Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.1968, Qupperneq 20

Freyr - 01.06.1968, Qupperneq 20
Svona voru þær. sauðfjárrækt verður þá aðalbúgreinin og hélzt svo, unz þéttbýli tók að aukast á þess- ari öld. Talið er, að kýr hafi á söguöld mjólkað um 1100 kg, og það er ekki fyrr en á 19. öld, að nythæðin fer að vaxa að ráði og er í byrjun þessarar aldar nálægt 2000 kg. Allt frá árinu 1903 hefur verið starfað fé- lagslega að nautgriparækt og ávallt undir forustu Búnaðarfélags íslands. Hefur frá upphafi þess starfs verið lögð áherzla á að auka afurðagetu kúnna til mjólkur, enda lengi verið mjólkurskortur í ört vaxandi þéttbýli. Einnig var stefnt að því að auka mjólkurfitu jafnframt nythæðinni og bæta þannig úr smjörskorti. Er enn lögð megin- áherzla á þessi tvö atriði. Vottað hefur fyrir gagnrýni á því að leggja áherzlu á mjólkur- fitu hin síðustu ár á þeim svæðum, sem mjólk er seld til neyzlu. Er því til að svara, að enn er unnið úr allt að 60% af þeirri mjólk, sem berst til mjólkurbúanna. Séu því fyrir hendi óskir frá framleiðendum og neytendum um, að mjólk sé seld með á- kveðnu fitumagni, þá ber að leysa það mál tæknilega á einfaldan og nákvæman hátt með því að taka hluta af fitunni úr mjólk- inni. Það er að öllu leyti hagkvæmari leið og eðlilegri en hætta á að glata því, sem áunnizt hefur í löngu ræktunarstarfi, eigin. leika, sem er mikilvægur og hefur nú mjög hagkvæmt gildi. Ostefni fylgja að magni til eftir mjólkurfitunni í aðaldráttum, þótt þar kunni að vera um frávik iað ræða, en smjörfita og ostefni eru verðmætustu hlut- ar mjólkurinnar. Síðustu árin hefur mjólk- urfitan farið ört vaxandi, og er það að lang- mestu leyti fyrir kynbætur. Hún er nú orð- in 4% að meðaltali fyrir skráðar kýr á vegum nautgriparætarfélaganna, en þær eru um 17000 talsins eða rösklega 40% af kúm landsmanna. Fyrsta aldarfjórðunginn, sem nautgripa- ræktarfélögin störfuðu, var meðalnyt full- mjólkandj kúa fiest árin milli 2200 og 2400 kg og mjólkurfita milli 3,6 og 3,7%, en var orðin rösklega 3000 kg eftir annan aldar- fjórðunginn, en mörg ný félög höfðu þá bætzt við. Mest hefur afurðaaukningin orð- ið síðustu árin, og voru árin 1963, ’64 og ’65 hvert um sig metár um afurðir í sögu fé- laganna. Meðalnyt árskúa var árið 1965 3420 kg, en fullmjólkandi kúa 3608 kg og mjólk- urfita 4,02%. Meðalnyt allra kúa í landinu er á sama tíma áætluð um 3000 kg eða nokkuð hærri en í Evrópu sem meðaltal, og eru þó íslenzkar kýr mun smærri en flest hinna erlendu kynja. Þessi árangur bænda í ræktunarstarfi þeirra sýnir, að ekki er ástæða til innflutn- ings á öðrum kynjum vegna mjólkurfram- leiðslunnar nema síður sé, og enn er hægt að vinna mikið ræktunarstarf úr þeim góða efniviði, sem íslenzka kúakynið er. Framhald. Afurðahæfnin fer ört vaxandi. t 246 f R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.