Freyr - 01.07.1961, Page 38
236
FREYR
B12 tilbúiS, af því að í innyflum þeirra er
svo lítið af bakteríum, er búa til nefnd
vítamín. Hænsni, sem aðeins fá fóður úr
jurtaríkinu, verpa eggjum, sem aðeins fá-
ir ungar koma úr (stundum aðeins 15%) og
dauðsföll lifandi unga eru þar að auki mörg.
Sé bætt kjötmjöli eða fiskimjöli í fóðrið
verður útkoman allt önnur. Hið sama er að
segja um svín, þau þurfa nauðsynlega að
fá prótein úr dýraríkinu, kjötmjöl, fiski-
mjöl eða mjólk, eigi þau að vaxa eðlilega. í
dýrapróteini og í jurtaproteini plus B12 er
sá lífsþáttur ofinn, sem skapar öryggi um
eðlilega hagnýtingu próteins. (APF-liður-
inn).
Fyrir allmörgum árum veittu menn því
eftirtekt, að hænsni þrifust vel ef þau fengu
kúamykju að éta. Síðar hafa rannsóknir
leitt í ljós, að í kúavömbum myndast mjög
mikið magn af Bi2, og sumt af því fylgir
mykjunni. Það er þó ekki virkt B12 vítamín,
sem er í mykjunni, það hefur ekki í sér
fólgin eiginleikann til þess að umbreyta
próteini i annað sinn.
Vítamínið B12 fyrirfinnst ekki í jurtaefn-
um, aðeins smá lífverur geta myndað það.
Að það finnst í þangi, vissum sjávarjurt-
um og einstaka jurt, er vex á þurru landi,
er því að þakka að nefndur gróður lifir í
sambýli við sveppa og aðrar smá-lífverur,
sem mynda vítamínið.
í líkama skepna með heitu blóði er jafn-
an nokkurt magn af B12, einkum er mjög
mikið af því í innyflum jórturdýra, þegar
þau hefur ekki skort kobolt eða lifað við
annarlegar kringumstæður. Vömb jórtur-
dýra er sönn vítamínverksmiðja. í gegnum
þarmaveggina sogast það ásamt næringar-
efnunum yfir í blóð, berst með því til hinna
ýmsu líffæra, einkum safnast mikið af þvi
í lifrina og úr henni er það nú stundum
unnið til lyfjagerðar. Annars er það að
finna í mjólk, eggjum, fiskúrgangi, kjöti
og beinamjöli en ekki í jurtaefnum og ekki í
geri eins og önnur B-vítamín. Margar
bakteriutegundir framleiða vítamín þetta.
Skilyrði fyrir því, að jurtaætur fái fullnægt
þörfum fyrir B12 er, að smáverugróðurinn í
meltingarfærunum búi við þau skilyrði, sem
nauðsynleg eru til þess að myndun þess
geti átt sér stað, bæði að hráefnin í það
fyrirfinnist og að heilbrigði skepnanna sé
örugg.
En lífsstarfsemi smáveranna er flóknari
en þegar er greint. Auk þess að mynda víta-
min skapa þær einnig varnarefni, sem
tengjast vakakerfi líkamans. Erlendar til-
raunir með hænsni og svín hafa sýnt, að
íblöndun í fóðrið af varnarefnum (antibio-
tica) hefur eflt hagnýtingarskilyrði þess
og aukið vöxtinn, en árangur þess er ör-
uggastur þegar fóðrið er allt úr jurtarík-
inu. Þegar verulegt magn fóðurs úr dýra-
ríkinu er notað, er viðbót (iblöndun) anti-
biotica árangurslítil eða án þýðingar.
Kjötætur, svo sem hundar og kettir, fá
Bi^-þörfinni fullnægt í fóðri sínu og vaxa
því eðlilega. Fólk, svín og hænsni mynda
naumast eða ekki B12 og verða því að fá
það í fæðunni, þ. e. að segja úr dýraríkinu.
Álitið er, en ekki fullvíst talið, að B12 mynd-
ist í stórþarmi hestsins og að hann fái
þörf sinni fullnægt þannig.
Nú er það vitað, að vissir bakteríustofn-
ar hindra eðlilega vítamínframleiðslu.
Langvinnir kvillar í meltingarvegi geta t. d.
leitt til vítamínskorts, er skapast af hjá-
rænni bakteríustarfsemi og eftirfarandi
vanþrif og veikindi koma þá fram fyrr eða
síðar. Kýr, með langvinna kvilla af þessu
tagi, hefur stundum tekist að lækna með
því að flytja innihald úr vömb heilbrigðr-
ar skepnu í vömb hinnar veiku, sem þannig
fékk nýja þarmflóru og læknaðist. Þarm-