Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1962, Blaðsíða 15

Freyr - 01.02.1962, Blaðsíða 15
FRE YR 59 ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON: Norsk búnaðaráhöld í framhaldi af grein í desemberhefti Freys 1961, um Búnaöarskólann á Stend í Noregi, hefur ritstjórinn óskað þess, að ég útvegaði ritinu nokkrar myndr af göml- um, norskum búnaðaráhöldum og léti þe:'m fylgja skýringar í sem stytztu máli. Svo sem vitað er, fluttu ekki norsku landnámsmennirnir á íslandi aðeins með sér húsdýr hingað í „sælunnar re:t“ held- ur einnig margskonar áhöld til nota. innan húss og utan í daglegri búskaparönn á hinum ýmsu tímum ársins. Löngu fyrir landnámsöld íslands bar svipur norskrar bændamenningar með sér sérstakt yfirbragð, sérmótaða hætti þrosk- aðs bændasamfélags í byggingum, áhöld- um, tækjum og tækni, og þá ekki sízt í daglegum heimilisháttum. Sömu búnaðaráhöld, eða svipuð, voru notuð þar öld fram af öld og fram til síð- ustu tíma vélvæðingar og véltækni. Við vitum, að forfeður okkar stunduðu kornrækt til loka 14. aldar eða þar til plágan mikla, svartidauðinn, dundi yfir og lagði þriðjung þjóðarinnar í gröfina. Búnaðartæki til kornræktar og nytja komsins voru að miklu leyti þau sömu hér og Norðmenn notuðu fram eftir öldum, t d. arðurinn, og þústin, sem notuð var til Arður með sveig úr hesligrein til að stjórna honum. Mjög gömul gerð. þess að slá kornið úr axinu, þegar þreskj- að var, — orf og ljáir, rekur og hrífur. Stand-arður (n. nabbard) frá Búnaðarskólanum á Stend. A standinum er handfang til að stjó.na honum með, Þennan plóg kalla Norðmenn grindarplóg (grindaplog). A honum er veltifjöl eða moldverpi úr tré. Akurplógur með moldverpi úr járni.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.