Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1968, Page 22

Freyr - 01.06.1968, Page 22
urinn, sem kálfar fá á meðan þeir nærast aðeins af mjólk, er því mjög lítill enda er ekki óalgengt að kálfar séu hrjáðir af magníumskorti, einkum ef kýrnar fá að- eins hey eða gras, en þá eru allar líkur til að magníum í mjólkinni sé nokkru minna en að framan er greint. Á mjaltaskeiði tekur blóðið magníum frá beinunum, en það getur hæglega skeð, að í beinunum sé ekki til það magn, sem aðgengilegt er og þá er hætta á ferðum ef ekki er séð fyrir því að umræddur málm- ur sé í fóðrinu. Það er því ekkert sjald- gæft fyrirbæri, að magníumskortur valdi krampa. Sitthvað fleira getur valdið sömu fyrirbærum og hefur málið því verið tek- ið til gaumgæfilegra rannsókna um Norð- urlönd á síðari árum. í Noregi voru „fjós- krampar“ tiltölulega algeng fyrirbæri á stríðsárunum 1940 — ’45. Við rannsóknir þar sýndi það sig, að þessi fyrirbæri voru nátengd skorti á auðleystum næringar- efnum og of litlu magni magníums. Rannsóknir og tilraunir hafa kennt mönnum, að til þess að sneiða hjá kvillum af nefndu tagi þarf að. a) Nota hæfilegt magn af magníum í fóðrinu. b) Auðvelda upptöku málmsins úr efna- magni meltingarfæranna. c) Efla hæfni skepnunnar ti'l að nýta magníum í beinunum. Nú er það svo, að í grasi og heyi er yfir- leitt ónóg magníum til þess að fullnægja eðlilegri þörf hámjólka kúa. Þessvegna er nauðsynlegt að með kraftfóðrinu sé séð fyrir því, er vantar og umfram allt er nauðsynlegt að nokkuð sé af auðleystum kolvetnum (sykurtegundum) í fóðrinu ásamt magníum, auðleyst kolvetnanæring styður aukna nýtingu málmsins. En ekki er alltaf nóg í kraftfóðrinu nema sérstaklega séð fyrir því séð, að í það sé bætt magníu- sýringi eða magníumkarbónati. Norskar tilraunir hafa sýnt, að skortur á auðleystri orku í fóðrinu hefur orsakað of lítið magn magníums í blóðinu og þar með stuðlað að krampamyndun. Onnur fyrirbæri hafa þó getað truflað, svo sem fóðurgjöf þar sem þvagefni (karbamid) hefur verið í fóðri ásamt talsverðu próteini, stækja hefur myndast og hún takmarkað nýtingu magníums. Fyrirbæri af þessu tagi eru sennilegust þegar kýr eru komnar á beit og veikjast og jafnvel drepast af þeim kvilla, sem nefndur hefur verið graskrampi. Þegar fóðrið er lélegt og einkum þegar mikið er notað af heyi, er veruleg hætta á magníumskorti vegna þess, að nýting þess litla, sem í fóðrinu kann að vera, er lakleg eða afleit. Þegar svo hagar til er alltaf nauðsynlegt að sjá skepnunum fyrir nokkru af auðleystum kolvetnum (sykur- tegundum) og viðbót í fóðrið af magníum, en forskriftir um það er eðlilegt og sjálf- sagt að fá hjá þeim, sem bezt þekkingu hafa á þessum efnum. Notkun sykurefna hefur einnig þá þýðingu um og eftir burð, að með þeim er hægt að takmarka eða fyrirbyggja annan kvilla, sem heitir súrdoði (aceton- æmi) og er þar önnur saga, sem einnig hefur sína þýðingu. Hlutfallið milli magns Ca : P í fóðrinu mun einnig hafa sína þýðingu en það er saga út af fyrir sig, er ekki skal rakin hér. Hitt er alveg víst, að þegar fóðrað er með heyi að mestu og svo þegar kýrnar koma á beit á ört vaxandi grasi, er sjálf- sagt að vera á verði og eiga í fórum sín- um magníumsýting eða magníumkarbón- at til þess að gefa þeim og fyrirbyggja vá og vanda með þessu móti. 248 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.