Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.1968, Side 18

Freyr - 01.06.1968, Side 18
Hún er af hollenzkum stofni, holdgóður gripur og ágæt mjólkurkýr. einna mest í Ástralíu og Nýja Sjálandi eða 11 kg á íbúa, en í Evrópu 5,2 kg, þótt þar sé hún mjög misjöfn. Sem dæmi um offram- leiðslu þar má nefna, að Hollendingar flytja út meira en helming smjörframleiðslu sinn- ar, en neyta sjálfir aðeins rösklega 4 kg á íbúa. Ef meðalneyzla þar í landi ykist upp í 6,8 kg aðeins, þyrftu þeir ekkert smjör að flytja út. Ef neyzla smjörs í Mið- og Suður- Ameríku ykist úr 400 g í 450 g á íbúa á ári, væri offramleiðsla smjörs ekki vandamál í þeim heimshluta, og þannig mætti áfram telja. Sjálfir neytum við íslendingar aðeins um 6 kg af smjöri á ári á mann eða rétt yfir meðaltalið í Evrópu. Hefur verið bent á það, að hollara mundi vera að auka neyzlu smjörs um nokkur kg á íbúa og draga hlut- fallslega úr sykurneyzlu, sem mun vera um það bil áttföld til tíföld á við smjör. Hin mikla mjólkurframleiðsla í Evrópu og batnandi efnahagur almennings hefur leitt til þess, að ríkari áherzla er nú lögð á kjötframleiðslu af nautgripum þar en áður í tengslum við mjólkurframleiðsluna. Er þá bæði um að ræða nautakjöt og alikálfakjöt. í sumum löndum hafa fremur holdamikil mjólkurkyn og tvínytja kyn verið notuð til þessarar framleiðslu, og hin mikla vaxtar- geta og vaxtarhraði kálfa af þeim kynjum verið vel nýtt á þann veg. Á þennan hátt er hægt að framleiða ágætt alikálfakjöt, þó að hlutfallið milli vöðva og beina verði frem- ur óhagstætt. Mjólkurkýrnar eru þá heldur ekki látnar verða mjög gamlar, enda stund- um felldar fyrir aldur fram vegna of lítiilar frjósemi. Kjöt af þeim er þá sæmilegt, þótt nokkuð gróft sé, en nær aldrei þeim kjöt- gæðum, sem bezt verða af holdanautgrip- um. Hin aðferðin, sem nú er mjög í tízku, er sú að framleiða alikálfa- og ungneytakjöt með einblendingsrækt. Eru þá mjólkur- kýrnar látnar festa fang við holdanautum með sæðingu. Hefur franska holdakvnið Charolais verið reynt víða til einblendings- ræktunar síðasta áratuginn og reynzt heppilegt til blöndunar við sum mjólkur- kyn til þessarar framleiðslu. Kjötfram- leiðsla af hreinræktuðum holdanautgripum heldur að sjálfsögðu áfram í mörgum lönd- um, en tiltölulega 'lítið samhliða mjólkur- 244 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.