Freyr - 01.02.1962, Page 6
BJARNI ÓLAFSSON:
Hrossanotkun og hrossarækt
í Frey, janúarhefti þ. á. hefur ritstj.,
Gísli Kristj ánsson, boðskap aö flytja um
ný viðhorf á nýju ári. Nýju viðhorfin eru
þessi:
Það á að kippa að sér hendinni um öll
fjárframlög til stuðnings hrossaræktinni
í landinu, en verja því fé, sem viö það
sparast, til leiðbeiningarþjónustu í garð-
yrkju og alifuglarækt.
Til þess að fyrirbyggja misskilning vil ég
strax taka það fram, að ég tel garðyrkju
og alifuglarækt mjög mikilsverðar bú-
greinar, sem vert sé að styðja og efla svo
sem auðið er, en það á bara ekki að
gerast á kostnað hrossaræktarinnar.
Ég get ekki látið hjá líða að taka til
athugunar nokkur atriði í áramótaboð-
skap ritstjórans, en þar segir á einum
stað m. a.:
„Á öðru leiti má benda á, að ein grein
á gömlum og traustum meiði búskapar
okkar sé nú visnandi — raunar ekki frekar
hér á landi en annars staðar — en það
er ræktun og notkun hrossa í þágu bú-
skapar. Það er að verða viðburður í heil-
um landshlutum, ef hestur sést við bú-
störf.“ Síðar segir ennfremur: „Vélarnar
leysa hestinn af hólmi, hvort sem það nú
þykir ljúft eða leitt.“
Veit ritstj. ekki að ókleift er að reka
sauðfjárbúskap hér á landi, á þann hátt
sem nú er gert, án aðstoðar reiðhestsins,
veit hann ekki, að bændur þurfa að eiga
mörg hundruð, jafnvel þúsundir vel þjálf-
aðra reiðhesta til þess að smala afrétta-
löndin, veit hann ekki að á fámennum
heimilum væri bændunum algjörlega of-
vaxið að annast sauðfé í heimahögum
haust og vor án þess að reiðhesturinn
kæmi þar til aðstoðar.
Allt þetta hefði ritstj. átt að hugleiða
betur, áður en hann felldi þann sleggju-
dóm, að hrossarækt í þágu bænda sé að
verða algjört utangáttastarf, er tvímæla-
laust beri að afskrifa sem fyrst.
Vilji ritstj. standa andspænis viðburði,
sem að hans dómi er mjög fágætur, en
þaö er að sjá hesta við bústörf, gæti hann
lagt leið sína á móti fjallsafni, sem væri
á leið til réttar að afstöðnum fyrstu haust-
leitum. í safninu eru þúsundir sauðfjár,
og umhverfis það nokkrir tugir leitar-
manna, flest bændur úr viðkomandi sveit-
um. Leitarmenn eru með tvo hesta hver,
en sumir með þrjá. Hestarnir hafa sýni-
lega grennzt við þrotlaust erfiði en ófull-
komið haglendi síðustu 4 til 10 dagana,
en þrek þeirra og fjör er óbugað. Ritstj.
gæti tekið einhvern bóndann tali, og
spurt, hvort nauðsynlegt geti talizt að
hafa þessar hestskepnur með í förinni. Það
þarf ekki að geta sér til um svar bóndans,
og ég hygg að það yrði borið fram tæpi-
tungulaust.
Ritstj. gæti einnig í vordögum lagt leið
sína i heimafland einhvers fjálrbóndans,
þegar hæst stæði sauðburður, engin til-
viljun væri það þó fyrir augu hans bæri
þar ríðandi mann, bóndann að huga að
lambfé sínu, ef til vill situr hann á fjör-