Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1962, Blaðsíða 12

Freyr - 01.02.1962, Blaðsíða 12
56 FRE YR þannig út og er þá miðað við núgildandi kaupmátt íslenzkra peninga: Ný Massey-Fergusonvél: H. u. b. Kr.: Kaupverð -þ flutningsgjald 68.500,00 Skattar og tollar ásamt söluskatti 26.500,00 Vátrygging og vextir 2.500,00 Sölugj ald 5.000,00 Samtals h. u. b. Kr. 102.500,00 Gömul Fergusonvél, viðgerð: Kaupverð með flutningsgjaldi Kr. 40.800,00 Skattar, tollar og söluskattur — 15.700,00 Vátrygging og vextir — 1.500,00 SÖlugjald — 3 000,00 Samtals kr. 61.000,00 Sá afsláttur, sem hér er um að ræða, er alls 41.500 krónur. En við þetta er all- margt að athuga. í fyrsta lagi eru gömlu vélarnar h. u. b. 11 hestöflum aflminni en þær nýju. Má sjálfsagt meta það til nokk- urrar upphæðar. Hvers virði sá aflsmunur er í reynd, treysti ég mér ekki til að á- kveða, enda mundi margt koma til greina við það mat. Mun hann stundum tormet- inn til verðs.1) í öðru lagi er þess að gæta, að hinar gömlu vélar eru að meðaltali 7 ára gamlar. Þótt gert hafi verið við þær af fullkominni vandvirkni, eru engar líkur til að allt, sem tekið er að slitna, hafi verið endurbætt, sízt svo að jafngilti nýju. Vélarnar eru ekki „gerðar upp að nýju“, heldur gert við þær. Er á þessu tvennu meiri munur en skyldi. í þriðja lagi er vert að benda á það, að hinar nýju vélar eru á ýmsan hátt fullkomnari og mun traustari. Allar vélar eru stöðugum breyt- ingum háðar. Sumt af þeim er þess eðlis, að fræðimönnum einum er fært að fella um þær rökstudda dóma, og um sumt af þvi eru þeir ekki á eitt sáttir. Það er þó víst, að allar þessar breytingar eru áfang- ar í leit að betri gripum, fjölvirkari, örgg- ari og auðveldari í stjórn og starfi. Má hik- !) Til gamans má benda á, að hvert hestafl mun h. u. b. 430 kr. ódýrara í gömlu vélinni, en slíkt mat eitt mundi hæpið. laust fullyrða, að þetta sé vert fullrar at- hygli. í fjórða lagi er svo viðhaldið. Það er almennt viðurkennt, að varahlutir í vélar séu mun dýrari en sömu hlutir í nýrri vél. Kunnugir hafa sagt mér, að óhætt sé að gera ráð fyrir verðinu á varahlutn- um allt að því ferföldu. Skattheimta ríkis og viðskipta verður jafn margföld. Á þetta bætist svo enn allmikill og stundum ó- trúlegur flutningskostnaður. Það mun því staðreynd, að varahluta- og viðgerðar- kostnaður er miklu meiri á gamalli vél en nýrri, — allskonar bilanir mun tíðari, enda liggja til þess full og augljós rök. Sú mun því reyndin, að mörgum verður skemmra en skyldi þangað, sem gamla vélin er farin að draga ískyggilega mikið meira á hina nýrri um kostnað, þ. e. stofnkostnað og viðhald samanlagt, en flesta grunar í önd- verðu, — afslátturinn að meira eða minna leyti uppétinn fyrr en varir. Ég hef heyrt því haldið fram, að þessi lausn sé bjargráð, — en hverjum? Áreið- anlega ekki íslenzkum bændum. Ef um bjargráð er að ræða, eru það brezkir bændur, sem happið hljóta. Þeir losna við gamla gripi og slitna, — og oft úrelta — fyrir talsvert verð. Þeir hafa notið arð- samasta hlutans af ævi vélarinnar. Þeir fá í staðinn betri grip á allan hátt. fs- lenzkum bændum fellur andstæðan í skaut. — Það er ekki af neinni andúð á brezk- um bændum, að ég játa í hreinskilni, að ég ann löndum mínum betri hlutar, — fyllri sæmdar og hagsbóta af þessum kaup- um. Enn vil ég bæta einu við. Danskir bænd- ur hafa gripið til hins sama ráðs og ís- lendingar, og keypt gamlar búvélar frá Þýzkalandi. Þjóðverjar hafa lagt kapp á að koma þessum vélum út, — að sjálf-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.