Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1962, Blaðsíða 9

Freyr - 01.02.1962, Blaðsíða 9
FRE YR 53 aðarloka. Heilt yfir var veturinn mjög vægur. Fyrstu 9 daga maímánaðar héldust hæg veður, með frostkala um nætur og lágu hitastigi um daga. En hinn 10. hlýnaði mjög. Fór hitinn þann dag í 15° í skýj- uðum himni, og héldust mjög hlýir dagar til 22. og þaut þá upp gróður. En hinn 23. gekk í norðan hríð með 2—3° frosti, sem hélzt allan daginn og stóð svo næsta dag, en birti upp hinn 25. með hörkufrosti, en snjór hlífði þá gróðrinum. Var þá kom- inn ís á polla og hér á engjavatnið. Krían, sem komin var í fiotum, hvarf alveg. Eftir þetta hret gerði 3 hlýja daga, en kólnaði þá aftur og hélzt kulda norðan bræla 3 síðustu daga mánaðarins. Júnímánuður byrjaði með kuldatið. sem hélzt fyrstu 11 daga mánaðarins. En þá hlýnaði, og þann 14. var hér 17° hiti. Hélzt þessi hlýindakafli aðeins í 3 daga og hinn 17. gekk í stórrigningu með 4° hita um hádegið, en einnar gráðu hita kl. 10 um kvöldið. Hélzt þetta úrfelli, með kulda og roki í 2 daga. Hinn 19. hlýnaði aftur og héldust hlýindi með um 12° hita í 5 daga, en gerði þá aftur norðan kuldakast í 3 daga. Var hitinn þá aðeins 2—3° um daga, en féll niður fyrir 0° um nætur, en hlýn- aði þá aftur. Síðasta dag mánaðarins húð- rigndi. í júiímánuði voru 15 úrkomudagar, en stórrigning 2 daga, eða 8. og 26. Sólar- lausir, en úrkomulausir dagar, urðu 10, en 6 þurrkdagar, eða hinn 1., 13., 17., 19., 22. og 28. Hiti var flesta daga 10—12°. Heit- asti dagur mánaðarins var hinn þrítugasti eða 18°. Köldustu dagarnir voru 26. og 27. eða 4—6° Gras spratt ákaft í þessum mánuði. í ágúst urðu 17 rigningardagar, 7 dagar þurrir en nær sólarlausir, en þurrkdagar mátti telja 7, eða hinn 3., 13., 14., 20., 21., 25. og hinn 30. Tíðarfar var svipað í ágúst og í júlí. Þó var hitastig lægra og úrkomur heldur meiri, í ágúst. Fyrstu 2 daga september var sunnan blástur, en sólarlítið. Næstu 3 daga var norðan stormur með mikilli rigningu og um 5° hita. Næstu 3 daga var allgóður þurrkur, þá 4 daga þurrkleysa með hægri úrkomu. Hinn 13. og 14. var þurrkflæsa, en rigndi þá í 3 daga, en kom þá 7 daga þurrkur. En hinn 26. kom á með norðan stórrigningu og héldust leiðindaveður til mánaðarloka. Hér á Laxamýri varð ekki vart næturfrosta síðasttalda 3 mánuði, sem er frekar sjaldgæft. Októbermánuður varð hér mjög úrkomu- samur og tíðarfar leiðinlegt; um miðjan mánuð gerði mikið kuldakast og hinn 16. var hér norðvestan fárviðri með snjókomu. Úr þessu hreti dró þó fljótlega og lá snjór þessi ekki lengi. Þrjá síðustu daga mán- aðarins var norðan hríðarveður með 5—6° frosti. Fyrstu 4 daga nóvember hélzt svipað veður, en gerði þá suðlæga átt, sem hélzt til hins 21. Hiti var, flesta þá daga, 5—6°, hlýjast var hinn 13., eða 10°. Hinn 22. gekk til norðanáttar og daginn eftir var komin norðan fárviðris stórhríð, með feikna snjóburði. Veður þetta stóð með litlum úrdrætti í 3 daga, með um 5° frosti. Hélzt svo hægari norðanátt, með líku frosti og nokkurri snjókomu til loka mán- aðarins. Hinn 29. féll bleytusnjór og gerði haglaust. Fyrstu 9 daga desember hélzt norðan- áttin, með nokkurri snjókomu og 5—10° frosti, en gerði þá góðviðriskafla, austan- átt með 1—4° hita og hélzt það veðurlag til hins 19. Tók þá mjög snjó í lágsveit- um. Hinn 20. brá aftur til norðanáttar, með 14° frosti og töluverðri snjókomu, sem hélzt til hins þrítugasta og sté frost í 16° hér á Laxamýri, en fór yfir 20° í Reykja- hlíð. Hinn 31. birti til með 14° frosti, sem minnkaði mjög með kvöldinu, er dró upp sunnanáttar klósiga á himininn. ★ Þrennt skiptir mestu máli fyrir land- búnaðinn gagnvart tíðarfarinu: Að gróður komi ekki seint, að sæmilegir þurrkdagar haldist um sláttinn og að frostnætur komi ekki síðla sumars. Árið 1961 varð þetta þannig, að mikill gróður kom, hér um slóðir, í 13 daga

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.