Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1961, Side 21

Freyr - 01.07.1961, Side 21
FRE YR 219 EINAR EIRIKSSON: Skipulag eggjaíramleiðslunnar (Grein þessi er útvarpserindi, sem höfundur flutti í bændavikunni, þann 24. marz 1961). Alifuglarækt á sér ekki langa sögu hér á landi þótt vitað sé um tilveru alifugla í landinu um langan aldur. Lengst af hefur þessi búgrein verið lítils metin og ekki notið þeirrar viðurkenning- ar, sem nauðsynleg er í nútíma búskap, til að halda hlut sínum í faglegum og fé- lagslegum efnum. Margar tilraunir hafa verið gerðar á undanförnum tveimur til þremur áratug- um, er miða skyldu að því að koma þess- um málum nokkuð áleiðis, en segja má að þær hafi allar mistekizt, aðallega vegna sundrungar og skilningsleysis framleið- enda sjálfra og þeirrar staðreyndar, að skipulagning á framleiðslunni er óhugs- andi, ef ekki nýtur lagalegrar verndar á borð við aðrar greinar. Nú, um þessar mundir, virðist hylla und- ir verulegar breytingar og umbætur í ýmsum þeim félags- og skipulagsmálum, sem beint eða óbeint varða þessa búgrein. Hér verður ekki tími til að rekja þessi mál ítarlega, en aðeins drepið á nokkur at- riði. Áður en lengra er haldið, þykir mér rétt að minnast sérlega á giftusamleg afskipti hins opinbera af hænsnaræktinni, en það er reglugerð um ráðstafanir gegn kjúkl- ingasótt, frá 1. janúar 1951. Áhrifa frá þessari reglugerð tók fljót- lega að gæta, í sambandi við uppeldi ung- anna og nú er svo komið, að þessari skæðu pest hefur verið útrýmt að mestu leyti. Við flestar eða allar búgreinar okkar starfa vel menntaðir ráðunautar, sem vinna þýðingarmikil störf í þágu viðkom- andi framleiðenda. Alifuglaræktin hefur aldrei notið þess- arar nauðsynlegu aðstöðu, nema að mjög takmörkuðu leyti, en nú eru horfur á að þessi búgrein njóti einnig slíkra starfs- krafta, og er ástæða til að fagna því. Á Alþingi því, er nú situr, hefur verið til umræðu frumvarp til laga um kornrækt. Frumvarp þetta, ef að lögum verður, gerir ráð fyrir allverulegum stuðningi við þá framleiðslu. Grasmjölsverksmiðja tekur til starfa á næsta sumri, og má því gera ráð fyrir. að íslenzkt grasmjöl verði notað í hænsna- fóðurblöndur innan fárra mánaða. Nú, þessa dagana, standa yfir umræður á Alþingi um frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum nr. 59, 19. júlí 1960, um Framleiðsluráð landbúnaðarins, og er þess efnis, að landbúnaðarráðherra geti heim- ilað Framleiðsluráði að ákveða hverjir megi verzla með egg og gróðurhúsaafurðir í heildsölu. Svo sem kunnugt er, flytjum við nú inn nærri allt kornfóður, sem notað er til hænsnafóðurs, en eggjahvítufóðrið er aft- ur á móti innlend framleiðsla. Þessi innflutningur kostar að sjálfsögðu mikla fjármuni, eða sem nemur milljónum króna. Stundum heyrast um það raddir að eggjaframleiðsla eigi öll að fara fram sem næst hver.jum markaðsstað, svo ekki komi til dýrir flutningar á fóðrinu víðsvegar út. um sveitir landsins. Ekki ætla ég að taka undir við þá, er þessa skoðun hafa, en hitt er gleðileg stað- reynd, að eftir fáa mánuði hefjast flutn- ingar á hænsnafóðri austan úr sveitum til þeirra eggjaframleiðenda, er búsettir eru við aðalsölusvæðin — sem og annarra framleiðenda og á ég bar við grasmjölið frá verksmiðiunni á Hvolsvelli, sem vafalaust verður mikið notað í fóðurblöndur handa alifuglum. Með samþykkt kornræktarfrumvarpsins

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.