Freyr - 01.06.1968, Side 19
framleiðslu. En jafnvel í þeirri búgrein eru
framleiðsliuaðferðir að breytast. Til skamms
tíma byggðist sú framleiðsla svo til ein-
göngu á víðlendum beitilöndum og þannig
verður áfram í stórum hlutum heims, svo
sem Suður-Ameríku, og mun sennilega
stóraukast í Afríku við þurrkun lands. í
þeirri álfu er talið, að á 10 milljóna fer-
kílómetra svæði, þar sem tsetse flugan hef-
ur verið smitberi búfjársjúkdóma, væri
hægt að hafa 125 milljónir nautgripa í stað
nokkurra milljóna nú. Þar bíða tækifæri
hinna innfæddu þjóðflokka. En þótt þeir og
kúrekar Suður-Ameríku, „vacqueros“ og
„gauchos“ eigi framtíð fyrir sér, eru „cow-
boys“ Norður-Ameríku á undanhaldi þrátt
fyrir hina miklu víðáttu lands síns. Mark-
aðskröfurnar hafa breytzt, og nú vilja neyt-
endur þar kjöt af ungneytum, sem fituð
hafa verið á aðfluttu fóðri, aðallega maís, í
þar til gerðum fóðrunargörðum eða réttum.
Yfir 60% af þeim holdanautpeningi í
Bandaríkjunum, sem slátrað er árlega, er
nú fóðraður á þennan hátt. Við það, að
hreyfing er lítil, þar sem gripirnir geta ekki
rásað, verða vöðvarnir mýkri, og með maís-
fóðrun fæst á þennan hátt hið bezta holda-
nautakjöt, sem framleitt er, af hálfs annars
árs til tveggja ára geldneytum. Sums stað-
ar í Evrópu er nú orðið algengt að fóðra
sláturgripi inni, en annars staðar í álfunni
er lögð meiri áherzla á framleiðslu alikálfa,
sem oftast nær eru einnig innifóðraðir. Er
þá, eins og áður er sagt, stefnt að því að
auka nautakjötsframleiðsluna með því að
kappfóðra einblendingskálfa undan mjólk-
urkúm og holdanautum af vöðvamiklum
kynjum, sem hafa mikla og öra vaxtargetu.
Enda þótt aldur sláturgripa fari lækkandi
í hinum þróuðu löndum, verður þyngd grip-
anna eigi að síður meiri en þar, sem þeir eru
látnir verða eldri, vegna þess, að fóðrun er
góð og nákvæmni og alúð viðhöfð í ræktun
og meðferð allri.
Áætlað er, að sláturgripir í Norður-
Ameríku hafi á árinu 1964 vegið á fæti að
meðaltali 460 kg og alikálfar 110 kg, í
Evrópu 440 kg og alikálfar 105 kg, en í
Suður- og Mið-Ameríku, þar sem slátur-
gripir eru gerðir 4ra til 6 vetra, hafi þeir
vegið 380 kg fullorðnir.
í Ástralíu var þungi sláturgripa á sama
ári 374 kg, en í Asíu og Afríku er þungi full-
orðinna gripa minni, 280-300 kg. Að sjálf-
sögðu er það margt fleira en meðferð og
búskaparaðstaða, sem áhrif hefur á, hvaða
þyngd sláturgripir ná, og þá ekki hvað sízt,
hvert nautgripakynið er, en alls eru þau
talin vera um 250 og um 10 buffalokyn.
Ólíkar aðstæður hafa ekki síður áhrif á
mjólkurframleiðsluna. í Evrópu eru hrein
mjólkurkyn og tvínytja notuð til mjólkur-
framleiðslu, og er nythæð þeirra afar mis-
jöfn eða frá 1000 til 4000 kg á hverja kú,
sem notuð er til mjólkurframleiðslu, og er
þá miðað við meðaltöl í hinum ýmsu lönd-
um, en fyrir álfuna í heild um 2800 kg. í
Ástralíu er meðalnytin aðeins lægri eða um
2600 kg, í Norður-Ameríku mun hærri eða
um 3300 kg, í Suður-Ameríku um 1000 kg
og enn lægri í Asíu, en þar er hún æði
misjöfn.
Að loknu þessu yfirliti um afurðir naut-
gripa í hinum ýmsu hlutum heims er rétt að
víkja að því, hvar við íslendingar erum á
vegi staddir í þessari framleiðslugrein land-
búnaðarins. Þetta efni skiptist í tvo þætti,
mjólkurframleiðslu og kjötframleiðslu.
Íslenzka kúakynið er mjólkurkyn, sem
landnámsmenn fluttu með sér, og hefur það
ekki orðið fyrir neinum sýnilegum áhrif-
um við blöndun, þótt vitað sé, að á síðari
öldum væru fluttir inn nokkrir gripir stöku
sinnum. Á söguöld er talið, að nautgripir
hafi orðið flestir eða um 135 þúsund, þar af
um 80 þúsund mjólkurkýr eða helmingi
fleiri en nú. Árið 1703 er tala nautgripa
komin niður í 35.860, en verður lægst 9.804
árið 1784, eftir móðuharðindin. Eftir það
fjölgar nautgripum að vísu fljótt aftur, en
F R E Y R
245