Freyr - 01.06.1968, Síða 10
GUÐBRANDUR E. HLIÐAR:
lúgurbólgurAnnsóknir
Samkvæmt ákvörðun stjórnar M.S. hófust
júgurbólgurannsóknir upp úr áramótum
1966-67. Ákveðið var að einbeita sér að
skipulagðri leit að júgurbólgu í kúm, á
takmörkuðu svæði, sem nær yfir Gull-
bringu- og Kjósarsýslu og fjóra syðstu
hreppa Borgarfjarðarsýslu, eða meðal allra
þeirra mjólkurframleiðenda, sem senda
mjólk daglega beint til M.S.
Mjólkursýni voru tekin, með jöfnu milli-
bili, fjórum sinnum á árinu, úr innvigtun-
armjólk hvers bónda. Rannsóknin beindist
að leit keðjugerilsins str. agalactiae og
klasagerilsins staf. aureus, en þessir tveir
gerlar valda að jafnaði langflestum júgur-
bólgutilfellum.
Jafnframt fylgdi talning hvítra blóð-
korna í mjólkinni. Hvít blóðkom finnast
alltaf í mjólk, en við bólgu 1 mjólkurvefn-
um eykst tala þeirra til muna. 200 — 500
þús. hvít blóðkorn í ml. mjólkur er talið
eðlilegt, en tölur þar yfir benda annað-
hvort á júgurbólgu eða að nokkrar kýr eru
að geldast eða eru nýbornar. Fari saman
há tala hvítra blóðkorna, ásamt fundi áð-
urgreindra júgurbólgugerla, er viðkomandi
mjólkurframleiðanda gert viðvart og hon-
um ráðlagt að athuga allar mjólkandi kýr
í fjósinu með brómthýmolprufunni.
Að því loknu er þess vænzt, að hann geri
rannsóknarstofunni viðvart um tölu kúa,
sem samkvæmt þeirri prófun eru grunsam-
ar um júgurbólgusmit á einum eða fleiri
júgurhlutum. Rannsóknarstofan sendir
honum þá tafarlaust rör til töku mjólkur-
sýna, hæfilega mörg, ásamt leiðarvísi um
töku þeirra.
Síðan fer fram leit að júgurbólgugerlum
Guðbrandur
E. Hlíðar.
og samhliða rannsókn á tölu hvítra blóð-
korna í öllum mjólkursýnum, sem okkur
berast úr einstökum júgurhlutum, ásamt
næmisprófi fundinna júgurbólgugerla gegn
helztu fúkalyfjum, sem hér eru í notkun.
Endanleg niðurstaða rannsóknanna er
tilkynnt bóndanum bréflega og afrit sent
viðkomandi héraðsdýralækni, sem síðan
verður að leggja ráðin á um læknisaðgerðir,
einangrun sýktra kúa og annað, sem hann
kann að telja nauðsynlegt í hverju tilfelli.
í þeim f jórum umferðum, sem framkvæmd-
ar voru á árinu 1967, bar áðurgreind leit
að júgurbólgu eftirfarandi árangur. (sjá
töflu 1.)
Við athugun töflunar kemur í ljós, að
smit með Str.agalactiae og Staf.aureus er
mjög útbreitt á þessu svæði. í flestum til-
vikum hafði bóndinn ekki hugmynd um
júgurbólgusmit þar til hann athugaði mjólk
úr hverjum júgurhluta með brómthýmol-
prufunni. Af því má draga þá ályktun, að
um dulda bólgu (króniskt smit) sé að ræða.
Slíkar kýr eru frískar, mjólkin oft eðlileg í
útliti og mjólkumytin gefur ekki ástæðu til
áhyggju. Hér er þó engu að síður og óvé-
fengjanlega um smit að ræða, sem skyndi-
lega getur blossað upp í bráða júgurbólgu,
eða breiðst frá einum júgurhluta í annan,
eða úr einni kú í aðra og valdið verulegu
tjóni fyrir viðkomandi bónda.
í A-lið töflunnar eru hlutföllin milli
236
F R E Y R