálfur. Annars fer þetta
mjög eftir gröðurfari og hve landið er vel
gróið Er það mál vant mikillar athugunar.
Vestan í Vaðlaheiði, á Svalbarðsströnd, á
töluverðu svæði, þar sem land er vel gróið,
er að sumrinu kind við kind. Þarna verða
dilkar sæmi’ega vænir. Vesturhlíð þessi er
gróin vel og sólrík og í skjóli fyrir norðaust-
an áttinni, féð ræktar þarna undir sér land-
ið, í svona þéttsettnum haga. Þetta allt
stuðlar að því, að þarna er lengur nýgræð-
ingur í jörð, en víðar í högum. Þarna eru
ær ágæt'ega fóðraðar og haldið vel við fram
í gróður, sem er alls staðar mikið skilyrði.
Ekki er þó ráðlegt að ala lambærnar af
gróðrinum, en því mun nú óvíða til að
dreifa.
í allri framleiðslu er markmiðið það, að
ná sem mestum arði, með minnkandi til-
kostnaði og ná sem mestum vörugæðum,
margþætt mál. Þar er mikils virði eftirtekt
og þekking fjárræktarmannsins. Til þess
hafa menn, eins og á öðrum sviðum, ólíkt
upplag. Vænleiki og gæði dilkanna fer eft-
ir mörgu, svo sem ætterni, vaxtarlagi, fóðr-
un ánna, gróðurfari hagans, landrými, veð-
urfari sumarsins og hvort mæðurnar eru
mjólkurær eða stritlur. Mjólkurlagni ánna
er ættgengur eiginleiki, er hver fjárræktar-
maður verður að veita athygli í ærhópnum.
Hrúta má ekki velja til lífs undan stritlum
og ekki halda upp á þær sjálfar. í okkar
fé, sem valið er einkum til holda, má ekki
ætlast til að ærnar mjólki eins og geitur.
En þær geta hæglega mjólkað sæmilega, ef
eiginleikinn til þess liggur í fjárættunum og
hlúð er að honum með eftirtekt og úrvali.
Ég hafði lengi þann hátt á, að hafa ærnar
geldar, til frálags heima, er á þeim sá elli-
mörk. Beztu mjó’kurærnar urðu vænstar til
frálags. Þessi eiginleiki kom þá þannig fram.
Það virðist eiga allangt í land að ná þeim
ullargæðum og ullarmagni á féð, sem þörf
er á og hægðarleikur er að sameina við
gott holdafar og gott vaxtarlag. Ullin fer
nokkuð eftir meðferð fjárins, gróðurfari
og veðrum, en þó einkum eftir ætterninu.
Því þarf að vanda vel úrvalið. Þelveggur-
inn þarf að vera sem lengstur og þykkast-
ur, með stutthrokknu togi, en illhærur all-
ar og ótitjur að hverfa. Skinnið þarf að
vera þykkt, rúmmikið, laust á skrokknum
á kindinni og kirtlastarfsemin í húðinni
góð. — Þannig skinnlag er öruggasta af-
urða- og hreystieinkenni fjárins.
Ullin og skinnið á kindinni er vísinda-
grein og svo er um allt, er við kemur fram-
leiðslu afurða sauðfjárins.
Það er gott til að halda við áhuga fjár-
ræktarmanna. Við þurfum ekki að búast
við stökkbreytingu í fjárræktinni. En verk-
efnið er að þróa kosti fjárins svo að þeir
festist og gangi í arf með vaxandi öryggi.
Okkur vantar að þróa meira gæðamat af-
urðanna. Fjárræktarmenn þurfa að vera
vel heima í faginu.
Sauðkindin er nytsemi og prýði þessa
lands og hagnýtir gróður þess á stöðum
þar, sem engin skepna önnur getur það.
Nú er ekki lengur talað um geitfé.
Margt fleira mætti segja í sambandi við
þetta stórmál. En hér verður nú staðar
numið að sinni.
9. marz 1960.
Jón H. Þorbergsson.