Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.1961, Qupperneq 12

Freyr - 01.07.1961, Qupperneq 12
210 FRE YR uppeldi þessara nauta svari ekki tilkostn- aði. Tilraunin heldur sínu gildi hver sem fóðurkostnaðurinn er. Það er samanburðurinn á hæfni kynj- anna til kjötsöfnunar, sem máli skiptir og niðurstaða þeirrar rannsóknar hefur talað sínu máli þar um. Hún gefur óyggjandi sönnun fyrir hagfræðilegum ávinningi af því fyrir íslenzkan landbúnað, að komið verði upp í landinu hreinræktuðum nauta- stofni, til framleiðslu y2-blóðs sláturgripa. Nú í dag eru á fóðrum í landinu um 13 þúsund geldneyti. Ef þau hefðu öll verið blendingar, þó ekki væri nema %-blóðs eins og þeir í Laugardælum, og þeim yrði slátr- að með líkum faliþunga, gæfu þau 13 milljóna króna verðauka, umfram það, sem þau gefa sem hrein innlend. Nú má ganga út frá því sem gefnu, að þróunin verður sú, að nautakjötsfram- leiðsla vex í landinu, og vex þá að sama skapi hinn hagfræðilegi hagnaður af hoidanautaræktinni. Holdanaut í Gunnarsholti. Nautastofninn hefur tekið miklum stakkaskiptum frá því Búnaðarþing skoö- aði hann fyrir nokkrum árum. Nú er stofninn yfirleitt failegur og í sýni- legri framför. Margir einstakhngar bera þó af og eru sérstaklega ræktarlegir með sterkari einkennum Galloway-kynsins. Með þessum beztu einstaklingum mundi tiltölulega fljótt vera hægt að koma upp hreinum Galloway-stofni, ef innflutningur fengist á sæði eða nautkálfum af sama kyni. Þessi blendingsstofn í Gunnarsholti er nú eitthvað um tvö hundruð naut. Slátrað var í haust um 40 nautum tvæ- vetrum, meðal fallþungi þeirra var 174 kg, nokkur höfðu þó farið upp í 200 kg. Þetta er nokkru minni meðalvigt en á blendingum í Laugardælum, en þá er þess að geta, að minna hefur verið kostað til þessara gripa, og svo hitt, að í Gunnars- holti er verið að auka og rækta þennan stofn. Þar af leiðir, að haldið er eftir ár- lega til viðauka og viðhalds stofninum beztu gripunum, en öllum þeim lakari farg- að. Þetta hefur mikið lækkandi áhrif á meðalvigt sláturgripanna.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.