Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1962, Blaðsíða 19

Freyr - 01.02.1962, Blaðsíða 19
FRE YR 63 Magnús G. Marteinsson: MEÐFERÐ DIESELKNÚINNA DRÁTTARVÉLA Með tilkomu og þróun dieselvélarinnar sem aflgjafa til hvers konar framkvæmda, hefur vinnuhraði margfaldazt frá því sem áður var, þegar menn notuðu sjálfa sig eða þjálfuðu húsdýr sín til aðstoðar við erfið verkefni. Nú vinna menn erfiðustu verk á léttan hátt með aðstoð dieselvélarinnar, sem hægt er að koma fyrir í alls konar tækj- um, og þar á meðal eru þær, í ört vax- andi mæli, notaðar í dráttarvélum. Dieselvélin gengur að vísu ekki eins hávaðalaust eins og benzínvélin, en eigi að síður er hún á sinn hátt einfaldari í meðförum og sparsamari í notkun. Hún er sterkbyggðari heldur en benzín- vélin, en þess vegna er m. a. stofnkostnað- ur hennar meiri. Dieselvélar geta verið af margs konar gerðum, en aðallega er um tvær gerðir að ræða, tvígengis- og fjórgengisvél. Síðar nefnda gerðin er almennust í bifreiðum og dráttarvélum, en um þær verður aðal- lega rætt hér, og í fáum dráttum stiklað á stærstu atriðunum. Sett í gang. Gangsetning fer venjulegast fram með rafbúnaði, á þann hátt, að rafstraum frá rafgeymi er hleypt á rafmótor, sem snýr svo vélinni í gang. í köldu veðri, eða ef vélin er búin að standa lengi óhreyfð, þarf að hita sprengiholið upp. Það er gert með því að hleypa rafstraum á glóðarþráð, sem þar er komið fyrir, en litað ljós kviknar, sem gefur til kynna, þegar tími er kom- inn til þess að ræsa vélina. Ekki er út- búnaður þessi í öllum dieselvélum, enda ekki ætíð innifalinn í kaupunum. f þess stað má nota „Eter“, sem seldur er víða og er þá í smá blikkbrúsum, sem úða má úr inn á loftinntak vélarinnar eða sog- grein. Bezt er að leiðsla sé úr soggrein- inni í sambandi við loka, sem tengdur er eterhylkinu, en þegar hann er svo opn- aður, um leið og vélinni er snúið í gang, streymir eterinn inn með loftinu og nýt- ist þannig betur. Á hinn bóginn, ef vélin er heit, þegar hún er ræst, er ekki þörf á notkun þess- ara hjálpartækja. Það skal tekið fram, að rétt er að láta vélina ganga stutta stund í hröðum lausa- gangi til þess að hita hana, áður en vinna með henni er hafin. Þegar svo vinna hefst er nauðsynlegt að fylgjast með gangi vélarinnar og þá sérstaklega smurolíuþrýstingi og hitastigi hennar. Ef smurolíuþrýstingur er ekki sá, sem ætlað er, ber að stöðva vélina um- svifalaust og athuga af hverju það stafi. Fyrst er þá að athuga hvort nægilegt magn af smurolíu er á vélinni, með því að líta á olíukvarðann, og bæta olíu á vél- ina, ef þess er þörf, en betra er að 14 1. vanti á vélina, heldur en að setja V4 1. of mikið á hana. Sé ekki unnt að finna á- stæðuna fyrir óeðlilega lágum smurolíu- þrýstingi er sjálfsagt að leitað sé til kunn- áttumanns. Smurolíu af góðri tegund og réttri þykkt skal ætíð nota og endurnýja hana með hæfilegu millibili, eftir því hvernig vinnu er háttað á hverjum tíma. Sé vinnu þannig

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.