Freyr - 01.02.1962, Side 20
64
FRE YR
hagað, að vélin sé notuð stutta stund í
einu en kólni siðan á milli, er ástæða til
þess að endurnýja olíuna oftar en ella.
Kælivökvi.
Þegar vélin kólnar myndast dögg á
strokkunum, sem mengar smurolíuna svo
hætta er á, að fram komi sýring á legum,
sveifarvölum og öðrum slitflötum, en af
því leiða vélaskemmdir. Ef þetta endur-
tekur sig mjög oft, er ástæða til örari end-
urnýjunar á smurolíunni. Sé vélin vatns-
kæld, þarf að gæta þess að ætíð sé nægi-
legt kælivatn á henni, því ofhitun getur
valdið tjóni. Gott er að blanda kælivatnið
ryðvarnarefnum, til þess að varna ryð-
myndun á kæliflötunum. Ryðmyndun kem-
ur fram sem skán eða flysjur, sem hrúðr-
ast upp og valda stíflun fyrr eða síðar,
ef ekki er að gætt. Ef vélin er notuð á
þeim tímum árs, sem hætta er á frost-
um, er nauðsynlegt að blanda kælivatnið
frostlegi. Ef notaður er einn hluti af frost-
legi á móti 2 hlutum vatns er vélin ör-
ugg í 18° frosti.
Ef kælivatnið sýður á vélinni ber að
stöðva hana þegar í stað, og bíða þangað
til hún kólnar, en bæta ekki vatni á hana.
Það gæti valdið tjóni að bæta á hana
köldu vatni á meðan hún er enn heit.
Hitamællr segir til um það hvort vélin er
hæfilega heit, eða litað ljós kviknar ef vélin
hitnar melra heldur en eðlr.legt er.
Rafhlaða.
Rafhlaðan er viðkvæmt tæki, sem þarfn-
ast sérstakrar umönnunar. Sé ampermælir
á útbúnaði vélarinnar er auðvelt að fylgj-
ast með því, hvort hleðsla á sér stað við
vinnu, en ef í hans stað er litað ljós þá
kviknar á því, ef um afhleðslu er að ræða.
Afhleðsla getur komið fram á mæli eða
viðvörunarljósi, ef haft er logandi á ljós-
um í myrkri.
Sé um mikla útleiðslu að ræða, sem or-
sakast af skemmdum á rafkerfinu, þarf
að taka annan pól rafhlöðunnar úr sam-
bandi, þar til kunnáttumaður fæst til þess
að framkvæma nauðsynlega viðgerð, ef
ökumaður getur ekki sjálfur gert við það,
sem úr lagi hefur farið.
Bæta þarf eimuðu vatni á rafhlöðuna
öðru hverju, en gæta þess að yfirfylla ekki
og spilla ekki vatni á tengingar, sem þurfa
alltaf að vera þurrar og hreinar, og smurð-
ar með vasilíni svo síður myndist sýru-
útfelling á þeim. Þess skal getið, að af-
köst rafhlöðunnar minnka stórlega við
aukinn kulda, svo að við 0° er nýting að-
eins 65% og minnkar eftir því sem kuld-
inn er meiri.
Eldsneyti.
Eldsneyti það, sem notað er á diesel-
vélar, er hráolía, og fæst hún afgreidd á
ýmsan hátt, t.d. af dælu á olíustöðvum
beint á eldsneytisgeyminn, af flutninga-
bifreiðum, sem afgreiða á einkageyma við-
komandi aðila og í tunnum, sem fluttar
eru til viðkomanda.
Þegar kemur að því að fylla á elds-
neytisgeyminn, eru í flestum tilfellum
notaðar dælur til þess að dæla hráolí-
unni á milli. Ber þá að gæta ýtrustu var-
úðar til þess að óhreinindi nái ekki að
komast inn á eldsneytisgeyminn, og ekki
má skilja tunnuna eða geyminn eftir op-
inn.
Sé eldsneytið geymt í tunnum, sem
standa úti, ættu þær að standa þannig,
að vatn nái ekki að safnast að sponsgat-
inu, því við hitamismun gæti þrýsting-
urinn í tunnunni minnkað, svo að vatnið