Freyr - 01.02.1962, Qupperneq 5
LVill. ARGANGUR NR. 4
REYKJAVIK, FEBRÚAR 1962.
Sparisjóðir og sparifé
Það hefur löngum þótt góð ráðdeild að
safna sparifé. Rétt er það, að þeir, sem
ekki hafa tök á að velta fjármunum sín-
um sjálfir í arðbcerum athöfnum, hljóta
að lána þá öðrum til notkunar. Þessvegna
eru til sparisjóðir, að skildingar fjöldans,
sem safnar litlum eða stórum upphœðum,
eru bezt geymdir í lánastofnunum. Spari-
sjóðir eru í öllum héruðum landsins og
sumstaðar nokkrir i sömu sýslu. Ekkert er
eðlilegra en að sparisjóður hvers svæðis sé
lánveitingastofnun sama umdœmis, enda
mun oftast svo vera, en komið getur það
fyrir, að sparisjóður í sveit hefur lánað
sparifé það, er hann hafði til umráða, alla
leið til höfuðstaðarins. Það er ekki alltaf
víst, að athafnir héraðs séu í samræmi
við sparifé umdœmisins — það kemur fyrir
að athafnamenn vantar eða einhverjar
aðrar orsakir hindra framkvœmdir, sem
krefjast fjármagns. En þó getur skeð, að
smásparendur spari mikið og framkvæmdir
séu samtimis miklar á sama svœði.
Árið 1961 varð ýmsum mikið tekjuár.
Afkoma manna, einkum við sjávarsíðuna,
var góð og ágœt og margir hafa þar haft
miklar tekjur. Ýmsir í bœjum álíta, að
sveitafólk hafi einnig safnað miklu í spari-
sjóði á síðasta ári. Þess hefur maður sér-
staklega orðið var eftir að Búnaðarbank-
inn lauk ársuppgjöri og blöðin fluttu
fregnir af þvi, að sparisjóðsdeild hans
stœði með miklum blóma og að sparisjóðs-
innstœður í Búnaðarbankanum í Reykja-
vík hefðu aukizt um 68,7 milljónir á sið-
asta ári og til viðbótar 13 milljónir í úti-
búunum á Akureyri og Egilsstöðum. Hið
rétta í þessu máli er, að aðeins örfáir
hundraðshlutar þessa fjármagns mun vera
eign sveitafólks. Sparisjóðsinnstæða Bún-
aðarbankans í Reykjavik er að yfirgnœf-
andi meirihluta eign íbúa höfuðstaðarins
og líkt mun vera komið á Akureyri. En
þegar gerðir hafa verið upp sparisjóðs-
reikningar um gjörvallt land fyrir s. I. ár
er vonandi um aukningu þar einnig að
rœða, því að fjárfesting í bústofnsaukn-
ingu og umbótum jarða mun varla hafa
verið i meðallagi á siðasta ári. En þess
skulu menn minnugir, að á tímum hvikuls
peningagengis eru aðrar eignir þó örugg-
ari verðmœti en innstœður i sparisjóðum.