Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1960, Blaðsíða 27

Freyr - 01.05.1960, Blaðsíða 27
telur þöri' á til ræktunarframkvæmda, samkv. lögum þesum.“ Um það verður ekki deilt að þetta fram- íag hefur orðið hinn ágætasti aflgjafi í hinu gífurlega átaki í jarðræktarmálum þjóðarinnar. Verður þessi þáttur trauðla fullþakkaður. En það er með vélarnar eins og syndina, að „ein býður annari heim.“ Eins og nú er háttað starfsorku sveitanna verða þær lendur, sem teknar hafa verið til ræktunar, ekki fullnýttar án annars vélakosts, enda hafa bændur vissuiega gengið berserksgang við að vélbúa heimili sín. Enn er vert að benda á atriði, sem ástæða er til að staldra við. Nú er viðskiptum svo háttað, að bóndi, sem ætlar sér að eign- azt dráttarvél, verður að snara út mikl- um, — ef ekki mestum hluta andvirðis hennar um leið og hún er pöntuð. Vél, sem kemur til nota einhvern tíma í sumar, þarf bóndinn að greiða í febrúar. Á and- virði hennar falla því vextir allt að hálfu ári fyrr en hún kemur til nokkurra nota. Sá viðskiptaháttur mun ekki hinn algengi, þegar um þær vörur er að ræða, sem fluttar eru inn frá útlöndum. Þegar þess er gætt að mjög mikill hluti bænda hefur lagt hvern einasta eyri, sem þeim hefur áskotnazt, í eignaauka og lánum í endurbætur á býl- um sínum, — lagt það í byggingar og rækt- un — er auðsætt, að mun þrengra er fyrir ýmissa dyrum en æskilegt væri, þegar til þess skal taka að búa heimilin þeim tækj- um, sem kalla mætti öflunarvélar. En um það ætla ég fáir deili, að það er þjóðar- nauðsyn. ★ Ef litið er á þróun landbúnaðarins síð- asta áratuginn blasir við, að hann hefur tekið þeim risaskrefum, að grunlaust er mér ekki, að allvíða megi leita til að finna hlið- stæðu. Sláturfé hefur fjölgað úr 320 þús- undum í nær 690 þúsundir eða um 115 af hundraði hverju. Mjólk, sem á markað berst, hefur vaxið úr 36 millj. kg í 69,5 milj. eða um 93 af hundraði. Meðan þessi risaskref hafa verið stigin, hefur þeim höndum fækkað drjúgum, sem að þessu vinna. Framleiðslu- aukningin hvílir á því valdi, sem samtíð okkar hefur náð á umhverfinu og því að mjög miklum hluta á vélunum, enda er Hér þarf ríflegt stofnfé nú svo komið að án þeirra er landbúnaður vor óhugsandi ef hann á að standa undir þeim kröfum, sem til hans eru gerðar. Vél- arnar eru húskarlar og griðkonur bónd- ans í dag. En eins og áður er bent til, er dráttar- vélin ein aðeins óréttmæt fjárfesting. Tækjasamstæðan, sem henn þarf að fylgja, gerir hana fyrst að því sem henni er ætlað að vera. Tilfinnanlegast verður þetta fyrir frumbýlinga, — fjárvana unglinga, sem alls verða að afla í öndverðu. Til þess standa litlar vonir, að margt ungmenna hugsi með hlýju til einyrkjabúskapar þar, sem orf og hrífa, hjólbörur og klára, eru helztu tækin til túnræktar og fóðuröflunar. Og mundi ekki mörgum sýnast auðgengara þangað, sem ekki er krafist blýantsvirði í þágu atvinnunnar? Er ekki einmitt í þessum við- horfum fólginn nokkur vísir að hinum margrædda flótta frá framleiðslunni, — flóttanum úr sveitinni? Mér vitanlega á frumbýlingur engar vonir um stofnfjárlán af hendi opinberra aðila nema þá litlu hjálp, sem veðdeildir bank- anna veita. En þær eru þar ekki stórtækar. í lögum um Búnaðarbanka íslands, nr. 115, 1941 segir í 19. gr.: „Hlutverk deildarinnar er: 1. Að veita lán gegn veði í jörðum og hvers konar fasteignum, sem æt'aðar eru til framleiðslu landbúnaðarafurða eða til almenningsnota í sveitum landsins.“ Og í 21. gr. sömu laga segir: „Að jafnaði má ekki lána nema gegn 1. veðrétti og aldrei yfir % virðingar-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.