Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1965, Page 14

Freyr - 01.03.1965, Page 14
70 FREYR sentu. Eftirfarandi samhengistölur feng- ust: Mjólk — hlutf. vöðvar/bein = -= 0,7 Mjólk — prósent fita í skrokk = -h 0,17 Mjólk — stig fyrir kjötgæði = -4- 0,20 Afkvæmi hánytja kúa voru með magrari föll heldur en synir lélegu mjólkurkúnna. Hlutfallið á milli vöðva og beina breyttist hins vegar lítið með mjólkurmagni mæðr- anna. Breytingin á stigunum fyrir kjötgæði var hins vegar hlutfallslega mikil. Niðurstöðurnar frá rannsóknum Black- more og samstarfsmanna varðandi sam- hengið milli þunga gripanna á ýmrum ald- ursskeiðum í uppvexti og mjólkurmagns fullorðinna gripa benda til þess, að mjólk- urmagn og vaxtarhraði séu erfðafræðilega því sem næst óháð hvort öðru. í mörgum öðrum rannsóknum hefur aftur á móti komið í ljós jákvætt samhengi milli mjólk- urmagns og vaxtarhraða. Gravert rannsak- aði niðurstöður afkvæmarannsókna á nautum af svartskjöldóttu, þýzku mjólkur- kyni, þar sem rannsóknin náði yfir bæði mjólkurmagn dætranna og vaxtarhraða sonanna. Um það bil 10 nautkálfar voru í hverjum afkvæmahóp, og rannsakaður var vaxtarhraði þeirra, fóðurnýting og kjöt- gæði. Dætrahóparnir voru stórir og komu fyrir á mörgum búum dætur undan hverju nauti. Mjólkurskeiðsnyt mæðra dætranna var einnig tekin með í uppgjörið. Samhengið á milli fráviks dætranna frá búsmeðaltali og vaxtarhraða sonanna var -)- 0,15. Þegar samhengið var reiknað á milli mismunar- ins á fráviki mæðra og dætra frá búsmeð- altali og vaxtarhraða nautkálfanna, varð samhengið + 0,36. Að síðustu var rannsak- að samhengið á milli vaxtarhraða sonanna og mjólkurmagns dætranna. Reyndist sam- hengið þar + 0,15. Ekki reyndist unnt að sýna fram á neitt samband við kjötgæðin. í annarri rannsókn framkvæmdri af Gra- vert var reiknað út samhengið milli mjólk- urmagns 12 kúa af Anglerkyni og vaxtar- hraða sona þeirra. Samhengið reyndist + 0,36. í rannsóknum Bránnáng ■, sem áð- ur er vitnað til, varðandi vaxtarhraða kálfa undan sæðinganautum af rauðskjöldóttu og svartskjöldóttu sænsku mjólkurkyni í Hallandi í Svíþióð, kom í ljós veikt, jákvætt samhengi milli daglegrar þyngdaraukning- ar afkvæmahópanna og afkvæmadóms nautsins fyrir mjólkurafköst dætra (F-töl- urnar). Álvktunin, sem hægt er að draga af því, sem sagt er hér að framan, verður því sú, að þær rannsóknir, sem hingað til hafa verið gerðar, bendi til, að fyrir hendi sé já- kvætt samhengi milli vaxtarhraða og mjólkurmagns. Kynbótaúrval, sem miðar að vaxandi mjólkurlagni, má hins vegar bú- ast við að leiði til breytinga á byggingahlut- föllum, þannig að hæð á herðakamb fari vaxandi, en brjóstummálið minnki. Því má búast við því, að kjötgæðin fari minnkandi. Hins vegar er ómögulegt að gera sér grein fyrir hagfræðilegri þýðingu þesrara sam- tíma breytinga á skrokkhlutföllum. Ef brjóstrýmið minnkar mestmegnis vegna minni fitusöfnunar, er varla um neitt vandamál að ræða, þar eð neytendur vilja magurt kjöt. Hægt er að koma hæfilegu lagi af yfirborðsfitu á skrokkinn til varnar uppgufun með því að fita sláturgripina rétt fyrir slátrun. Vandamálið verður hins vegar öllu erfiðara viðfangs, ef kynbætur með tilliti til mikils mjólkurmagns leiða jafnframt til verulega rýrnandi vöðvafyll- ingar. Til þess að gera sér Ijós þessi mikil- vægu vandamál, þarf enn meiri rannsókn- ir.“ Þýtt 28.5. 1964. Stefán Aðalsteinsson. P. S.: Umsögn um ofannefnda bók eftir H. P. birtist í Frey, 1. tbl. 1964, bls. 18—19, og seg- ir þar m. a.: „Prófessor Ivar Johannsson hefur um áraraðir kennt erfðafræði og kynbótafræði við Búnaðarháskólann í Ultuna; hann er meðal þekktustu rithöfunda um þessi efni, og með honum hefur unnið, að ofannefndri bók, Jan Rendel, en LT, sem er bókaforlag sambands búnaðarfélaganna sænsku, hef- ur gefið bókina út.“

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.