Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1962, Blaðsíða 11

Freyr - 01.02.1962, Blaðsíða 11
tfREYR 55 GUÐMUNDUR JÓSAFATSSON: GAMLAR VÉLAR OG NÝJAR í æsku minni iðkuðu jafnaldrar mínir orðaleik, sem hófst á orðunum: „Skip mitt er komið að landi“. í leiknum speglaðist, — þó á barnslegan hátt væri — þrá ís- lenzkrar alþýðu í einangrun sinni eftir sambandi við umheiminn, — þrá eftir gersemum þeim, sem fjarlægðin og fá- tæktin skapa í heimum ævintýra og út- þrár. Nú er sú einangrun rofin. Þjóð vor hefur setzt við þjóðbraut og er það gleði- gjafi. Nú koma skip að landi, — mörg og fögur, hlaðin gripum og gersemum, sem jafnvel ævintýrunum var ofraun að skapa. En þau flytja — a. m. k. stundum — fleira en gersemar, — gripi, sem eru ekki gull, en „selst sem gull“, eins og haft var eftir norðlenzkum sveitaprangara fyrir alllöngu. Nokkur skip Eimskipafélags fslands lágu bundin við hafnargarðana hér í Reykja- vík um skeið s. 1. vor, hlaðin nauðsynjum, sem ekki mátti snerta manns hendi vegna ástands í þjóðmálum, sem hér verður ekki rætt. Á þilfari eins þeirra var raðað all- mörgum dráttarvélum, sem ætlaðar voru íslenzkum bændum. Slík sjón er okkur forvitnileg, sem alllanga ævi höfum unað í sveitum. Mun ég þar engin undantekn- ing. Eg gekk dögum oftar meðfram skips- hliðinni og virti gripina fyrir mér. Lang- aði til að skoða þá nánar en sá, að á skipshliðinni stóð: „Bannaður aðgangur! Ég lét mér því nægja að athuga þá inn yfir borðstokkinn. Sú athugun vakti bæði unað og ugg, — unað að vita svo góða gripi, sem dráttarvélar eru, dreifast um sveitir vorar, en ugg að sjá hversu þeir gripir, er þar blöstu við, voru að heiman gerðir. Augljóst var, að þeir komu ekki frá fyrstu hendi, heldur utan af erlendum ökrum. Merki þeirra — moldarleifarnar — sáust glöggt, ef vel var athugað, ásamt ýmsum slitmerkjum, er við horfðu, þótt hvort tveggja virtist í smáum stíl úr þeirri Guðmundur Jósafatsson fjarlægð, sem þar var um að ræða. Það kann að þykja hvort tveggja: ómaklegt og fjarrænt, en þær minntu mig á hend- ingu Gríms Thomsens: „Moldugar nasir möðkum hnerra“, — en gæti ekki líkt hafa skeð hér? Hvaða trygging er fyrir því, að hér geti engin sending fylgt — engin ó- kind leynzt í þeim moldarleifum, er þar loddu við, þó í smáum stíl væri, sem gæti orðið óþurftarsending íslenzkum búpen- ingi eða gróðri, nema hvort tveggja sé? Hér er áreiðanlega vandamál, sem ærin þörf er að vaka yfir, þó hér verði ekki lengra haldið í þessa átt. Þau slitmerki, sem ég sá, eru tormetin úr fjarlægð, enda mun sú ætlan inn- flytjenda, að bæta það, sem talið verður til áberandi slits, og er gott eitt um þá ætlan að segja. Rétt mun þó að benda á, að enn er í gildi hið fornkveðna, að „betra er heilt en vel gróið“. Þó það sé endur- nýjað, sem slit finnst í, er ótrúiegt, að alls slíks verði vart, þótt leitað sé af kost- gæfni. Sú leit hvílir mjög á tvennu: í fyrsta lagi á glöggskyggni þess, sem leitar, og í öðru lagi á drengskap hans, og er trúlegt, að í þeirri leit verði ýmislegt fyrir, sem höfðar til annarra kennda. Þessar vé’ar fást með afslætti. Það er sá þátturinn, sem réttlætir þetta, ef það getur þá talizt réttlæting. Ef sú tegund véla er athuguð, sem mest hefur verið flutt inn — Fergusonvélin — lítur dæmið

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.