Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1968, Page 6

Freyr - 01.06.1968, Page 6
Fró Stéttarsambandi bœnda Á aukafundi í Stéttarsambandi bænda, sem haldinn var í Bændahöllinni dagana 7. og 8. febrúar síðastliðinn, var rætt hið alvarlega ástand, sem skapast hefur í land- búnaðinum vegna hins óhagstæða verð- lagsúrskurðar á síðast'liðnu hausti, verð- falls og söluerfiðleika á erlendum mörk- uðum, áhrifa erfiðs tíðarfars og hækkandi verðlags á rekstrarvörum vegna nýafstað- innar gengisfellingar. Hjá fulltrúum kom fram mikill uggur um fjárhagslega afkomu landbúnaðarins og bændastéttarinnar af nefndum ástæð- um. Eftirfarandi ályktun var samþykkt: Vegna þess ástanda í landbúnaðinum, sem skapast hejur vegna nýafstaðinnar dómsniðurstöðu yfirnefndar í verðlagsmál- um og aukinnar dýrtíðar af völdum gengis- fellinga, ákveður aukafundur Stéttarsam- bands bœnda i febrúar 1968 að kjósa 5 menn til þess, ásamt stjórn Stéttarsam- bandsins, að ganga á fund ríkisstjómar íslands og bera fram m. a. eftirfarandi: 1. Að bændum ver&i tryggt grundvallar- verð á framleiðslu yfirstandandi verð- lagsárs og á þær birgðir framleiðslu- vara, sem til voru við upphaf þess. 2. Að rekstrarlán til landbúnaðarins verði stóraukin. 3. Að lausaskuldum bænda verði breytt í föst lán með hóflegum vöxtum. 4. Að gefinn verði frestur á afborgun Stofnlána í Búnaðarbanka íslands. 5. Að tilbúinn áburður verði greiddur niður á komandi vori, svo hann hækki ekki í verði frá því sem var á fyrra ári. 6. Að felld verði brott gengistrygging á stofnlánum vinnslustöðva og rækt. unarsambanda. 7. Að tollar af landbúnaðœrvélum og varahlutum til þeirra verði lækkaðir eða felldir niður með öllu. 8. Að rikisstjórnin verðbæti ull og gær- ur af framleiðslu verðlagsársins 1966 — 1967. 9. Að sett verði nú þegar reglugerð sam- kvæmt ákvœðum 45. gr. framleiðslu- ráðslaganna, sem kveði nánar á um framkvæmd II. kafla laganna. Nefnd sú, sem um ræðir 1 tillögunni, fór ásamt stjórn Stéttarsambandsins á fund forsætisráðherra, Bj arna Benediktssonar og Ingólfs Jónssonar, landbúnaðarráðherra, til að kynna þeim efni tillagnanna og ástand í landbúnaðinum yfirleitt. Stjórn Stéttarsambandsins hefur oft rætt þessi mál við landbúnaðarráðherra og skrifað forsætisráðherra og óskað svars við málaleitan aukafundarins. Svarbréf barst frá landbúnaðarráðherra dagsett 23. þessa mánaðar og fer það hér á eftir. Reykjavík 23. marz 1968. Sem svar við bréfi dags. 20. þ. m. skal þetta tekið fram: Um þau atriði er greinir íl.,5. og 8. tölu- lið í tillögum aukafundar Stéttarsambands- ins, skal tekið fram, að Ríkissjóður hefur ekki fé aflögu til þess að verða við þessum óskum Stéttarsambandsins. Af því er varðar tillöguna í 2. tölulið er þess að geta, að samkvæmt útreikningum Hagstofunnar er mjög óhagstætt fyrir Ríkissjóð að greiða niður áburðarverð. 232 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.