Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.1968, Side 12

Freyr - 01.06.1968, Side 12
júgurhlutum (41,97%), þar af fundust Str. agalactiae í 188 júgurhlutum (46,65%), Staf.aureus í 154 (38,21%) og aðrir ekki nánara tilgreindir (hemolytiskir) gerlar í 61 (15,14%). Öllum þessum 50 bændum var boðin endurnýjuð rannsókn á mjólkursýnum úr smituðu kúnum 1 mánuði eftir að fyrri rannsókn lauk, að því tilskildu; að aðgerðir yrðu framkvæmdar í samráði við dýra- lækni. í Ijós kom að aðeins 29 bændur (58.0%) þágu þá aðstoð. Sú spurning hlýtur að leita á, hvaða ár- angurs megi vænta af slíkum rannsóknum, ef í kjölfar þeirra fylgja tafalaust læknis- einangrunar og hreinlætisaðgerðir. Af þeim 29 bændum, sem samkv. framan- skráðu sendu inn mjólkursýni til rannsókn- ar tvisvar, hefi ég valið úr þá 25 þeirra, sem einnig upplýstu um tölu mjólkurkúa þegar rannsókn hófst. Rannsóknarstofunni bár- bárust ekki nýjar tölur mjólkurkúa mánuði eftir fyrri rannsókn, en það tíma- bil er svo stutt að ég leyfi mér að ganga út frá, að hún hafi verið óbreytt við seinni rannsókn, eða svo lítið breytt að ekki skipti máli. Fyrri rannsókn tala bænda ....................... 25 tala mjólkurkúa ................. 489 tala kúa með júgurbólgu ......... 1X3 (23,10%) tala júgurhluta m. júgurbólgu .... 215 (47,56%) tala — m. St.agalaetiae .... 88 (19,46%) tala — m. Staf.aureus .... 102 (22,56%) Seinni rannsókn tala bænda ....................... 25 tala mjólkurkúa ................. 489 tala kúa með júgurbólgu .......... 39 ( 7,97%) tala júgurhluta m. júgurbólgu .... 39 (25,0 %) tala — m. Str.agalactiae .... 0 ( 0,0 %) tala — m. Staf.aureus .... 39 (25,0 %) í þessum samanburði er sleppt öðrum gerlum (í 25 júgurhlutum), enda voru ekki nánar greindir. Við samanburð þessara tveggja rann- sókna kemur í ljós eftirfarandi: 1. Tala kúa með júgurbólgu í seinni um- ferð hefir lækkað úr 113 í 39, en það jafngildir 65,48% lækningu. 2. Tala júgurhluta með júgurbólgu hefir lækkað úr 215 í 39, en það jafngildir 81,86% lækningu. 3. Str.agalactiae-smit hefir horfið, en það jafngildir 100% lækningu. 4. Staf.aureus-smit hefir lækkað úr 102 tilfellum í 39, en það jafngildir 61,76% lækningu. Við seinni rannsókn kom eftirfarandi í ljós: 1. Nýsmit í júgurhlutum, sem voru heilbrigðir við fyrri rannsókn, þar af Str. Sjálfsagt er að mjalta í sýnikönnu og athuga fyrstu bogana úr hverj- um spena til þess að staðfesta heilbrigði júgursins. 238 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.