Freyr - 01.06.1968, Blaðsíða 17
dagskrá á alþjóðlegri ráðstefnu um naut-
griparækt, sem haldin var í marz 1967 í
París á vegum frönsku landbúnaðarstofnun-
arinnar CENECA. Skal í eftirfarandi varið
nokkru rúmi í Frey til að gera þessum mál-
um einhver skil. Verður þá jafnframt skýrt
frá niðurstöðum, sem beint eða óbeint geta
orðið að gagni fyrir íslenzka nautgriparækt
og til leiðbeiningar um, að hverju skuli
stefnt og hvaða leiðir valdar.
Meðal þeirra mála, sem rædd verða, eru
framleiðsla og neyzla nautgripaafurða,
áhrif markaðsins á framleiðsluna, fram-
leiðslukerfi, kjötframleiðsla af mjólkur-
kynjum og holdanautgripum, hvernig ný
tækni skapar öryggi gagnvart sjúkdóma-
hættu við innflutning nautgripa og fnam-
farir á sviði fóðrunar.
Fjöldi nautgripa í hlutfalli við íbúafjölda
er afar misjafn í hinum ýmsu löndum
heims, eins og sést á eftirfarandi yfirliti,
sem er þó ekki tæmandi.
í Norður-Ameríku eru um 211 milljónir
manna og 118 milljónir nautgripa eða 56
nautgripir á hverja 100 íbúa, í Suður-Ame-
ríku eru 235 milljónir manna og 212 mill-
jónir nautgripa eða 90 nautgripir á 100 íbúa
og í Ástralíu 17 milljónir manna og 26 mill-
jónir nautgripa eða 153 á hverja 100 íbúa,
og er þá átt við álfuna alla.
í Evrópu verður hlutfallið allt annað. Þar
er íbúafjöldi 441 milljón, en nautgripir að-
eins 147 milljónir eða 26 á hverja 100 íbúa,
eða speni á mann eins og eðlilegt þótti á
sveitaheimilum hér áður fyrr. í nálægum
Austurlöndum eru 147 milljónir manna og
37 milljónir nautgripa og buffalóa eða 25
gripir á 100 íbúa, í hinum fjarlægari Aust-
urlöndum er talið, að séu 993 milljónir
manna og 323 milljónir nautgripa og buffa-
lóa eða 32 gripir á 100 íbúa, og í Afríku 261
milljón manna og 114 milljónir nautgripa
eða 44 á 100 íbúa.
rt
Framleiðsla á kjöti og mjólkurafurðum
af nautgripum er einnig misjöfn að magni
til í hinum ýmsu löndum heims, hvort sem
miðað er við framleiðslu á hvem íbúa, eða
eftir hvern grip, en fer þó vaxandi. Er talið,
að hún hafi aukizt um 46 af hundraði á
árunum frá 1948-’52 annars vegar til áranna
1959-’61 hins vegar. Þannig er 1 Norður-
Ameríku framleidd árlega 45 kg af nauta-
og kálfakjöti á íbúa og 310 kg mjólkur.
í Evrópu er samsvarandi framleiðsla 16
kg af kjöti og 320 kg af mjólk, en í Austur-
Asíu aðeins 1 kg kjöts og 30 kg mjólkur
(Kína undanskilið).
Verzlun milli landa á nautakjöti og naut-
gripum á fæti jókst um 90% á áður nefndu
tímabili, en þó er neyzla nautgripakjöts
mest í þeim löndum, sem mest framleiða af
því. Af hinum einstöku heimshlutum er
neyzlan mest í Ástralíu, 46,3 kg á íbúa,
43,1 í Norður-Ameríku, 18,2 í Evrópu, en
langtum lægri annars staðar eða frá 5,3 kg
í Afríku, þar sem hún þó fer sívaxandi í
sumum löndum, niður í 1,0 kg í Austur-
Asíu.
Svipaða sögu er að segja um framleiðslu
og neyzlu mjólkur og mjólkurafurða á sama
tímabili. Umreiknað í mjólkurfitu nemur
áætluð neyzla þessara vara á árunum 1961-
’63 um 21,1 kg í Ástralíu, 16,0 í Evrópu, 11,4
í Norður-Ameríku og frá 3,4 kg í nálægari
Austurlöndum allt niður í 1,3 kg í Afríku.
Mjólkurframleiðsla hefur aukizt um tæp
2% á ári í Evrópu, Norður-Ameríku og
Ástralíu síðustu 15-20 árin, en í þróunar-
löndunum hefur hún tæplega haldizt í
hendur við fólksfjölgun. í Evrópu er það
nær eingöngu í löndum Efnahagsbandalags-
ins, sem nautgripum hefur fjölgað, heldur
er hin mikla aukning mjólkurframleiðsl-
unnar þar fólgin í auknum afurðum eftir
hverja kú, sem aftur á móti er árangur
kynbóta og framfara í fóðrun og hirðingu.
Þetta hefur skapað offramleiðslu í ýms-
um löndum Evrópu, þó ekki meiri en svo,
að með lítið eitt aukinni neyzlu mjólkur-
vara rnundi hún hverfa. Smjömeyzla er
F R E Y R
243