Freyr - 01.06.1968, Side 27
tyldu ekki í fénu, sem gengur mikið í lágu
þéttu skógarkjarri. Engu að síður hafa
þessi nýju plastmerki yfirleitt haldizt vel
í fénu í Norðurárdal nú í meira en tvö ár.
Einnig hafa merkin verið reynd all-víða
annars staðar á nokkrum þúsundum kinda,
svo sem í syðra Dalahólfi, í Þverárhlíð,
Stafholtstungum og víðar í Mýrasýslu, en
einnig í Hesti og fleiri tilraunabúum, í
Bæjarhreppi í Strandasýslu og víðar.
Allir aðilar eru sammála um það, að
merki þessi séu mjög auðveld og örugg í
notkun, haldist vel í fénu og þvingi ekki
kindina. Stafir þeir, sem koma á merkjun-
um, afmást ekki né dofna, og eru mjög
greinilegri af-lestrar, en í því felst mikill
vinnusparnaður við sundurdrátt fjársins.
Númeramerkingum hefir verið hagað
þannig, að á annari plötunni voru hlaup-
andi númer eða sérnúmer kindarinnar á
hverri plötu, en á hinni tala fyrir bæinn,
sýslubókstafur og hreppsnúmer. Með
þessu móti má auðveldlega staðfesta númer,
heimili, hrepp og sýslu hverrar kindar af
eyrnamerkinu. Þessi stafaröðun á eyrna-
merkjum hefir þegar verið reynd hér á
landi í mörg ár og gefið mjög góða raun.
Áhugi minn fyrir að reyna þessi merki
til hlítar byggðist upphaflega einkum á því,
að þau eru framleidd í mörgum mismun-
andi litum. Eins og kunnugt er, hefir ár-
lega verið fyrirskipuð mismunandi lita-
merking á fé um allt land svo tugum ára
skiptir, eftir héruðum og fjárskiptahólfum.
Þetta hefir átt að tryggj a það, að langferða-
fé eða kindur, sem komast milli fjárskipta-
hólfa, væru auðþekktar frá heimafé, og
yrði því til að auðvelda tafarlausa ein-
angrun þeirra. Þetta er mjög mikilsvert
atriði til að hindra smitburð milli héraða
og mun sums staðar hafa komið að nokkr-
um notum, en reynsla síðustu ára bendir til
þess, að hin fyrirskipaða litamerking,
málning á horn, í hnakka og kjamma, komi
nú orðið að sáralitlum notum. Hyrndu fé
hefir farið mjög fækkandi, en málning
tollir stutt og illa á kollóttu fé, og meðal
annars af þeim sökum hafa bændur mjög
gefizt upp við málrúngu fjárins. Þeim
kindum fækkar stöðugt, sem málningin
to'lir á, og einrig þeim bændum, sem hlýða
lögboðnum fyrirmælum um að mála fé sitt
tvisvar á hverju vori. Þessar umfangs-
miklu aðgerðir eru því víðast hvar orðnar
lítils- eða einskis virði.
Með því að taka upp lituð eyrnamerki í
stað málningar og jafnframt greinargóða
stafaröðrm á merkin, sem fyrr var lýst,
virðist auðvelt að ná aftur þeim fyllsta
árangri, sem upphaflega var stefnt að með
litamerkingum fjárins, og raunar að kom-
ast feti lengra í eftirliti með hlaupafé en
nokkur tök hafa verið á til þessa hér á
landi. Það er augljóst, hve mikilvægt þetta
getur orðið við allar varnaraðgerðir og
hindrun á dreifingu sauðfjársjúkdóma
milli varnarsvæða.
Hitt er og Ijóst, að nú, þegar mislit eyrna-
merki eru komin á markaðinn, er hætta á
því, að þau dreifist um sveitir landsins og
litum verði blandað tilviljunarkennt eftir
smekk manna og öðrum atvikum. Ef nota á
lituðu eyrnamerkin í sóttvarnarskyni, eins
og fyrr var drepið á, er nauðsynlegt að
koma í veg fyrir, að merkin dreifist af
handahófi um byggðir landsins. Á síðast-
liðnu hausti gerði ég það því að tillögu
minni við sauðfjársjúkdómanefnd, að á-
kveðnir merkilitir yrðu lögskipaðir fyrir
öll sauðfjárvarnarsvæði landsins. Einnig,
að á eyrnamerkjum verði skráð tölunúmer
á bæ og hreppi auk sýslubókstafs.
Nefndin tók mjög vel í þessa málaleitan,
og nú hefir landbúnaðarráðuneytið gefið
út, samkvæmt tillögu nefndarinnar, reglu-
gerð þá um litamerkingu búfjár, sem hér
birtist ásamt mynd, er sýnir merkiliti 28
varnarsvæða um allt land.
Við ákvörðun lita fyrir hvert svæði voru
hafðir til hliðsjónar þeir litir, sem áður
voru notaðir við málningu sauðfjár á sama
svæði. Einnig var leitazt við að dreifa litum
þannig, að sem lengst bil yrði milli sam-
litra varnarsvæða.
F K E Y R
251