Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1962, Blaðsíða 13

Freyr - 01.02.1962, Blaðsíða 13
FRE YR 57 sögðu fyrst og fremst til að endurnýja bú- vélar sínar, og þó ekki það eitt, heldur og til þess að auðvelda þýzkum bændum að njóta hinnar geysiöru þróunar, sem landbúnaðarvélar hafa lotið á síðustu ár- um. Þessi viðskipti hafa gefizt þannig, að forustulið danskra bændasamtaka hefur hafið undirbúning að andspyrnu gegn þessum viðskiptaháttum. Er af því ljóst, að þeir telja þau skipti mun hollari þýzk- um bændum en dönskum. En ætla má, að mörgum muni reynast torvelt að trúa því, að það úrræði reynist íslenzkum bændum bjargráð, sem dönskum bændum verður að glapræði. Þá mundi lengra á milli um hag þeirra og háttu en ég hef haldið. Ástæðan til þess, að til þessa óyndis- úrræðis hefur verið gripið, er tvímæla- laust fjárskortur íslenzkra bænda. Öllum eru Ijósir yfirburðir nýju vélarinnar. Það eru þessar 41.500,00 krónur, sem þessu valda. Það er fjarri lagi að gera lítið úr þessum mun. En vert er að staldra við hann um stund. Það er augljóst, að það eitt er engum bónda nóg að eignast drátt- arvél. Vinnslutækin, sem henni þurfa að fylgja, kosta litlu minni upphæð en vélin sjálf, en það eru þau, sem gefa henni gildi. Varlega áætlað kostar ný dráttarvél nú, sem sæmilega er búin að tækjum, um 200 þúsundir króna. Mismunurinn á vélar- verðinu verður því ekki í reynd nema um 20,5% af verði samstæðunnar. Sakir standa nú þannig, að hér á landi er engin stofnun, sem hefur það hlutverk á hendi að lána bændum fé til búvéla- kaupa. Fæstir bændur hafa því fjármagni úr að spila, að þeir geti innt þessa greiðslu af hendi úr eigin vasa. Þeir verða því að leita aðstoðar hjá lánastofnunum heima í héraði, sem víðast eru vanmegna, enda sjaldnast önnur úrræði fyrir hendi en víxlar. Vaxtabaggarnir, sem vélakaupin hlaða á bú bóndans, verða því oftar en skyldi svo, að undir er kiknað. Gengisföllin 1960 og 1961, samfara þrengri leiðum að lánsfé, að vöxtunum í dag ógleymdum, þyngja klyfjarnar mjög — og torvelda úr- lausnir, enda hækka þau mjög skatt- heimtu ríkisvalds og viðskipta. Arnór Sigurjónsson hefur nýlega freistað þess að gera sér og öðrum grein fyrir verð- gildi landbúnaðarafurða okkar, og komizt að þeirri niðurstöðu, að það hafi numið 778 millj. króna árið 1959. Hann metur búvörurnar við sölu- eða vinnslustöðva- veggina. Ekki veit ég til, að ályktanir hans hafi verið vefengdar. Frá þessari upphæð má svo draga niðurgreiðslur ríkissjóðs að upphæð 210 milij. króna. Sú upphæð, sem landbúnaðurinn leggur í þjóðarbúið, nem- ur því 568 millj. kr. Sama ár voru allar sjávarafurðir greidd- ar á bryggjunni á 949 millj. króna. Það ár námu niðurgreiðslur ríkis til sjávar- útvegsins rúmum 418 millj. Framlag hans til þjóðarinnar var því það ár 531 milljón. Hvorugur þessara höfuðatvinnuvega okkar verður rekinn svo, að vélar samtíð- arinnar verði ekki teknar í þjónustu þeirra. Enginn lætur sig dreyma um þá „gömlu og góðu daga“ þjóðar vorrar, þegar kláf- arnir og kláran, orfið og hrífan, voru nær einu tækin til túnræktar og heyöflunar. Svipað mun horfa við þegar huga er rennt til sjósóknar. Enginn mundi nú kjósa ár- ina og handfærið eitt að höfuðúrræði. Þróun síðasta mannsaldurs hvílir á vél- inni, og þó fyrst og fremst aflvélinni. Við hana er allt miðað hjá báðum þessum bú- greinum þjóðarinnar. Þó dugir hún ekki ein. Hana þarf að búa hjálpargögnum, og hef ég þegar bent til þess með landbún- aðinn. En ekki mun sjósóknin þurfa minna við. En hversu bregzt ríkisvaldið við þörfum bessara atvinnuvega í þessu efni? Mér virðist svarið verði eitthvað á þessa leið: Þegar vélbúa skal sjósóknina, þ. e. þegar keypt eru stór fiskiskip, 150 tonn og þar yfir, eru engir skattar, engir tollar og enginn söluskattur heimtur af hendi ríkis- valdsins. En ef dráttarvél með þeim tækj- um, sem henni fylgja, er keypt, nema þessi gjöld hartnær 22.1% af kaupverði.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.