Freyr - 01.07.1961, Qupperneq 18
216
FRE YR
kostnaS, og er þá eingöngu átt við blend-
ingana. Þá er eftir að meta það, hvort húð
og slátur gerir meira en að borga slátrun-
ar~ og heildsölukostnað, og mun það verða
matsatriði. Kostnaðarreikningi virðist vera
stillt í hóf. Vinnuliðurinn virðist vera ó-
eðlilega lítill, aðeins kr. 7000,00, og mun
það stafa af því, að vinnu tilraunastj órans
er alveg sieppt, en hann mun hafa fóðrað
kálfana að mestu fyrri veturinn. Þann
vetur kom einnig í ljós, að kynblending-
arnir átú mun meira hey en íslendingarn-
ir, eða sem svarar 50—60 kg. Allir kálf-
arnir fengu hey að vild þann vetur, en átu
sameiginlega síðari veturinn.
Nokkru af gripum var slátrað frá Gunn-
arsholti síðast í september, þá 2 ára og 4
mánaða. Þessir gripir höfðu gengið undir
mæðrum sínum fyrsta sumarið og fram í
nóvember, síðan íóðraðir inni þann vetur
og næsta vetur einnig, en gengu þá út og
inn sem kallað er og voru á jörð eftir því,
sem veður og hagar gáfu tilefni til. Fyrir
slátrun í haust gengu þeir á mjög vel
sprottnu káli (um 7 hektara) fyrir 30—40
gripi, en þeir munu ekki hafa étið það upp
og orðið leifar eftir handa öðrum gripum.
Meðaltalsvigt þessara gripa var 174 kg.
Það er eins, að ef hagfræðilega hliðin á
þessum búskap er athuguð, þá þolir hún
ekki samanburð við aðrar búgreinar t. d.
sauðfé. í Gunnarsholti er stórt fjárbú, og
viðurkenndi sandgræðslustjóri, að sauðfé
gæfi meiri arð. Til þess að fá svona gripi
til slátrunar, sem þessa á Gunnarsholti,
þarf að fóðra 1 kú gelda en með fangi, 1
vetrung á öðru ári og 1 kálf. Handa þess-
um gripum taldi sandgræðslustjóri sig
þurfa 30 hesta af heyi og mundu flestir
telja það knappt sett á annars staðar. Á
þessu heyi ætti við sömu aðstæður að vera
hægt að fóðra 15 ær, ef þessar ær gefa
15—20 kg dilkakjöt hver (sandgræðslu-
stjóri taldi sig geta reiknað með 23 kg), þá
gefa þessar 15 ær 225—300 kg dilkakjöt á
móti 174 kg af holdanautunum. Auk hey-
fóðursins fá gripirnir nokkurn fóðurbæti,
aðallega síld, lítilsháttar mjöl. Þess skal
getið, að ef kjötið er sent á enskan mark-
að nú, er 10% toilur á nautakjöti, en eng-
in á lambakjöti.
Þá er komið að þeim þætti þessa máls,
sem er auðvitað aðalatriðið, hvort hagn-
aðarvon sé fyrir íslenzkan landbúnað að
taka upp þessa búgrein. Það er vægast sagt
mjög vafasamt, að hjarðbúskapur með
holdanaut verði arðvænlegur hér á landi
eða taki sauðfjárbúskap fram. Ekki er þó
ósennilegt, að með aukinni ræktun og vax-
andi heyöflun muni ýmsir bændur telja
sér hagkvæmt að geta — i sambandi við
hin stærri kúabú — haft holdanaut til
kjötframleiðslu, enda er það staðreynd, að
bændur framleiða nokkurt magn af nauta-
kjöti til sö.u á innlendum markaði, senni-
lega 800—900 tonn árlega og að markaður
fyrir þetta kjöt virðist vera nokkur og
jafnvel vaxandi. Þá sézt það af tilraunun-
um í Laugardælum, að tveggja ára gamlir
kynblendingar af Galloway kyni gefa um
45 kg meira kjöt en íslenzkir gripir á sama
aldri. Sennilega er þessi þyngdarauki að
nokkru leyti af því, að þeir taka til sín
meira fóður, og sumarfóðrið er ekki
kostnaðarsamt, ef beitt er á óræktað land.
Það er því ekki ólíklegt, að með blendings-
ræktun, eins og algengast er í Bretlandi,
væri nokkur hagnaðarvon að slíkri fram-
leiðslu hér á landi, jafnframt því, sem það
gerði framleiðsluna fjölbreyttari og auð-
veldaði bændum að stækka búin á þennan
hátt.
Hagkvæmast væri að framkvæma þessa
blendingsræktun með því að hafa hrein-
ræktuð naut á sæðingarstöðvum, sem
bændur geta fengið not af, og kæmu þá
hálfblóðs kynblendingar milli mjólkurkúa
og holdanauta. Slíkir blendingar virtust
vera í yfirgnæfandi meiri hluta á mark-
aðstorginu í Edinborg. Með þessu fyrir-
komulagi ætti að vera auðvelt fyrir bú-
fjárræktarráðunautana að hafa eftirlit
með blönduninni, svo hægt væri að fyrir-
byggja, að holdakynin blönduðust eftir-
litslaust mjólkurkúastofninum, og væru,
áður en varði, búin að stórspilla honum.
Mjólkurhæfni þessara holadkynja er
mjög lítil, svo að þeir fæða vart kálfana í
sumum tilfellum, og er það, ef til vill, bezta