Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1961, Page 32

Freyr - 01.07.1961, Page 32
230 FRE YR skjóls fyrir eggin. Framtíð varpsins er und- ir því komin, að sem flestir ungar geti klakist upp. Því fleiri ungar sem komast til þroska, því meiri líkur eru fyrir aukningu í varpinu. Þó að freistingin sé mikil til að fá sem mest af fyrstutekj udún, má aldrei ganga svo nærri hreiðrunum að ungarnir drepist í eggjunum. í þessum efnum þarf hver og einn að læra að rata meðalveginn. Dúnninn er afar verðmæt vara, og verð- ur það sjálfsagt um alla framtíð, því mjög lítið er til af þessari vöru í heiminum. Það ríður því á miklu fyrir varpeigandann að dúnninn nýtist sem bezt, og helzt að hann vaxi ár frá ári. Síðan Baldvin Jóns- son fann upp hinar ágætu dúnhreinsunar- vélar er hreinsunin orðinn leikur einn hjá því sem áður var. Þegar kollan ér farin með ungana er út- leiðsludúnninn eftir — „hroðadúnn- i n n “, ruslmikill oð ótótlegur, og oft blaut- ur. En hversu útlitsljótur sem hann kann að vera er sjálfsagt að hirða hann, og þurrka svo fljótt sem kostur er á. Það er um að gera að hirða hvern hnoðra, sem hægt er. Þetta er dýrmæt vara og kann að verða enn dýrmætari í framtíðinni þeg- ar hreinsun dúnsins og meðferð er komin almennt á það stig, að ekki verði betur gert. Heildsöluverð á æðardún hefur verið kr. 1250 — 1959 og 1450 kr. 1960 — sé dúnninn hreinsaður í dúnhreinsunarstöð. — Þetta gerir kr. 1,25—1,45 grammið. Sé reiknað með 20 gr. úr hreiðri — sem má ef vel fer um dúninn — þá eru það kr. 25.00 —28.00, sem kollan gefur af sér í hreinum dún. Það gefur því auga leið, að varpeig- endum ber að leggja alt kapp á að auka varp sitt sem auðið er. Þess vegna hef ég skrifað þessar línur. Fólk, sem vant er að vinna í æðarvarpi þarf þeirra auðvitað ekki með, en til eru viðvaningar í þessari búgrein og væri þá vel ef þeir gætu haft einhver not af því, sem hér hefur verið sagt. Eggin. Ég gat þess hér að framan, að nauðsyn- legt væri að skyggna eggin um leið og gert er að hreiðrunum. Þetta er gert til þess að fylgjast með búnaði eggjanna, sjá á hvaða stigi útungunar þau eru. Fólk, sem vant er að vinna í varpi, er fljótt að sjá þetta, en viðvaningar eiga erfitt með að átta sig á þessu. Skal þvi farið fáeinum orðum um þetta atriði, ef þau gætu orðið öðrum til einhverrar leiðbeiningar. Þegar egg er skyggnt, er það tekið í hægri hönd, haldið um mjórri enda þess og borið upp að auganu, hinu lokað, Svo er myndað- ur kíkir með lófa vinstri handar og horft í gegnum hann á sverari enda eggsins, sem er látið hallast ofurlítið frá auganu. Sé þetta gert á móti sól, eða i góðri birtu, sézt í gegnum skurnið í hvaða ástandi egg- ið er. í lifandi eggjum er að sjást stropi þegar eggið er fimm til sex daga gamalt. Þá er komið nokkurt borð á sverari enda þess og gulur baugur sést efst í hvítunni. Sé egginu snúið í hendinni sjást einnig rauðar æðar kvíslast um eggið að dökkum bletti, sem liggur í miðju þess, unganum. Eftir því sem unginn stækkar, dökknar eggið, þegar litið er í gegnum það, unz unginn fyllir út í skurnið, en þá líður ekki á löngu að hann brjóti gat á það. Sé eggið kaldegg kemur að vísu borð á það, sem greinilega sést þegar það er skyggnt, en enginn stropi kemur í það, og guli baugurinn, sem áður er nefndur, er enginn. Þessi egg er því sjálfsagt að taka. Séu þau tekin áður en þau fara að skemm- ast eru þau góð til matar. Annars tel ég rangt að taka egg til matar, nema þá eitt- hvað sára lítið og þó aðeins að varpið sé nokkuð stórt. Það er mikið talað um varg- inn í varpinu og það ekki að ástæöulausu en með því að taka lifandi egg er maður- inn að ganga í lið með varginum. Allir geta skilið, að það kemur ekki æðarkolla úr eggi, sem hefur verið etið. Það eru mikil vanhöld á ungunum. Þó þeir komist á sjóinn eru margskonar hættur sem bíða þeirra, ekki sízt af svartbaknum, sem tínir þá upp unnvörpum; það er því áríðandi að sem flestir ungar klekist út til viðhalds stofninum og aukningar varpinu.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.