Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1962, Blaðsíða 10

Freyr - 01.02.1962, Blaðsíða 10
54 FRE YR miklum hlýindum, frá 10.—22. maí. Af- koman varð því góð á sauðburði. Sláttur hófst seint í júní eða undir mánaðarlok og var þá fremur lítil spretta. Heyskapar- tíð í júlí og ágúst var mjög óhentug. Aldrei kom neinn þurrkakafli þessa 2 mánuði, en einn og einn þurrkdagur, á stangli, verður til minni nota en samfelldir þurrkdagar. En það sem bjargaði þó ögn, var að úr- komur voru ekki mjög stórfelldar. Með ræktuninni, þeim stóru túnum, sem víð- ast eru nú komin, verður ekki mögulegt að treysta á heytekjuna, nema að hafa hlöður fyrir töðuna, með útbúnaði til súg- þurrkunar, jafnvel þótt erfitt geti orðið, í miklum hrakviðrasumrum, að ná heyinu inn í súginn. Eg tel að það gengi ekki mjög illa í sumar, sem leið. En ekki verð- ur súgþurrkað, ef vatn er í heyinu, og bezt er að það sé hálfþurrt, þegar það er látið inn. Bændur hér um slóðir, sem ekki höfðu súgþurrkun, fóru erfiðlega út úr heyskapn- um. Hér í minni sveit eru aðeins 15 bænd- ur, en 12 þeirra hafa súgþurrkun. Mun það betra en víða annars staðar um landið. Mjög tilfinnaniega vantar bændur, út um land, nægar hlöður, með útbúnaði til súg- þurrkunar. Þetta er nauðsyn tímans, vegna þess, hvað töðufaliið er orðið mikið og stefnir það vissulega í rétta átt. Sprettan varð mikil að lokum, en töluvert kal í flötum túnum, þar sem kuldapollar standa á vor- in, ofan á klaka í jörð. Næturfrost komu hér ekki fyrri en í okt- óber. Það bjargaði því, að uppskera af kartöflum varð sæmileg, með því að taka þær seint upp. Þær þurfa 3 allsólríka mán- uði til að ná þroska, en í sólarlitlum sumr- um miklu lengri tíma. ★ Dilkar urðu heldur vænni en haustið áður, þótt lömb væru ekki eins væn um rúning sem sumarið áður, þar sem tíð var töluvert skrykkjótt í maí og júní. En ný- græðingur hélzt lengur en árið áður og verkaði það á vænleik dilkanna. Verð á innleggi sauðfjárafurða í K.Þ. varð 2 millj- ónum króna hærra en árið áður, sem kom til af því, að dilkar voru vænni, fleiru slátrað og svo hækkandi verð afurðanna. Innlegg mjólkur hjá bændum, hér í sam- laginu, óx um 9%, sem alltaf gerir um tveggja milljóna króna aukningu í verði. Það er ágætt, að þrátt fyrir fólksfæðina, í sveitum landsins, er þó gróandi í arði bú- anna, hjá bændum. En vissulega þarf drjúga aukningu í arði, til þess að standa undir vélakosti bsðnda, sem útheimtir mikla fjárfestingu, auk svo alls annars. Það vantar í dag tugi þúsunda fólks, til að stunda landbúnaðinn, til viðbótar því fólki, sem nú er í sveitum landsins. Von- andi síast það smátt og smátt inn í með- vitund þjóðarinnar, að landbúnaðurinn er undirstaða tilveru hennar í land- inu, auk þess sem hann býður glæsileg skilyrði til vaxtar og viðgangs þjóðinni á komandi tíma, og að gróðurmoldin er hennar langdýrmætasta eign og höfuðstóll. Það þarf að beina fjármagni og fólki inn í landbúnaðinn, frá þéttbýiinu, þar sem þúsundir manna hafast við, til engra nauðsynlegra hluta, og stöðvast þarf vist- ferli fólks úr sveitum landsins í þéttbýlið. Til þessa þarf kröftugan áróður fyrir land- búnaðinn og það verðlag í landinu, sem beini framtaki fólks að gróðurmoldinni. Þá yrði þar rétt stefnt. Óska bændum öllum og búaliði árs og friðar. 2. jan. 1962. Jón H. Þorbergsson. Lantmannen, tímarit sænskra bænda, segir frá því, að árið 1960 hafi sænskir bændur keypt varnaralyf fyr- ir 22 milljónir sænskra króna. Var þetta metár í þessum sökum og 4% meira en árið áður. Þess er getið að af þessari upphæð hafi ill- gresiseyðingarlyfin kostað 11,2 milljónir, lyf gegn jurtasjúkdómum 4,7 milljónir og lyf gegn skordýrum yfir 5 milljónir. Þess er getið, að lyf af síðastnefnda taginu hafi kostað minna en árið áður vegna þess, að lífrænu fosfórlyfin, sem notuð hafa verið, víki nú fyrir öðrum virkari lyfjum og ódýrari.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.