Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1961, Page 23

Freyr - 01.07.1961, Page 23
1932 og var félagssvæSið Reykjavík og Hafnarfjörður. Þessi samtök munu hafa starfað þar til um 1940, en á stríðsárunum dofnaði yfir starfseminni, og sex árum síðar, 1946, var Landssamband Eggjaframleiðenda stofnað. Frá árinu 1953 heita þessi samtök Sam- band Eggjaframleiðenda, sem er samvinnu- félag, og félagssvæðið landið allt. í lögum sambandsins segir m. a.: ,.að tilgangur þess sé að koma á samstarfi með- al eggjaframleiðenda og gera alifuglarækt- ina að skiplagsbundinni atvinnugrein". Einnig segir þar, að „hver félagi sé skyldur til að láta félagið annast sölu á allri þeirri fram- leiðslu sinni, sem heyrir undir sölu- kerfi þess á hverjum tíma. — Þó get- ur stjórnin veitt undanþágu, ef sér- staklega stendur á“. Ekki munu hin fyrstu félagssamtök hafa lengi starfað, er sölumálin urðu helzta viðfangseínið, og er svo raunar enn í dag. Um þetta vitna ummæli formanns Eggjasölusamlagsins frá 28. apríl 1935, er hann, samkvæmt því er segir í fundargerð . .. „taldi að ekki myndi þýða að lækka út- söluverð félagsins (þ. e. eggjaverð) vegna þess, að egg sveitamanna myndu þá lækka enn meir“. Þessi ummæli formannsins benda til þess, að eggjaframleiðsla hafi þá þegar ver- ið nokkur orðin í sveitum, fjarri þessum að- almarkaðsstað. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar um hænsnaeign landsmanna frá 1959, — en þær tölur eru fundnar samkvæmt land- búnaðarskýrslu, sem gerð er eftir skatt- framtölum, — eru rúmlega 67% af hænsnastofninum í sýslum landsins, en tæplega 33% í kaupstöðum, — þar af í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði tæp- lega 25% af heildartölunni. Þetta sýnir ljóslega að hænsnarækt er orðin nokkuð almenn búgrein, er krefst heildarskipulags,

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.