Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1961, Side 34

Freyr - 01.07.1961, Side 34
232 FRE YR Gísli Vagnsson, bóndi á Mýrum Úr varplandinu á Mýrum í Dýrafirði. ur áhugi er fyrir hendi, en það kostar þrotlausa árvekni og umhyggju að koma því upp og verja það fyrir varginum. En sé hægt að veita því þá vernd, sem nauðsynleg er, á að vera hægt að koma upp æðarvarpi á miklu fleiri stöðum en nú er. Ef til vill verður auðveldasta leiðin til að koma upp æðarvarpi, að ala sjálfur upp ungana, t. d. með því að láta tamdar end- ur unga út æðareggjum og þá á þeim stað, sem varpið verður staðsett. Á staðnum þarf að vera tjörn — búa hana til ef hún er ekki fyrir hendi — þar sem öndin getur synt með ungana. Einnig þarf að sjá ungunum fyrir nógu sjávar- fangi, svo sem: grásleppuhrognum, muld- um hrúðurkarli, fiski o. fl. Allt þetta þarf að vera nýtt þegar unganum er gefið það. Þegar líður fram á haustið er rétt að sleppa þeim á sjóinn og láta þá sjálfa sjá fyrir sér úr því. — Þetta er reynsla eins nágranna míns. Tveimur árum eftir að hann hafði alið upp ungana, urpu þrjár eða fjórar kollur hjá honum; nú eru þar nokkur hundruð hreiður, en erilssamt var hjá honum að vernda þennan litla stofn. Það varð ekki gert með öðru móti en að vaka nótt og dag yfir því. Önnur leið til að koma upp æðarvarpi er að vernda fyrstu kolluna, sem kann að verpa í landareigninni. Þessi aðferð er al- gjörlega háð tilviljun, bæði með að kollan verpi og með staðarval. Takist svo vel til, að hreiðrið sé við sjó, eða vatn ekki langt frá sjó, má segja, að vel hafi tekizt. Ef til- viljunin hefur verið manninum svona hag- stæð kemur til hans kasta að vernda hreiðrið þar til ungarnir eru farnir úr því. Þegar hreiður finnst, er helzta leiðin því til verndar að reisa steina á þrjá vegu, svo sem 10—15 cm út frá körfuni á hvorn veg. Þessir veggir þurfa að taka 20—30 cm upp fyrir körfuna, en gæta þess að þeir séu vel stöðugir. Síðan má setja hellu, sem myndar nokkurskonar þak yfir þessu húsi, en láta hana ekki ná nema lítið eitt fram á körfuna til að byrja með, en smá færa hana næstu daga þar til hún lokar að mestu yfir hreiðurhúsið. Sjálfsagt er að fara mjög varlega í fyrstu meðan kollan er að spekjast, en fáist hún til að setjast á hreiðrið, eftir að veggirnir um það eru

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.